Metnaður til forystu í jafnrétti

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er gaman að sjá að alþjóðlegir fjölmiðlar fylgjast með að lögin eru að taka gildi. Við erum stolt af því að hafa komið þessu máli í gegn og enn spenntari að sjá hvernig því vindur fram,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um lög um jafnlaunavottun sem tóku gildi í upphafi ársins en hann var félags- og jafnréttismálaráðherra þegar þau voru samþykkt. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu um gildistöku laganna víða í gær.

Þorsteinn bendir á að frá því lögin voru samþykkt á Alþingi hafa þau vakið talsverða athygli út fyrir landsteinana og ljóst að áfram er fylgst með framgangi málsins. Til að mynda sagði banda­ríski öld­unga­deild­arþingmaður­inn Bernie Sand­ers á Facebook í gær að þjóðin þyrfti að „fylgja for­dæmi bræðra okk­ar og systra á Íslandi og krefjast sömu launa fyr­ir sömu vinnu strax, óháð kyni, upp­runa, kyn­ferði eða þjóðerni.“

Halda áfram að uppræta meinsemdir

„Á sínum tíma kom það mér á óvart hversu mikla athygli þetta vakti,“ segir Þorsteinn spurður hvort athygli erlendra fjölmiðla hafi komið honum á óvart. Hann hefur fengið fjölmargar fyrirspurnir um jafnlaunavottunina og meðal annars boð um að halda fyrirlestur á ráðstefnum í útlöndum. Honum stendur til boða að halda erindi á tveimur ráðstefnum í febrúar en hefur ekki enn tekið afstöðu til þess hvort hann komist í það sökum anna.

„Það er gaman að sjá að Ísland hefur vakið athygli fyrir þetta skref. Eins og við sögðum á sínum tíma þá á þetta að vera metnaðarmál fyrir okkur verandi þjóð sem hefur staðið sig vel í jafnréttismálum að halda áfram að hafa metnað til þess að vera í forystu. Það þýðir auðvitað að við þurfum að ráðast á þessar helstu meinsemdir sem enn eru til staðar. Það er fyrst og fremst kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi sem skiptir langmestu máli,“ segir Þorsteinn.  

Skylt að sýna fram á jöfn laun fyrir sömu vinnu

Jafnlaunavottunin nær til stórs hluta vinnumarkaðarins strax á fyrsta ári og því ætti árangurinn að sjást strax á þessu ári, að sögn Þorsteins. Aðgerðarhópur, stjórnvalda og fulltrúa vinnumarkaðarins um launajafnrétti, er starfandi til að fylgjast með gangi mála. „Það er nýrrar stjórnar að fylgja þessu eftir. Ætli það sé ekki líklegt að þetta verði tekið út á þessu ári eða byrjun næsta árs,“ segir Þorsteinn spurður um eftirfylgni.  

Með jafnlaunavottun er fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um skylt að sýna fram á að þau greiði jöfn laun fyr­ir sömu og jafn­verðmæt störf. Í lög­un­um seg­ir að fyr­ir­tæki eða stofn­un þar sem 25 eða fleiri starfs­menn starfa að jafnaði á árs­grund­velli skal öðlast vott­un að und­an­geng­inni út­tekt vott­un­araðila á jafn­launa­kerfi fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is

Innlent »

Jarðskjálfti norðan við Siglufjörð

01:15 Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 varð norður af Siglufirði nú rétt fyrir klukkan eitt. Skjálftinn mældist á 2,7 kílómetra dýpi rúmlega 20 kílómetra norðnorðvestur af Siglufirði. Meira »

Birta myndskeið af björguninni

00:01 Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur birt myndskeið af björgunaraðgerðum vegna manns sem sat fastur á syllu í Hvannárgili í fimm klukkustundir í gærkvöldi, en nota þurfti sérstakan fjallabjörgunarbúnað. Meira »

„Var það bara sýndarmennska?“

Í gær, 23:06 „Svona röksemdir ganga nú ekki,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann bregst við þeim ummælum Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, í blaði dagsins. Meira »

Víst kjúklingur í kjúklingaálegginu

Í gær, 22:51 Ekkert grísakjöt er í kjúklingaálegginu frá Kjarnafæði, líkt og þau sem treysta í blindni á umbúðir áleggsins kynnu að halda. Þess í stað er aðalinnihaldsefnið einmitt kjúklingur. Meira »

Náttúran verði látin um hvalhræin

Í gær, 22:15 Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir best að láta náttúruna um að hylja grindhvalahræin sem fundust í Löngufjörum í síðustu viku, en talið er að þau hafi verið þar í allt að þrjár vikur. Meira »

„Það er svo auðvelt að gefast upp“

Í gær, 21:45 „Ég hef verið með þetta sund í hausnum í einhver tvö ár. Síðan var gaman að geta gert þetta núna vegna þess að Eyjólfur Jónsson synti sömu leið í júlí árið 1959, fyrir sextíu árum. Þannig að það var skemmtilegt að gera þetta honum til heiðurs.“ Meira »

Enginn í vegi fyrir framkvæmdum — enn

Í gær, 21:05 Framkvæmdir í Ingólfsfirði á Ströndum, við veginn yfir til Ófeigsfjarðar, eru á áætlun. Þetta segir Friðrik Friðriksson, talsmaður VesturVerks, sem leggur veginn. Meira »

Fjallahjólaæði gerir vart við sig á sumrin

Í gær, 20:45 Nóg er um að vera á skíðasvæðunum í sumar, þó að fáa hefði grunað það. Skíðalyftur eru nýttar til fjallahjólreiða á sumrin og hefur það verið gert í 10 ár að sögn Magne Kvam hjólabrautahönnuðar, sem hannaði hjólabrautirnar í Skálafelli. Hann segir íþróttina, sem eitt sinn var álitin jaðarsport, hafa vaxið í vinsældum. Meira »

Sjúkragögn SÁÁ sögð hafa farið á flakk

Í gær, 19:45 Persónuvernd hefur fengið tvær tilkynningar vegna meðferðar gagna sem sögð eru varða innlagnir sjúklinga á Vík, meðferðarheimili SÁÁ. Gögnin eru í fórum Hjalta Þórs Björnssonar, fyrrverandi dagskrárstjóra hjá SÁÁ, en SÁÁ og Hjalta greinir á um hvernig á því stendur að gögnin eru í hans höndum. Meira »

Lækka tolla til að bregðast við skorti

Í gær, 19:35 Ráðgjafarnefnd hefur lagt til að tollar á lambahryggi verði lækkaðir tímabundið í ágúst. Félag atvinnurekenda segir það hafa legið fyrir vikum saman að það stefndi í skort. Meira »

Of fá gjörgæslurými miðað við íbúafjölda

Í gær, 18:40 Heilbrigðisráðherra segir að bréf Reynis Guðmundssonar, sem bíður eftir því að komast í hjartaaðgerð á Landspítalanum, hafi vakið athygli stjórnvalda og það gefi tilefni til að fara ofan í saumanna á málinu. Það sé hins vegar Landspítalans að svara fyrir skipulag starfseminnar. Meira »

Ekki erfið ákvörðun að slökkva á skálanum

Í gær, 18:01 Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, segir að ljósboginn sem myndaðist í álverinu í Straumsvík hafi komið fram inni í lokuðu keri. „Það er mikilvægt að menn átti sig á því. Þetta er annað heldur en ef ljósbogi fer frá keri og eitthvert annað,“ segir Rannveig í samtali við mbl.is. Meira »

Hættulegur farmur fær meira pláss

Í gær, 17:42 Öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallaðan „hot cargo“, á Keflavíkurflugvelli verður stækkað í framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á flugvellinum á vegum Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins. Meira »

Meirihluti andvígur göngugötum allt árið

Í gær, 17:07 Tæplega helmingur rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur er mjög andvígur göngugötum allt árið og 62% eru þeim ýmist mjög eða frekar andvíg, samkvæmt könnun sem Zenter framkvæmdi fyrir Miðborgina okkar í maímánuði. Meira »

„Algjört bull og ábyrgðarleysi“

Í gær, 16:31 Talsmaður hluta landeiganda í Seljanesi í Árneshreppi segist gáttaður á þeirri málsmeðferð sem fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur fengið. Segir hann allt tal um afturkræfni vera markleysu og að verið sé að ákveða næstu skref til að koma í veg fyrir framkvæmdirnar sem hófust í gær. Meira »

Tafir á Reykjanesbraut vegna malbikunar

Í gær, 16:20 Reykjanesbraut, á milli Grænásvegar og Þjóðbrautar í Keflavík, verður malbikuð á morgun milli klukkan 8 og 22. Annarri akreininni verður lokað á meðan og er umferð frá Keflavíkurflugvelli í átt til Reykjavíkur beint um hjáleið gegnum bæinn. Meira »

Gott að kaupa súrál frá sama birgja

Í gær, 16:05 Engin vandamál hafa verið með súrálið sem notað er í álveri Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði en einn af þremur kerskálum álversins í Straumsvík hefur verið stöðvaður vegna óróleika sem skapaðist í kerunum sökum súrálsins sem þar er notað. Meira »

Vill vita hvort hættuástandinu sé lokið

Í gær, 14:25 Aðaltrúnaðarmaður starfsmanna Rio Tinto í Straumsvík hefur óskað eftir yfirlýsingu frá álverinu um stöðu mála vegna lokunar á kerskála þrjú og ljósbogans sem myndaðist þar. Meira »

Elís Poulsen látinn

Í gær, 14:23 Færeyski útvarpsmaðurinn Elís Poulsen er látinn 67 ára að aldri eftir erfið veikindi.  Meira »
Hefur þú áhuga á Strandasýslu?
Vissir þú að Guðlaugur Gíslason frá Steinstúni hefur samið fjórar bækur þar sem ...
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður, en í góðu lagi, Fortjal...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
BÍLALYFTUR
EAE og Jema bílalyftur í úrvali,gæðalyftur á góðu verði. Eigum nokkrar gerðir á ...