Tveir enn á sjúkrahúsi eftir rútuslys

Þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út vegna slyssins og allar …
Þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út vegna slyssins og allar heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi voru settar í viðbragðsstöðu. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir kínverskir ferðamenn liggja enn á Landspítala eftir rútuslysið sem varð við Kirkjubæjarklaustur hinn 27. desember 2017. Annar þeirra á gjörgæslu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítala en alls voru 12 fluttir með þyrlum á sjúkrahús eftir að rúta með 44 farþega fór út af veginum og á hliðina vestan við Kirkjubæjarklaustur. Þetta er stærsta slys hér á landi eftir aldamót í fjölda alvarlega slasaðra talið. Einn rútufarþeganna lét lífið í slysinu.

mbl.is