Segir gamaldags karla í samgöngumálum

Gísli Marteinn Baldursson vill frábæra borgarlínu sem verður hagkvæmari og ...
Gísli Marteinn Baldursson vill frábæra borgarlínu sem verður hagkvæmari og þægilegri fyrir alla, líka fyrir þá sem eru á bílum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir sögu samgöngumála í Reykjavík vera fulla af sögum af „ágætum en gamaldags körlum sem reiknuðu út að best væri að leggja fleiri hraðbrautir og setja minna fé í almenningssamgöngur.“

Hann nefnir fimm dæmi þar sem hugmyndir karlanna náðu hins vegar ekki fram að ganga, þökk sé almenningi sem náði að „stöðva vitleysuna“. Gísli Marteinn fjallar um hraðbrautirnar sem aldrei urðu á bloggsíðu sinni.

Tilefnið eru umræður vegna borgarlínu, nýs kerfis al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu, sem umræður hafa sprottið um síðustu daga, meðal annars vegna útreikninga Frosta Sigurjónssonar rekstrarhagfræðings. Samkvæmt úttekt Frosta kost­ar borgarlínan hvert heim­ili á svæðinu 1-2 millj­ón­ir króna.

„Enn á ný eru mættir í umræðuna menn sem telja augljóst að við þurfum að byggja meira fyrir bílana, en alls ekki setja peninginn í almenningssamgöngur,“ skrifar Gísli Marteinn. Hann er þeirrar skoðunar að andstaðan við borgarlínu sé fyrst og fremst menningarleg og hugmyndafræðileg og að hún snúist um ólíka framtíðarsýn á borgina.

Hraðbraut í miðbænum, Fossvogsdal, Laugardal og Breiðholti

Í fyrsta lagi nefnir hann útreikninga þar sem niðurstaðan var að þörf væri á fjögurra akreina hraðbraut niður Túngötu, fram hjá Alþingi og Hótel Borg, yfir Lækjargötu og upp Amtmannsstíg. „Vegna þessara áforma var Amtmannshúsið rifið — stórglæsilegt hús sem stóð efst á Amtmannsstíg, Dillonshús var flutt í burtu en það stóð neðst við Túngötu á horni Suðurgötu, en sem betur fer var ekki byrjað að rífa Hegningarhúsið þegar hætt var við alltsaman,“ skrifar Gísli Marteinn. Hann nefnir einni að aldrei hafi nein önnur hraðbraut komið í staðinn, útreikningarnir hafi einfaldlega verið rangir og aldrei var þörf á framkvæmdinni.

Í öðru lagi nefnir hann Fossvogsbrautina sem hefur reglulega skotið upp kollinum í samgöngumálum og fór inn í aðalskipulag borgarinnar. Gísli Marteinn segir að hugmyndinni um hraðbraut í Fossvogsdalnum hafi verið harðlega mótmælt frá upphafi. „En það var ekki fyrr en valdamiklir menn fluttu inn í stóru einbýlishúsin neðst í Fossvoginum að þeir sjálfir fóru að fá efasemdir um framkvæmdina.“

Í þriðja lagi fer hann yfir tillögu um hraðbraut í Laugardalnum. „Hraðbrautin átti að koma í beinu framhaldi af Dalbrautinni í norðri og sameinast Sunnuvegi við hinn endann. Þetta var talið nauðsynlegt til að bæta umferðarflæðið í borginni. Þetta var samþykkt og umferðarskipulag allt í kring ber þess merki að þarna átti að vera gata,“ skrifar Gísli Marteinn, og fagnar því að brautin hafi aldrei orðið að veruleika.

Í fjórða lagi fjallar hann um hraðbraut í sínu eigin hverfi, Breiðholtinu, fyrir neðan Vesturbergið, sem hann segir enga þörf vera á. „[...] í staðinn eiga Breiðhyltingar þarna frábært útivistarsvæði og það er einni hraðbrautinni færra í borginni.“

Í fimmta og síðasta lagi minnist Gísli Marteinn á hraðbrautina sem átti að fara þvert í gegnum Grjótaþorpið. Rífa hefði þurft stóran hluta svæðisins við framkvæmdina.

Vill frábæra borgarlínu

Líkt og fram kom hefur engin þessara hraðbrauta orðið að veruleika. „Og hvergi kom neitt í staðinn fyrir þær. Það var einfaldlega ekki þörf á þeim,“ skrifar Gísli Marteinn.

Að hans mati borgar það sig að skipuleggja borg með fjölbreytilegum samgöngum, göngu- og hjólastígum. Að ógleymdri „frábærri borgarlínu, þá verður hún hagkvæmari og þægilegri fyrir alla og allir verða fljótari í förum— líka þeir sem eru á bílum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Leiguverð í Seljahlíð mun hækka mjög mikið

07:57 Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hlutafélags um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar, segir að ekki liggi fyrir hvenær leiguverð þjónustuíbúða í Seljahlíð þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða muni hækka. Meira »

Nokkur dægursveifla í hita

07:47 Veðurstofa Íslands segir að það verði vestlægar áttir á landinu í dag með éljum á stöku stað um landið vestanvert, einkum fyrripart dags. Þurrt og bjart veður fyrir austan. Sólin er að hækka á lofti og því orðin nokkur dægursveifla í hita. Meira »

Engan skúr að fá fyrir karla

07:37 „Það hefur reynst erfitt að finna húsnæði. Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita og því höfum við reynt að þrýsta á bæjaryfirvöld um að útvega okkur húsnæði. Það hefur ekki gengið ennþá þótt þeim lítist vel á þetta verkefni.“ Meira »

Kosningalög óbreytt um sinn

05:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur mikilvægt að þingið hlusti á viðvörunarorð sérfróðra aðila áður en lög um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórnarkosninga verði samþykkt. Meira »

Skattbyrði lægstu launa þyngdist

05:30 Nýir og uppfærðir útreikningar hagdeildar ASÍ á þróun skattbyrði einstaklinga eftir tekjuhópum milli áranna 2016 og 2017 leiðir í ljós að skattbyrði lægstu launa hélt áfram að aukast í fyrra en þessu var öfugt farið hjá tekjuhæsta hópnum. Meira »

Óánægjuframboð í Eyjum?

05:30 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum í vor, segir að það sé erfitt fyrir sig að tjá sig um hvað hafi falist í fundi hóps óánægðra sjálfstæðismanna í Eyjum í fyrrakvöld. Meira »

Deiliskipulag Vesturlandsvegar tilbúið

05:30 Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg er tilbúið og á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt að auglýsa það. Nýtt deiliskipulag er forsenda þess að hægt verði að breikka veginn, eins og hávær krafa hefur verið um. Meira »

Dómstóll um endurupptöku

05:30 Endurupptökudómur kemur í stað endurupptökunefndar, nái nýtt frumvarp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra fram að ganga en frumvarpið lagði hún fram á Alþingi í gær og hyggst mæla fyrir því strax eftir páska. Meira »

Loksins var tekið tilboði í göngubrú

05:30 Vegagerðin hefur ákveðið að taka tilboði Skrauta ehf. í Hafnarfirði í gerð göngubrúar yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell í Reykjavík. Meira »

Arnarlax brást rétt við tjóni

05:30 Matvælastofnun telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir það tjón sem varð í sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði í síðasta mánuði og að viðbrögð hafi verið við hæfi, miðað við aðstæður. Meira »

Flestir hælisleitendur nú frá Írak

05:30 Hælisleitendum frá Makedóníu og Georgíu, löndum sem flestir voru frá sem óskuðu hælis á Íslandi í fyrra og hittifyrra, fækkar. Meira »

Hefur aldrei liðið jafn vel

Í gær, 23:17 „Í desember sagði ég við Gunnlaug: Við getum komist í úrslitin, við getum unnið þetta. Við þurfum bara að vinna og leggja ógeðslega mikið á okkur,“ segir Jóel Ísak Jóelsson úr FG sem vann Gettu betur í kvöld. Meira »

FG vann Gettu betur í fyrsta sinn

Í gær, 21:20 Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur sigrað í spurningakeppninni Gettu betur í fyrsta sinn. Keppnin fór fram í Háskólabíói og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. FG tryggði sér sigur gegn Kvennaskólanumí Reykjavík þegar enn átti eftir að spyrja tveggja spurninga. Meira »

Skýrt að málið njóti yfirburðastuðnings

Í gær, 20:53 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að hópur þingmanna taki sig saman um málþóf til þess að koma í veg fyrir að vilji þingsins fái að koma fram. Umræðu um lækkun kosn­inga­ald­urs til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga niður í 16 ár var í kvöld frestað til 9. apríl. Meira »

Sigurður í gullliði Dana

Í gær, 19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »

Engin afstaða til hönnunarsamkeppni

Í gær, 21:13 „Hlutirnir virka auðvitað ekki þannig að Reykjavíkurborg ákveði hvort og hvernig Kópavogur standi að fjölgun sundlauga í bænum. Það hefði verið eðlilegra að borgin óskaði formlega eftir samvinnu við Kópavogsbæ um hönnunarsamkeppnina,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Meira »

Norðmaður vann tvo milljarða

Í gær, 20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

Innheimtu veggjalds hætt í september

Í gær, 19:40 Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram í dag á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin. Meira »
Sófaborð - antik sófaborð, útskorið og innlagt
Sófaborð antik, útskorið og innlagt í stíl við skápinn, rótarspónn. Verð 50.000 ...
Gömul ritvél óskast Þarf að vera með @
Áttu eina svoleiðis í gömlu dóti? Uppl. á netfanginu hagbokhald@vortex.is....
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage down town Reykjavik. S. 6959434, Alina...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...