Aðalmeðferð í lögbannsmáli Stundarinnar

Lögbann var sett á umfjöllun upp úr gögnum innan úr …
Lögbann var sett á umfjöllun upp úr gögnum innan úr þrotabúi Glitnis þann 16. október síðastliðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag fer fram aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo. ehf. gegn útgáfufélagi Stundarinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Aðalmeðferð hefst kl. 9:15 og stendur yfir til 14:15, samkvæmt dagskrá dómstólsins.

Lögbannskrafa þrotabús Glitnis, sem sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti þann 16. október í fyrra, laut að fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media, sem byggði á gögnum innan úr fallna bankanum.

Verður tekist á um það í dag hvort lögbann á fréttaflutning upp úr gögnunum skuli halda. mbl.is mun fylgjast með gangi mála í réttarsalnum í dag.

Stutt var til alþingiskosninga er sýslumaður staðfesti lögbannskröfuna, en umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media hafði að miklu leyti snúist um viðskipti Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, við Glitni í aðdraganda hruns íslenska fjármálakerfisins haustið 2008.

„Þarna er ekki aðeins vegið að tján­ing­ar­frels­inu, grafið und­an stöðu frjálsra fjöl­miðla og rann­sókn­ar­blaðamennsku, held­ur er verið að beita valdi til að koma í veg fyr­ir að fólk fái upp­lýs­ing­ar sem það á rétt á,“ sagði Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, rit­stjóri Stund­ar­inn­ar, í samtali við mbl.is þann 20. október síðastliðinn.

Fjölmargir fordæmdu lögbannið, til dæmis stjórn Blaðamannafélags Íslands. Í yfirlýsingu félagsins þann 18. október sagði að það væri stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum og enn alvarlegra þegar það væri gert í aðdraganda almennra þingkosninga.

Glitnir HoldCo. ehf. segir frekari fréttaflutning upp úr gögnunum geta …
Glitnir HoldCo. ehf. segir frekari fréttaflutning upp úr gögnunum geta leitt til skaðabótaskyldu fyrir félagið. Friðrik Tryggvason

Alvarlegt að gögn leki út úr fjármálakerfinu

Bjarni Benediktsson var einnig óhress með lögbannið. Í viðtali við mbl.is þann 17. október sagði hann að það kæmi sér illa fyrir sig, þar sem menn gætu farið að spyrja sig spurninga um hvort verið væri að þjóna honum með setningu lögbannsins.

„Ég hef aldrei nokkru sinni, eft­ir öll þessi ár í stjórn­mál­um, eft­ir alla þá umræðu sem hef­ur átt sér stað og all­ar þær frétt­ir sem hafa verið flutt­ar af mér, sem hægt er að telja í hundruðum, látið mér detta í hug að láta skerða tján­ing­ar­frelsi manna eða vega að fjöl­miðlafrels­inu til að fjalla um op­in­ber­ar per­són­ur eins og mig,“ sagði Bjarni.

Hins vegar sagði Bjarni það mjög alvarlegt mál ef gögn hefðu lekið út úr fjármálakerfinu í stórum stíl um fjárhagsmálefni þúsunda Íslendinga.

Forsíða Stundarinnar var svert í mótmælaskyni.
Forsíða Stundarinnar var svert í mótmælaskyni.

Friðhelgi einkalífs og tjáningarfrelsið takast á

Málið var þingfest þann 31. október. Röksemdir Glitnis HoldCo fyrir því að lögbannið verði staðfest eru meðal annars þær að forsvarsmenn fjölmiðlanna hafi lýst því yfir að þeir hafi ekki verið bún­ir að birta all­ar þær frétt­ir upp úr gögn­un­um sem þeir hefðu viljað, þegar lög­bann hafi verið sett á notk­un gagn­anna.

Fé­lagið lít­ur svo að birt­ing frétta upp úr gögn­un­um fari gegn ákvæðum laga um per­sónu­vernd og meðferð per­sónu­upp­lýs­inga. Þá njóti umræddar upplýsingar um viðskipta­vini bank­ans vernd­ar 71. grein­ar stjórn­ar­skrár­inn­ar um friðhelgi einka­lífs í sam­ræmi við 8. grein mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Glitn­ir HoldCo ehf. seg­ir frek­ari birt­ingu gagna geta mögu­lega leitt til skaðabóta­skyldu fé­lags­ins og að úti­lokað hafi verið að tryggja hags­muni félagsins og fyrr­ver­andi og nú­ver­andi viðskipta­manna þess með öðrum hætti en lög­banni.

Sigríður Rut Júlíusdóttir er lögmaður Útgáfufélags Stundarinnar ehf. í málinu.
Sigríður Rut Júlíusdóttir er lögmaður Útgáfufélags Stundarinnar ehf. í málinu. mbl.is/Styrmir

Lög­menn Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media kröfðust sýknu í grein­ar­gerð sinni og sögðu að ljóst væri að lög­bannskraf­an og aðrar kröf­ur í mál­inu væru of víðtæk­ar og brytu enn frem­ur í bága við tján­ing­ar­frels­is­rétt fjöl­miðlanna og fjöl­miðlafrelsi sem varið væri í stjórn­ar­skrá Íslands, mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og lög­um um fjöl­miðla.

Vísuðu lög­menn­irn­ir til þess að óskað hafi verið eft­ir því að lög­bannið næði bæði til birt­ing­ar um­ræddra gagna í heild eða hluta og/​eða upp­lýs­inga úr gögn­un­um eða efn­is­legr­ar um­fjöll­un­ar um þær. Telja fjöl­miðlarn­ir ein­sýnt að hafna hefði átt lög­bann­inu frá upp­hafi og að starfs­um­hverfi sjálf­stæðra fjöl­miðla sé ógnað með til­efn­is­lausri mál­sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert