Þegar vantar sameiginlegt tungumál

Rakel Sigurgeirsdóttir
Rakel Sigurgeirsdóttir mbl.is/​Hari

„Þörfin fyrir svona hjálpartæki er það sem rak mig áfram við að fara út í það að búa til þessi spjöld. Ég hef kennt íslensku sem annað mál nokkuð lengi og þekki þetta því af eigin raun. Ég kenndi lengi við Verkmenntaskólann á Akureyri en hjá Mími símenntun undanfarin sex ár.“

Þetta segir Rakel Sigurgeirsdóttir í Morgunblaðinu í dag, en hún gaf nýlega út námstæki í formi nafnorða- og sagnorðaspjalda með myndum, sem hún kallar Íslenskunámuna.

„Ég veit hversu hamlandi það getur verið þegar kennari og nemendur hafa ekkert sameiginlegt tungumál, þá vantar þetta sem við köllum stundum brúartungumál. Það getur verið snúið að kenna þegar maður hefur ekkert tungumál til að útskýra með. Við notum vissulega oft enskuna til að útskýra, en ekki nærri allir nemendur okkar tala ensku. Þar fyrir utan hafa nemendur mjög misjafnan menntunargrunn, og sumir eru ekki læsir á latneskt stafróf. Þetta var stóra vandamálið sem ég stóð frammi fyrir þegar ég var farin að kenna íslensku sem annað mál einvörðungu, og þá fór ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti mætt þessum nemendum.“

Sjá viðtal við Rakel um þetta efni í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert