Stjórnvöld gera of lítið til að takmarka losun

66% landsmanna telja íslenska stjórnmálamenn gera of lítið til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. 

Í nýrri rannsókn Gallup á viðhorfi Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála kemur fram að tveir af hverjum þremur svarenda telja íslenska stjórnmálamenn gera of lítið til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og tæplega helmingur aðspurðra telur sig hafa séð eða upplifað afleiðingar loftslagsbreytinga í sveitarfélagi sínu. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á opinni ráðstefnu um umhverfismál sem Gallup heldur ásamt samstarfsaðilum 11. janúar í Norðurljósasal Hörpu, segir í fréttatilkynningu frá Gallup.

Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup, segir í fréttatilkynningu niðurstöðurnar afar athyglisverðar.

„Við sjáum einnig að ríflega helmingur fólks hugsar mikið um hvað það getur gert til að draga úr þeim áhrifum sem það hefur á loftslagið. Þegar skoðað er hvað fólk hefur gert til þess að daga úr þeim áhrifum kemur fram að mikill meirihluti fólks flokkar sorp,“ segir Ólafur ennfremur í fréttatilkynningu.

Nánar um ráðstefnuna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert