Metnaður til forystu í jafnrétti

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er gaman að sjá að alþjóðlegir fjölmiðlar fylgjast með að lögin eru að taka gildi. Við erum stolt af því að hafa komið þessu máli í gegn og enn spenntari að sjá hvernig því vindur fram,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um lög um jafnlaunavottun sem tóku gildi í upphafi ársins en hann var félags- og jafnréttismálaráðherra þegar þau voru samþykkt. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu um gildistöku laganna víða í gær.

Þorsteinn bendir á að frá því lögin voru samþykkt á Alþingi hafa þau vakið talsverða athygli út fyrir landsteinana og ljóst að áfram er fylgst með framgangi málsins. Til að mynda sagði banda­ríski öld­unga­deild­arþingmaður­inn Bernie Sand­ers á Facebook í gær að þjóðin þyrfti að „fylgja for­dæmi bræðra okk­ar og systra á Íslandi og krefjast sömu launa fyr­ir sömu vinnu strax, óháð kyni, upp­runa, kyn­ferði eða þjóðerni.“

Halda áfram að uppræta meinsemdir

„Á sínum tíma kom það mér á óvart hversu mikla athygli þetta vakti,“ segir Þorsteinn spurður hvort athygli erlendra fjölmiðla hafi komið honum á óvart. Hann hefur fengið fjölmargar fyrirspurnir um jafnlaunavottunina og meðal annars boð um að halda fyrirlestur á ráðstefnum í útlöndum. Honum stendur til boða að halda erindi á tveimur ráðstefnum í febrúar en hefur ekki enn tekið afstöðu til þess hvort hann komist í það sökum anna.

„Það er gaman að sjá að Ísland hefur vakið athygli fyrir þetta skref. Eins og við sögðum á sínum tíma þá á þetta að vera metnaðarmál fyrir okkur verandi þjóð sem hefur staðið sig vel í jafnréttismálum að halda áfram að hafa metnað til þess að vera í forystu. Það þýðir auðvitað að við þurfum að ráðast á þessar helstu meinsemdir sem enn eru til staðar. Það er fyrst og fremst kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi sem skiptir langmestu máli,“ segir Þorsteinn.  

Skylt að sýna fram á jöfn laun fyrir sömu vinnu

Jafnlaunavottunin nær til stórs hluta vinnumarkaðarins strax á fyrsta ári og því ætti árangurinn að sjást strax á þessu ári, að sögn Þorsteins. Aðgerðarhópur, stjórnvalda og fulltrúa vinnumarkaðarins um launajafnrétti, er starfandi til að fylgjast með gangi mála. „Það er nýrrar stjórnar að fylgja þessu eftir. Ætli það sé ekki líklegt að þetta verði tekið út á þessu ári eða byrjun næsta árs,“ segir Þorsteinn spurður um eftirfylgni.  

Með jafnlaunavottun er fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um skylt að sýna fram á að þau greiði jöfn laun fyr­ir sömu og jafn­verðmæt störf. Í lög­un­um seg­ir að fyr­ir­tæki eða stofn­un þar sem 25 eða fleiri starfs­menn starfa að jafnaði á árs­grund­velli skal öðlast vott­un að und­an­geng­inni út­tekt vott­un­araðila á jafn­launa­kerfi fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is

Innlent »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálf sjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn við mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

18:40 Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara. Meira »

Aflýsa öðru flugi frá London

18:20 Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst. Meira »

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

17:22 „Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag. Meira »

Svigrúm til launahækkana mögulega minna

17:17 „Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

17:13 Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig. Meira »

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

16:45 Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum. Meira »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjist á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »

Viðbúin ef meiriháttar röskun verður

15:44 Hvort ríkisstjórnin væri reiðubúin að draga fjármálaáætlun sína til baka og hvort hún hefði búið sig undir ólíkar sviðsmyndir vegna erfiðleika WOW air var tilefni fyrirspurnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Meira »

Húsráðandinn „var sakleysið uppmálað“

15:43 Tveir innbrotsþjófar voru handteknir í Kópavogi á laugardag eftir að tilkynnt var um innbrot í nýbyggingu í bænum. Á vettvangi og í nágrenni hans var ekki á miklu að byggja og þjófarnir hvergi sjáanlegir, en þó mátti sjá einhver skóför og hjólför að auki. Það var þó nóg til þess að lögreglumenn komust á sporið. Meira »

Geta fengið flugmiða endurgreidda

15:19 Handhafar Visa- og MasterCard-greiðslukorta sem keypt hafa flugmiða hjá gjaldþrota flugfélagi geta átt endurkröfurétt. Korthafar þurfa að gera skriflega athugasemd við færslu á vefsíðu útgáfubanka kortsins, eða á vefsíðu Valitors. Meira »

Funduðu með forsætisráðherra

15:08 Skipuleggjendur loftslagsverkfallsins hér á landi funduðu í dag með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu. Á fundinum var farið yfir kröfurnar sem liggja að baki verkfallinu sem eru fyrst og fremst auknar og metnaðarfyllri aðgerðir strax og aukin fjárútlát til loftslagsmála. Meira »

Fundinum slitið vegna WOW air

14:36 „Við erum búin að vera að óska eftir því að Samtök atvinnulífsins leggi fram tölur varðandi launaliðinn svo við getum fikrað okkur áfram. Það kom fram hjá SA á föstudaginn að þeir treysti sér ekki til þess á meðan þessi óvissa er uppi hjá WOW air.“ Meira »

Fái hvorki að rukka vexti né kostnað

14:23 Geri lánveitandi smáláns kröfu á lántaka um kostnað umfram lögboðið hámark ættu lög að banna honum að rukka bæði vexti og kostnað af láninu. Þetta er skoðun starfshóps um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja, sem telur þetta leið til að fá smálánafyrirtæki til að fylgja íslenskum lögum. Meira »
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Til sölu ljóðabréf frá Davíð Stefánssyni til vinar síns. 15 erindi ásamt áritaðr...
Frá Kattholti
Munið að með því að gerast félagar í Kattavinafélagi Íslands styðið þið við star...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 77.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoðu...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...