Segir gamaldags karla í samgöngumálum

Gísli Marteinn Baldursson vill frábæra borgarlínu sem verður hagkvæmari og ...
Gísli Marteinn Baldursson vill frábæra borgarlínu sem verður hagkvæmari og þægilegri fyrir alla, líka fyrir þá sem eru á bílum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir sögu samgöngumála í Reykjavík vera fulla af sögum af „ágætum en gamaldags körlum sem reiknuðu út að best væri að leggja fleiri hraðbrautir og setja minna fé í almenningssamgöngur.“

Hann nefnir fimm dæmi þar sem hugmyndir karlanna náðu hins vegar ekki fram að ganga, þökk sé almenningi sem náði að „stöðva vitleysuna“. Gísli Marteinn fjallar um hraðbrautirnar sem aldrei urðu á bloggsíðu sinni.

Tilefnið eru umræður vegna borgarlínu, nýs kerfis al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu, sem umræður hafa sprottið um síðustu daga, meðal annars vegna útreikninga Frosta Sigurjónssonar rekstrarhagfræðings. Samkvæmt úttekt Frosta kost­ar borgarlínan hvert heim­ili á svæðinu 1-2 millj­ón­ir króna.

„Enn á ný eru mættir í umræðuna menn sem telja augljóst að við þurfum að byggja meira fyrir bílana, en alls ekki setja peninginn í almenningssamgöngur,“ skrifar Gísli Marteinn. Hann er þeirrar skoðunar að andstaðan við borgarlínu sé fyrst og fremst menningarleg og hugmyndafræðileg og að hún snúist um ólíka framtíðarsýn á borgina.

Hraðbraut í miðbænum, Fossvogsdal, Laugardal og Breiðholti

Í fyrsta lagi nefnir hann útreikninga þar sem niðurstaðan var að þörf væri á fjögurra akreina hraðbraut niður Túngötu, fram hjá Alþingi og Hótel Borg, yfir Lækjargötu og upp Amtmannsstíg. „Vegna þessara áforma var Amtmannshúsið rifið — stórglæsilegt hús sem stóð efst á Amtmannsstíg, Dillonshús var flutt í burtu en það stóð neðst við Túngötu á horni Suðurgötu, en sem betur fer var ekki byrjað að rífa Hegningarhúsið þegar hætt var við alltsaman,“ skrifar Gísli Marteinn. Hann nefnir einni að aldrei hafi nein önnur hraðbraut komið í staðinn, útreikningarnir hafi einfaldlega verið rangir og aldrei var þörf á framkvæmdinni.

Í öðru lagi nefnir hann Fossvogsbrautina sem hefur reglulega skotið upp kollinum í samgöngumálum og fór inn í aðalskipulag borgarinnar. Gísli Marteinn segir að hugmyndinni um hraðbraut í Fossvogsdalnum hafi verið harðlega mótmælt frá upphafi. „En það var ekki fyrr en valdamiklir menn fluttu inn í stóru einbýlishúsin neðst í Fossvoginum að þeir sjálfir fóru að fá efasemdir um framkvæmdina.“

Í þriðja lagi fer hann yfir tillögu um hraðbraut í Laugardalnum. „Hraðbrautin átti að koma í beinu framhaldi af Dalbrautinni í norðri og sameinast Sunnuvegi við hinn endann. Þetta var talið nauðsynlegt til að bæta umferðarflæðið í borginni. Þetta var samþykkt og umferðarskipulag allt í kring ber þess merki að þarna átti að vera gata,“ skrifar Gísli Marteinn, og fagnar því að brautin hafi aldrei orðið að veruleika.

Í fjórða lagi fjallar hann um hraðbraut í sínu eigin hverfi, Breiðholtinu, fyrir neðan Vesturbergið, sem hann segir enga þörf vera á. „[...] í staðinn eiga Breiðhyltingar þarna frábært útivistarsvæði og það er einni hraðbrautinni færra í borginni.“

Í fimmta og síðasta lagi minnist Gísli Marteinn á hraðbrautina sem átti að fara þvert í gegnum Grjótaþorpið. Rífa hefði þurft stóran hluta svæðisins við framkvæmdina.

Vill frábæra borgarlínu

Líkt og fram kom hefur engin þessara hraðbrauta orðið að veruleika. „Og hvergi kom neitt í staðinn fyrir þær. Það var einfaldlega ekki þörf á þeim,“ skrifar Gísli Marteinn.

Að hans mati borgar það sig að skipuleggja borg með fjölbreytilegum samgöngum, göngu- og hjólastígum. Að ógleymdri „frábærri borgarlínu, þá verður hún hagkvæmari og þægilegri fyrir alla og allir verða fljótari í förum— líka þeir sem eru á bílum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skógarmítill, kvef og kynlíf

18:30 Vefurinn heilsuvera.is er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Vefnum er ætlað að koma á framfæri til almennings áreiðanlegum upplýsingum um heilsu, þroska og áhrifaþætti heilbrigðis, ásamt því að opna aðgengi einstaklinga inn á eigin sjúkraskrá. Meira »

Vill snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna

18:13 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur mælt fyrir þingsályktunartillaga um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti „um mikilvægi íslenskrar tungu og nauðsyn þess að tryggja að tungumálið verði áfram notað á öllum sviðum íslensks samfélags.“ Meira »

Embættisskylda að senda málið áfram

18:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist hafa rætt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, í síma sumarið 2012 og þá hafi talið borist að því að svokallað Samherjamál yrði sett í sáttaferli. Það hefði þá falið í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi og verklagi hjá Samherja. Meira »

Siðareglurnar nái varla yfir mál Ágústs

17:40 „Þessi mál eru að mörgu leyti ólík þó bæði séu alvarleg. Ég held að siðareglur þingsins nái varla yfir hans mál,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, aðspurður hvort hann telji mál Ágústs Ólafs Ágústsonar þess eðlis að siðanefnd Alþingis ætti að taka það fyrir. Meira »

Hlaut 18 mánaða dóm fyrir nauðgun

17:21 Karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag fyrir nauðgun sem átti sér stað í maí í fyrra, er hann var 17 ára gamall. Stúlkan sem hann braut gegn var þá ólögráða og hafði farið með frænku sinni, kærasta hennar og ákærða í skemmtiferð austur í sveitir. Meira »

Flokksskírteini í stað hæfni stjórnenda

16:06 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði í sérstakri umræðu á Alþingi um Íslandspóst að flestum hefði verið komið í opna skjöldu með hversu alvarleg staða fyrirtækisins væri orðin, sem sé sérstaklega alvarlegt vegna þess að það er í eigu ríkisins. Meira »

„Hef verið kurteis hingað til“

15:17 „Ég hef verið kurteis hingað til en nú krefst ég þess að þessari vanvirðingu við þing og þjóð verði hætt og að ég fái svar við þessum réttmætu spurningum mínum,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, undir dagskrárliðnum störf þingsins. Meira »

„Rosalega mikið högg“

14:06 „Þetta er náttúrulega bara hörmulegt, það er bara þannig,“ segir Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við mbl.is um uppsagnir fjölda starfsmanna WOW air sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Flestir brunar á heimilum í desember

13:46 Tölfræði tjóna hjá VÍS sýnir að flestir brunar á heimilum eiga sér stað í desember og þar fast á eftir fylgir janúar. Algengustu brunar á þessum tíma eru vegna kerta og eldavéla og eru nú þegar farnar að koma inn tilkynningar um bruna vegna kertaskreytinga. Meira »

Pólitískum aðstoðarmönnum mun fjölga

13:37 Þingflokksformenn allra flokka leggja til breytingar á ráðningum pólitískra starfsmanna á Alþingi. Ef það er samþykkt mun þingflokkum gert kleift að ráða starfsmenn til aðstoðar þingmönnum sínum. Meira »

Skilorðsbundið fangelsi í skútumáli

13:33 Þjóðverjinn, sem tók skútuna Inook úr höfninni á Ísafirði 14. október, var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann greiðir þá sakarkostnað upp á rúma milljón króna. Meira »

Spurði um hærri laun hjúkrunarfræðinga

12:58 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi. Sérstaklega minntist hann á hjúkrunarfræðinga og sagði hann að kostnaðurinn við að manna stöður þeirra væri mikill. Meira »

Fanney Birna lét af ritstjórastörfum

12:45 Fanney Birna Jónsdóttir lét af störfum sem aðstoðarritstjóri Kjarnans í október, eftir 10 mánaða starf. Hún hefur meðfram þeim störfum stýrt umræðuþættinum Silfrinu aðra hvora helgi á RÚV. Meira »

„Algjörlega óforsvaranlegt“

12:24 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi að hægt sé að rekja mjög viðkvæmar persónuupplýsingar til fólks sem hefur borið vitni í dómsmálum. Dómsmálaráðherra sagði þetta „algjörlega óforsvaranlegt“. Meira »

„Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp“

12:05 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, út í áform ríkisstjórnarinnar um að heimila aflandskrónueigendum að losa eignir sínar að fullu. Meira »

Þrír á sjúkrahús eftir árekstur

12:02 Þrír voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir harðan árekstur á mótum Kalkofnsvegar og Sæbrautar á ellefta tímanum í morgun. Meira »

Samúðarkveðjur til íbúa Strassborgar

11:51 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendi í gær samúðarkveðju til borgarstjórans og íbúa í Strassborg.  Meira »

Málið komið inn á borð VR

11:48 „Við erum komin með málið inn á borð til okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is vegna frétta af fjölda uppsagna hjá flugfélaginu WOW air, en fyrirtækið hefur sagt upp samtals 350 starfsmönnum. Þar af 111 fastráðnum. Meira »

Stærstu uppsagnir í tæp 10 ár

11:46 Uppsagnir starfsfólks í tengslum við WOW air eru þær fjölmennustu sem hafa komið á borð Vinnumálastofnunar í tæp tíu ár, segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Meira »
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...