Ekki talin hætta á faraldri hér

Mislingar, myndin tengist fréttinni ekki.
Mislingar, myndin tengist fréttinni ekki.

„Við munum ekki sjá faraldra hér, nema eitthvað sérstakt gerist, en við megum alveg búast við að hér komi áfram upp stök tilfelli, á meðan svona mikið er um mislinga í Evrópu og heiminum öllum.“

Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hjá embætti Landlæknis í Morgunblaðinu í dag. Mislingafaraldur geisar nú í Gautaborg í Svíþjóð.

Tólf einstaklingar hafa smitast í faraldrinum en hann er mesti mislingafaraldur sem upp hefur komið í Svíþjóð í mörg ár. Hans varð fyrst vart í byrjun desembermánaðar eftir að óbólusettur einstaklingur leitaði til heilbrigðisstofnunar. Hann reyndist smitaður af mislingum. Athuganir hafa sýnt að allmargir hafa smitast, þar á meðal starfsmaður á Sahlgrenska sjúkrahúsinu. Þar hefur verið beitt einangrun og gripið til ýmissa ráðstafana til að hindra útbreiðslu smitsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert