Síðasti örbóndinn í höfuðborginni

Ólafur Dýrmundsson kann því vel að halda fé, enda gert …
Ólafur Dýrmundsson kann því vel að halda fé, enda gert það í áratugi. Nú eru 11 kindur í fjárhúsinu hans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann var 13 ára þegar hann keypti sína fyrstu kind og fór að halda fé í Reykjavík. Hann hefur verið með fé undanfarin 60 ár og er nú eini sauðfjárbóndinn sem eftir er í Reykjavík, utan Fjárborgar í Hólmsheiði.

Forseti Íslands sæmdi Ólaf Dýrmundsson heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag, fyrir störf á vettvangi íslensks landbúnaðar.

„Það var mikil samstaða meðal sauðfjárbænda í Kópavogi, og sumir voru líka bændur með annan búskap. Gestur í Meltungu var aðalmaðurinn en hann var líka með mjólkurkýr. Einnig voru fjárbú á Vatnsenda, í Fífuhvammi, Smárahvammi, á Gunnarshólma og Geirlandi. Í Reykjavík voru líka sveitabýli með fé, til dæmis Bústaðir, Hólmur, Reynisvatn, Engi, Ártún, Breiðholt og Gufunes. Þorgeir í Gufunesi var þekktari sem hestamaður og var með stórt kúabú, en hann fór að fjölga fénu um 1960 og var langfjárflestur hér á sjöunda áratugnum. Af þeim 60 árum sem ég hef haldið fé á Stór-Reykjavíkursvæðinu var ég í 20 ár með fé í Kópavogi. Ég er eini maðurinn sem í dag er í báðum félögunum,“ segir Ólafur R. Dýrmundsson sem sent hefur frá sér smáritið Sauðfjárbúskapur í Kópavogi, þar sem hann greinir frá þróun sauðfjárræktar í Kópavogi frá því um miðja 20. öld.

Sjá viðtal við Ólaf Dýrmundsson í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »