Framúrskarandi fyrirtæki í Morgunblaðinu

Brynja Baldursdóttir og Sigurður Nordal handsala samkomulagið.
Brynja Baldursdóttir og Sigurður Nordal handsala samkomulagið. mbl.is/RAX

Morgunblaðið og Creditinfo hafa gert með sér samstarfssamning í tengslum við viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki.

Í honum felst meðal annars ítarleg umfjöllun í miðlum Árvakurs um niðurstöður greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum á Íslandi, umfjöllun um valin fyrirtæki og aðrar fróðlegar upplýsingar um íslenskt atvinnulíf og stjórnendur.

Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi, segir að verðlaunin hafa fest sig í sessi í íslensku atvinnulífi en Creditinfo hefur veitt viðurkenninguna um 8 ára skeið. „Undanfarin fjögur ár höfum við átt í góðu samstarfi við Viðskiptablaðið vegna útgáfu sérblaðs þar sem listi Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki er birtur. Það verður spennandi að sjá nýjar áherslur Morgunblaðsins í umfjöllun þess um fyrirtækin á listanum og þann góða árangur sem einkennir framúrskarandi fyrirtæki um allt land,“ segir Brynja í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert