Ferð með Jóni Gnarr á 500 þúsund

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri.
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Frá pönki til pólitíkur nefnast þriggja til fjögurra klukkustunda langar ferðir með Jóni Gnarr, leikara og fyrrverandi borgarstjóra, fyrir ferðamenn. Hver ferð kostar 4.800 dollara eða tæplega 500 þúsund krónur og hámark eru fimm manns í hóp. Hver og einn þarf því að reiða fram um 100 þúsund krónur til að fræðast og ferðast með Jóni í Reykjavík.

„Bókanir ganga fínt þó við höfum ekki enn auglýst. Hann er í túr núna,“ segir Aron Karlsson hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Iceland unplugged sem býður upp á ferðirnar með Jóni. Þess má geta að Jón á einmitt afmæli í dag 2. janúar. Enn sem komið er hafa einungis erlendir ferðamenn bókað ferðirnar enda eru þeir markhópurinn. Aron segir ekki ólíklegt að Íslendingum standi til boða að fara í slíka ferð bóki þeir og reiði fram uppsett verð.

Jón Gnarr eins og fjölmargir aðrir Íslendingar vilja nýta sér ferðamannastrauminn til landsins. Í haust auglýsti hann eftir vinnu á samskiptamiðlinum Facebook. Þar óskaði hann eftir að fá um milljón krónur á mánuði fyrir 50% vinnu og ef fram fer sem horfir gæti það ræst. 

Starfstitlar Jóns eru býsna fjölbreyttir og margir og því ekki furða að margir vilja komast í tæri við Jón Gnarr því hann hefur komið víða við einkum á hinum skapandi vettvangi. Síðast gaf hann út ævisögu eiginkonu sinnar Jógu, Þúsund kossar, auk annarra titla sem hann hefur sent frá sér. Hann hefur leikið í ótal sjónvarpsþáttum, sinnt dagskrárgerð, verið í uppistandi og stofnað stjórnmálaflokk, verið borgarstjóri svo fátt eitt sé nefnt.   

Dagskrá ferðanna er ekki niðurnegld en hópnum verður líklega safnað saman við Höfða og þaðan líklega gengið að Hlemmi, að því er segir í ferðalýsingunni. Jón mun ræða við gestina og reyna að svara helstu spurningum en ferðin tekur mið af hópnum hverju sinni.

Í auglýsingu ferðanna er vitnað í hin ýmsu erlendu tímarit og fræðimenn sem hafa mært Jón Gnarr. Þeirra á meðal er hinn kunni málfræðingur Noam Chomsky sem segir Jón vera „uppáhaldsborgarstjóra sinn“ en Jón vakti meðal annars athygli þegar hann tók þátt í Gleðigöngunni og klæddi sig sem kona. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veginum lokað vegna snjóflóðahættu

05:55 Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum. Meira »

Davíð Oddsson sjötugur

05:30 Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum. Meira »

Pattstaða uppi hjá kennurum

05:30 „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Eiríkur situr ekki áfram

05:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum. Meira »

Skoða næringu mæðra á meðgöngu

05:30 Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.  Meira »

Um 43% hærri en árið 2013

05:30 Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013. Meira »

1% nemenda ógnar og truflar mjög

05:30 Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi. Meira »

Vilja bjóða nemendum aukið val

05:30 „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“ Meira »

Íbúar á Seltjarnarnesi sjóði neysluvatn

00:22 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis segir að fjölgun jarðvegsgerla hafi mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Í varúðarskyni mælir eftirlitið með því að neysluvatn á Seltjarnarnesi sé soðið fyrir viðkvæma neytendur. Meira »

Veitur leiðrétta lista yfir hverfi

Í gær, 22:50 Veitur hafa sent frá sér tilkynningu þar sem birtur er leiðréttur listi yfir þau hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mælst hefur aukinn fjöldi jarðvegsgerla. Hverfin eru öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarness sem og Seltjarnarness. Meira »

Funda vegna jarðvegsgerla á morgun

Í gær, 22:26 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, telur að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi fylgt öllum verklagsreglum vegna jarðvegsgerla sem greinst hafa í neysluvatni í nokkrum hverfum borgarinnar. Meira »

Neysluvatn soðið á Landspítalanum

Í gær, 21:58 Landspítalinn beinir þeim tilmælum til starfsmanna sinna að sjóða allt neysluvatn til sjúklinga og starfsfólks á spítalanum þar til „neyðarástandi“ hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í færslu á facebooksíðu spítalans. Meira »

Veginum lokað í fyrramálið vegna snjóflóðahættu

Í gær, 21:44 Vegna snjóflóðahættu verður veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað eigi síðar en klukkan sex í fyrramálið. Ákvörðunin er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og er tekin í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina. Meira »

Engin hætta á ferðum

Í gær, 21:11 „Þetta er frekar lítil mengun, en yfir mörkum samkvæmt íslensku neysluvatnsreglugerðinni, og okkur þótti rétt að láta almenning vita, eins og rétt er,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is. Meira »

Lifir í glæðum á kjúklingabúi

Í gær, 19:59 Eldur kom upp að nýju í glæðum í vegg á kjúklingabúi á Oddsmýri í Hvalfirði og er slökkvilið Akraness á vettvangi. Fyrr í dag kviknaði í búinu út frá hitablásara og drápust 12.000 kjúklingar. Björn Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri,segir tjónið líklega um 10 milljónir króna. Meira »

Fitjar upp á handleggina og prjónar með höndunum

Í gær, 21:20 Erlu Svövu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðingi finnst skrýtin tilfinning að skipta um starfsvettvang og byrja allt í einu að sinna starfi sem bjargar engum eins og hún kemst að orði. Meira »

„Hver ber ábyrgð á þessu?“

Í gær, 20:38 „Reykvíkingar eiga heimtingu á að fá greinargóðar skýringar á því hvernig þetta gat gerst? Hver ber ábyrgð á þessu?“ segir Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri á Facebook-síðu sinni í kvöld en hann sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Jarðvegsgerlar í neysluvatni í Reykjavík

Í gær, 19:20 Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók 12. janúar stóðust ekki viðmið í reglugerð. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Travel Lite á Íslandi
Nú er að verða síðasti möguleiki að panta pallhýsi, ef það á að vera tilbúið fyr...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Aðalfundur Viðskiptaráðs 14. febrúar
Boðað er til aðalfundar Viðskiptaráðs Íslands miðvikudaginn 14. febrúar kl. 9.00...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
L helgafell 6018011019 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...