Faxabraut lokuð vegna mikillar hrunhættu

Sementverksmiðjan á Akranesi.
Sementverksmiðjan á Akranesi. Kort/Map.is

Faxabraut á Akranesi er nú lokuð allri umferð vegna niðurrifsframkvæmda. Talið er að mikil hrunhætta sé á þessu svæði og ekki óhætt að vera á ferli á þessum hluta Faxabrautar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.

Þar segir ennfremur, að lokunin, sem gildi jafnt um akandi sem gangandi, nái frá Jaðarsbraut að Sementsbryggju og gildi til 2. janúar 2018. Þá verður ástandið metið að nýju.

Greint var frá því í sjónvarpsfréttum RÚV í kvöld, að það hafi mistekist að sprengja niður fjögur samliggjandi síló á lóð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi í dag, eins og til stóð.

Í frétt RÚV kom ennfremur fram, að bæjarstjóri Akraness hefði ekki hafa vitað af þessum áformum í dag.

Lokað var fyrir umferð á tveimur götum, Suðurgötu og Faxabraut, af öryggisáæstum á meðan sílóin voru sprengd. Ekki fór þó betur en svo að sílóin féllu til hliðar en ekki til jarðar eins og sést í myndabandi sem að Magnús Magnússon hjá Skessuhorni tók í dag og birti á Facebook.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert