Segir gamaldags karla í samgöngumálum

Gísli Marteinn Baldursson vill frábæra borgarlínu sem verður hagkvæmari og ...
Gísli Marteinn Baldursson vill frábæra borgarlínu sem verður hagkvæmari og þægilegri fyrir alla, líka fyrir þá sem eru á bílum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir sögu samgöngumála í Reykjavík vera fulla af sögum af „ágætum en gamaldags körlum sem reiknuðu út að best væri að leggja fleiri hraðbrautir og setja minna fé í almenningssamgöngur.“

Hann nefnir fimm dæmi þar sem hugmyndir karlanna náðu hins vegar ekki fram að ganga, þökk sé almenningi sem náði að „stöðva vitleysuna“. Gísli Marteinn fjallar um hraðbrautirnar sem aldrei urðu á bloggsíðu sinni.

Tilefnið eru umræður vegna borgarlínu, nýs kerfis al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu, sem umræður hafa sprottið um síðustu daga, meðal annars vegna útreikninga Frosta Sigurjónssonar rekstrarhagfræðings. Samkvæmt úttekt Frosta kost­ar borgarlínan hvert heim­ili á svæðinu 1-2 millj­ón­ir króna.

„Enn á ný eru mættir í umræðuna menn sem telja augljóst að við þurfum að byggja meira fyrir bílana, en alls ekki setja peninginn í almenningssamgöngur,“ skrifar Gísli Marteinn. Hann er þeirrar skoðunar að andstaðan við borgarlínu sé fyrst og fremst menningarleg og hugmyndafræðileg og að hún snúist um ólíka framtíðarsýn á borgina.

Hraðbraut í miðbænum, Fossvogsdal, Laugardal og Breiðholti

Í fyrsta lagi nefnir hann útreikninga þar sem niðurstaðan var að þörf væri á fjögurra akreina hraðbraut niður Túngötu, fram hjá Alþingi og Hótel Borg, yfir Lækjargötu og upp Amtmannsstíg. „Vegna þessara áforma var Amtmannshúsið rifið — stórglæsilegt hús sem stóð efst á Amtmannsstíg, Dillonshús var flutt í burtu en það stóð neðst við Túngötu á horni Suðurgötu, en sem betur fer var ekki byrjað að rífa Hegningarhúsið þegar hætt var við alltsaman,“ skrifar Gísli Marteinn. Hann nefnir einni að aldrei hafi nein önnur hraðbraut komið í staðinn, útreikningarnir hafi einfaldlega verið rangir og aldrei var þörf á framkvæmdinni.

Í öðru lagi nefnir hann Fossvogsbrautina sem hefur reglulega skotið upp kollinum í samgöngumálum og fór inn í aðalskipulag borgarinnar. Gísli Marteinn segir að hugmyndinni um hraðbraut í Fossvogsdalnum hafi verið harðlega mótmælt frá upphafi. „En það var ekki fyrr en valdamiklir menn fluttu inn í stóru einbýlishúsin neðst í Fossvoginum að þeir sjálfir fóru að fá efasemdir um framkvæmdina.“

Í þriðja lagi fer hann yfir tillögu um hraðbraut í Laugardalnum. „Hraðbrautin átti að koma í beinu framhaldi af Dalbrautinni í norðri og sameinast Sunnuvegi við hinn endann. Þetta var talið nauðsynlegt til að bæta umferðarflæðið í borginni. Þetta var samþykkt og umferðarskipulag allt í kring ber þess merki að þarna átti að vera gata,“ skrifar Gísli Marteinn, og fagnar því að brautin hafi aldrei orðið að veruleika.

Í fjórða lagi fjallar hann um hraðbraut í sínu eigin hverfi, Breiðholtinu, fyrir neðan Vesturbergið, sem hann segir enga þörf vera á. „[...] í staðinn eiga Breiðhyltingar þarna frábært útivistarsvæði og það er einni hraðbrautinni færra í borginni.“

Í fimmta og síðasta lagi minnist Gísli Marteinn á hraðbrautina sem átti að fara þvert í gegnum Grjótaþorpið. Rífa hefði þurft stóran hluta svæðisins við framkvæmdina.

Vill frábæra borgarlínu

Líkt og fram kom hefur engin þessara hraðbrauta orðið að veruleika. „Og hvergi kom neitt í staðinn fyrir þær. Það var einfaldlega ekki þörf á þeim,“ skrifar Gísli Marteinn.

Að hans mati borgar það sig að skipuleggja borg með fjölbreytilegum samgöngum, göngu- og hjólastígum. Að ógleymdri „frábærri borgarlínu, þá verður hún hagkvæmari og þægilegri fyrir alla og allir verða fljótari í förum— líka þeir sem eru á bílum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Þetta er óskaplega viðkvæmt“

13:45 „Það eru ýmis atriði sem ekki hefur verið hægt að leysa á undanförnum árum og áratugum þannig að ég tel að það sé alveg rétt hjá forsætisráðherra að það þurfi að leggja nýjan grunn að þessu,“ segir forseti ASÍ um stöðu mála varðandi samtöl stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Meira »

Neysluvatn á höfuðborgarsvæði öruggt

13:34 Niðurstaða fundar sem var haldinn í stjórnskipaðri samstarfsnefnd um sóttvarnir í morgun var sú að mengun sem mældist í neysluvatni víða í Reykjavík og á Seltjarnarnesi sé einangrað fyrirbæri í kjölfar mikilla vatnavaxta. Meira »

Huga mætti að sektarheimildum

13:20 Huga mætti að sektarheimildum vegna endurtekinna brota stjórnmálaflokka varðandi fjöldaskilaboð fyrir kosningar.  Meira »

Landspítalinn hættir að sjóða vatn

12:33 Landspítalinn getur hætt að sjóða neysluvatn fyrir sjúklinga sína og starfsfólk. Þetta kom fram á fundi stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir sem var haldinn í morgun. „Niðurstaðan er sú að vatnið er vel drykkjarhæft,“ segir Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýkingavarnardeildar Landspítalans. Meira »

Gætu þurft að loka flugvöllum

12:23 Á næstu þremur árum þarf að taka ákvörðun um hvað menn vilja gera með innanlandsflugkerfið og setja þarf frekari fjármuni í uppbyggingu flugvalla á landsbyggðinni eigi ekki að þurfa að loka völlum og leggja innanlandsflugið niður að einhverju leyti. Meira »

Ölgerðin stöðvar framleiðslu

12:11 Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur stöðvað framleiðslu á drykkjarvörum sínum og mun ekki dreifa vörum sem hafa verið framleiddar síðustu daga. Meira »

Stefnt að birtingu í mánuðinum

11:38 Stefnt er að því að ljúka við skýrslu Seðlabanka Íslands um veitingu þrautavaraláns til Kaupþings haustið 2008 ef hægt verður. Þetta segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, í svari við fyrirspurn frá mbl.is. Meira »

Sóttu erfðamengi löngu látins manns

12:05 Í grein sem birtist í gær í vísindatímaritinu Nature Genetics, er greint frá því hvernig vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru að því að raða saman erfðamengi Hans Jónatans, úr litningabútum 182 afkomenda hans. Meira »

„Leiðinlegt að koma að þessu“

11:28 12.000 nýlega klaktir kjúklingar drápust í eldsvoða á kjúklingabúinu Oddsmýri á Hvalfjarðarströnd í gær. Björn Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri, segir kjúklingana flesta hafa verið dauða vegna elds eða reyks þegar hann kom að húsinu. Meira »

Taka vatnssýni á Seltjarnarnesi

11:23 Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðisins tekur vatnssýni á Seltjarnarnesi og í vatnsbóli í Mosfellsbæ í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi, eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Meira »

Óska eftir vitnum á nýársnótt

11:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að atviki sem átti sér stað á nýársnótt, rétt eftir miðnætti, en svo virðist sem að einstaklingur hafi vísvitandi skotið flugeldum inn í hóp manna sem voru staddir við Hallgrímskirkju. Meira »

Framleiðsla hjá Coca Cola stöðvuð

11:09 Coca Cola á Íslandi stöðvaði framleiðslu sína í gærkvöldi eftir að fregnir bárust af jarðvegsgerlum í neysluvatni í Reykjavík. Fyrirtækið hefur nú fengið staðfest frá Veitum að verksmiðja þess á Stuðlahálsi er fyrir utan sýkta svæðið og því mun framleiðsla hefjast á nýjan leik í dag eða á morgun. Meira »

Hrundi úr lofti Primera-vélar

10:25 Sjónvarpsskjár og plasthleri hrundu úr lofti vélar Primera Air í flugtaki í fyrrakvöld. Vélin, sem var leiguvél, lagði af stað frá Tenerife til Keflavíkur um klukkan sex í gærkvöldi. Tafir voru á flugferðum Primera Air til og frá Tenerife í fyrradag. Meira »

Búið að opna Suðurlandsveg

10:11 Búið er að opna fyrir umferð á Suðurlandsvegi við Hádegismóa þar sem umferðarslys varð í morgun.   Meira »

„Ekki eins óhrædd og ég var“

09:48 Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er komin á svið aftur eftir 13 ára hlé en um helgina var leikritið Efi frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Hún kíkti í Magasínið ásamt leikstjóranum Stefáni Baldurssyni. Söguþráðinn mætti yfirfæra að einhverju leyti á umræðuna á Íslandi í kjölfar MeToo-umræðunnar. Meira »

Guðrún stýrir Framkvæmdasýslu ríkisins

10:13 Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Guðrúnu Ingvarsdóttur í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins. Meira »

Fundur vegna jarðvegsgerla hafinn

10:05 Fundur stjórnskipaðrar samstarfsnefndar um sóttvarnir er hafinn vegna jarðvegsgerla sem hafa fundist í neysluvatni í Reykjavík. Meira »

Þrír fluttir á sjúkrahús

09:36 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Uppboð á skipi
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...