Ákveðin lækning fólst í að skrifa söguna

„Meðan á skrifunum stóð opnuðust margar skilningsdyr og ég sá …
„Meðan á skrifunum stóð opnuðust margar skilningsdyr og ég sá betur samhengi hlutanna,“ segir Ásta. mbl.is/Árni Sæberg

Skömmu fyrir síðustu jól kom út bókin Það sem dvelur í þögninni, þar sem Ásta Kristrún Ragnarsdóttir rekur lífshlaup formæðra sinna vítt um landið og út í heim. Í bókinni segir hún frá fjölda ættmenna sinna sem hún byggir á bernskuminningum og frásögnum foreldra sinna, þeirra Jónínu Vigdísar Schram og Ragnars Tómasar Árnasonar.

Sögurnar í bók Ástu, Það sem dvelur í þögninni, ná rúm tvö hundruð ár aftur í tímann en stærsti kaflinn er um föðurforeldra höfundar, Kristrúnu Tómasdóttur og Árna Benediktsson.

– Ég ræddi við rithöfund í haust sem nefndi að eftir því sem við yrðum eldri yrði sterkari sú löngun að vita hvaðan við kæmum, hvað mótaði okkur og hvers vegna við værum eins og við erum. Varð slík löngun til þess að koma þér af stað í verkefninu?

„Það var hluti af því en ekki síður það að ég ólst upp við frekar óvenjuleg skilyrði utan við borgina á hrossabúi, með sagnaglöðum foreldrum. Frásagnir þeirra, sem þau voru óspör, á lituðu uppvöxt minn. Ég er sammála því sem þú segir að áhuginn á því liðna aukist með aldrinum. Ég finn það í kringum mig og hef heyrt það frá mörgum sem lesið hafa bókina mína að hún virkar sem hvati í að leita uppruna. Það sem vakti fyrir mér felst þó í heiti bókarinnar. Annars vegar skrifa ég um merkar formæður sem lítið hefur borið á en ég hef vitað af svo lengi sem ég man. Hins vegar leitast ég við að komast til botns í þeirri þögn sem hjúpaði lífsreynslu föður míns og föður hans. Þögn er oft fjölskyldulæg, nokkuð sem aldrei er rætt um ættmenna á milli en hefur áhrif á okkur einstaklingana.“

Sjá viðtal við Ástu Ragnarsdóttur í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert