Von á svipuðum fjölda 2018

Tekið var á móti þessum flóttamönnum frá Sýrlandi í Leifsstöð …
Tekið var á móti þessum flóttamönnum frá Sýrlandi í Leifsstöð í fyrra. Von er á fleiri kvótaflóttamönnum í byrjun árs. mbl.is/Eggert

Þ að er ljóst að það eru fleiri núna á flótta heldur en nokkru sinni áður í sögu mannkyns og fátt sem bendir til þess að það muni minnka. Við erum að fást við þennan vanda víða. Verkefnið hér á Íslandi er viðráðanlegt, innviðir hér eru sterkir. Það þarf að halda áfram að sinna málum vel og laga það sem þarf að laga. Það er von fljótlega á hópi kvótaflóttafólks en við sinnum öllum hælisleitendunum,“ segir Áshildur Linnet verkefnastjóri hælisleitenda hjá Rauða krossinum.

„Svo fyrir þá sem fá alþjóðlega vernd bjóðum við upp á leiðsögumannakerfi og þá fær fólk sjálfboðaliða sem styður við það fyrsta árið hér á landi.“

Áshildur segist búast við svipuðum fjölda hælisleitenda á næsta ári og kom hingað 2017.

„Það er ekkert sem bendir til þess að það verði aukning en heldur ekkert sem bendir til þess að það dragi úr því, en það þarf ekkert mikið að gerast til þess að það breytist,“ segir Áshildur.

Neðst í goggunarröðinni

Oft gengur erfiðlega að finna húsnæði fyrir flóttafólk sem komið er með alþjóðlega vernd.

„Það er mikil áskorun því það er mikil samkeppni á húsnæðismarkaðinum og flóttafólk stendur höllum fæti; þau tala ekki tungumálið, þekkja ekki samfélagið og lenda því kannski neðst í goggunarröðinni í þeirri samkeppni. Það er á ábyrgð félagsþjónustunnar að hjálpa við að finna húsnæði en leiðsögumaðurinn er síðan hugsaður sem viðbót við lífið, við þá aðstoð sem er fyrir í boði.“

Nánar er fjallað um málið í sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert