„Þetta er líklega mengunarmet“

„Þetta er líklega mengunarmet á gamlárskvöld hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þannig mældust við Dalsmára í Kópavogi 4500 míkrógrömm í rúmmetra eins og það er kallað. Þar var líka mjög há mæling í fyrra eða þrjú þúsund. Þegar Eyjafjallajökull gaus mældist mest í kringum tvö þúsund í Reykjavík. Þá mældist reyndar um 14 þúsund í Vík í Mýrdal.“

Þetta segir Þorsteinn Jóhannsson, umhverfisfræðingur og sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í samtali við mbl.is. „Þetta er líklega hæsta skammtímagildið sem við höfum verið að mæla. menn eru oft að horfa á heilsuverndarmörkin en þau eru fimmtíu en þá er miðað við meðaltal í heilan sólarhring. Þannig að það er svolítið erfitt að bera það saman við 4500. En ef þetta hefði verið 4500 samfellt í sólarhring væri þetta 90 sinnum yfir mörkunum.“

Þorsteinn segir að þó þarna hafi vissulega verið um að ræða aðstæður sem hafi verið aðallega í nokkra klukkutíma þá hafi mengunin verið óvenjulega lengi til staðar. „Oft er þetta svona einn til tvo tíma, jafnvel fram á nýársnótt. En nú var þetta í allan dag líka. Ekki svona mikið en fram yfir svona klukkan tvö mátti greinilega sjá bláhvítamóðu yfir borginni.“

Mengun vegna umferðar hafi ekki verið mikil á sama tíma enda allar götur rakar og því ekkert gatnaryk að þyrlast. „Þannig að þetta var fyrst og fremst bara flugeldamengun. Það var svona hægviðri og áttleysa þannig að þetta var bara að þvælast fram og til baka, mengunarskýið, í alla nótt.“ Síðan hafi verið skotið upp í dag og verði væntanlega í kvöld.

„Hvað innihaldið varðar er þetta verri mengun en gosaskan. Það var ekki mikið af öðrum efnum með henni. En þarna er mikið til um að ræða sót og miklu meira af óæskilegum efnum og þungmálmum í svona flugeldareyk en í venjulegum brunareyk því það er viljandi bætt þungmálum út í því að hver málmur gefur sinn lit.“

Blý hefur ennfremur jafnvel áhrif á sprengikraftinn þannig að í gegnum tíðina hafi blýi verið bætt út í til þess að fá fram ákveðna eiginleika. Sum Evrópulönd hafi bannað flugelda með blýi eða sett takmörk á það. Til að mynda Danmörk. Erfitt gæti verið að banna alla þungmálma en það væri hægt að fara þá leið að banna blý.

Fyrir vikið sé ekki hægt að hanna umhverfisvæna og mengunarlausa flugelda. En það sé hins vegar hægt að búa til „umhverfisskárri“ flugelda. Þungmálmarnir skiptist hins vegar í tvennt. Þeir sem séu alltaf eitraðir og óæskilegir sem séu blý, kadmín, kvikasilfur og arsenik. Síðan séu málmar eins og nikkel, kopar og sink sem einnig séu notaðir.

„Þessir málmar eru óæskilegir í miklu magni en eru líka snefil-næringarefni,“ segir Þorsteinn. Hins vegar sitji menn alltaf upp með sótið og rykið. Það sé eiginlega óhjákvæmilegt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Alvarleg líkamsárás á bar

06:03 Tilkynnt var til lögreglunnar um alvarlega líkamsárás á bar í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður verið kýldur og misst meðvitund og eins var hann með skurð við eyra. Meira »

Störfum gæti fækkað um 1.400

05:30 Störfum gæti fækkað um 1.400 á næstu sex mánuðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Meira »

Útsvar víða óbreytt á næsta ári

05:30 Reykjavíkurborg og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin á landinu sem ekki ætla að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að milda þau áhrif sem hækkun á fasteignamati um áramótin mun hafa. Meira »

Starfshópur um flugeldamengun

05:30 „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogensen, formaður Samtaka lungnasjúklinga, um mengun frá flugeldum um hver áramót. Meira »

Meiri ásókn í sjúkrasjóði

05:30 „Gríðarleg fjölgun umsókna um sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði BHM síðastliðna tvo mánuði og stærð sjóðsins gerði það að verkum að við þurftum að bregðast við og breyta úthlutunarreglum hans, segir Maríanna Helgadóttir, stjórnarformaður sjúkrasjóðs BHM. Meira »

Veturinn ódýr það sem af er

05:30 Um 100 milljónir hafa sparast í vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í haust samanborið við haustið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá borginni var kostnaður við vetrarþjónustu frá júlí til desember árið 2017 alls 245,6 milljónir. Meira »

Þorsteinn talaði mest í haust

05:30 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er sá sem mest og lengst talaði á nýafstöðnu haustþingi. Alþingi fór í jólaleyfi á föstudaginn og þing mun koma saman að nýju mánudaginn 21. janúar. Meira »

Horft verður til hækkana

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir áform ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts verða endurmetin ef samið verði um óábyrgar launahækkanir í komandi kjarasamningum. Meira »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

Í gær, 21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

Í gær, 20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

Í gær, 20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

Í gær, 20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

Í gær, 20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina GæðaGolf á dögunum. Meira »
BOKIN.IS BÆKUR TIL SÖLU BOKIN.IS TEIKNIMYNDASÖGUR -mikið úrval -BOKIN.IS ÚRVAL MYNDLISTARBÓKA á bokin.is BOKIN.IS
BOKIN.IS RÚMLEGA 14 000 BÆKUR TIL SÖLU Á BOKIN.IS EFTIR INNSKRÁNINGU Á BOKIN...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...