ASÍ lætur skína í verkfallsvopnið

ASÍ veifar verkfallsvopninu.
ASÍ veifar verkfallsvopninu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld hafa nokkrar vikur til að sýna að þeim sé alvara í kjaramálum. Annars muni ASÍ íhuga að beita verkfallsvopninu.

„Ef það er enginn vilji hjá stjórnvöldum til að breyta stefnumörkun höfum við auðvitað úrræði. Það er hundrað ára hefð fyrir því,“ segir Gylfi íi umfjöllun um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag og vísar til verkfalla.

Hann segir það vonbrigði að í fjárlögum fyrir árið 2018 skuli stjórnvöld ekki hafa komið til móts við kröfur ASÍ. Þá m.a. varðandi atvinnuleysisbætur, ábyrgðasjóð launa, fæðingarorlof og stefnu í menntamálum. Formenn stjórnarflokkanna þriggja og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, funduðu í gær með aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum sveitarfélaga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert