Innviðir Vestfjarða jafnvel áratugum á eftir

Framkvæmdastjóri og starfandi formaður Landverndar afhentu í dag Þórdísi Kolbrúnu ...
Framkvæmdastjóri og starfandi formaður Landverndar afhentu í dag Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fyrsta eintak skýrslunnar. mbl.is/Hanna

„Ég almennt fagna því að fá fram upplýsingar. Skýrslugerð og almenn upplýsingaöflun og -vinna og þegar sérfræðingar kafa ofan í mál hlýtur almennt að vera af hinu góða. Ég mun bara fara yfir þessa skýrslu og kynna mér efni hennar,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem fyrir hádegi tók við skýrslu úr höndum fulltrúa Landverndar um leiðir til þess að styrkja raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum og bæta raforkuöryggi í fjórðungnum.

Ráðherra segir í samtali við mbl.is að brýnt sé að tryggja samkeppnishæfni fjórðungsins með bættu raforkuöryggi og að innviðir ákveðinna svæða á Vestfjörðum séu jafnvel áratugum á eftir öðrum svæðum landsins hvað þróun innviða varðar.

Landvernd leitaði til kanadíska ráðgjafafyrirtækisins METSCO Energy Soluti­ons um vinnslu skýrslunnar, sem er á ensku. Á meðal niðurstaðna skýrsluhöfunda er það að tífalda megiraf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum með því að setja hluta Vest­ur­línu og fleiri lín­ur á sunn­an­verðum Vest­fjörðum í jörð. Hins veg­ar ger­i virkj­un Hvalár ekk­ert til að bæta raf­orku­ör­yggið þar.

Þórdís Kolbrún segir að tækniþróun í jarðstrengjalögnum sé hröð. „Kostnaðurinn er auðvitað töluvert mikið meiri, ég er ekki búin að lesa þetta en þau hjá Landvernd sögðu að það væri eitthvað komið inn á það, það verður áhugavert að sjá hversu mikið, því það er auðvitað einn þáttur í þessu.“

Hún segir að í ráðuneytinu sé verið að vinna að þingsályktun um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Það hafi verið sent til umsagnar í sumar og hafi nú borist til baka, með umsögnum, sem ráðuneytið muni vinna úr.

Í drögum að þingsályktuninni, sem finna má á vefsíðu stjórnarráðsins, eru sett fram markmið um heildarhlutfall jarðstrengja í landshluta- og meginflutningskerfi raforku á 11 kílóvolta spennustigi eða hærra fyrir árin 2020, 2025 og 2035. Markmiðið fyrir 2020 er þar 50% af lengd raflína, 65% árið 2025 og 80% árið 2035.

Ráðherrann segir að þessa dagana séu málefni fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar ekki á sínu borði. 

„Hún er auðvitað mikið í umræðunni en málið er áfram bara í ferli. Sveitarfélögin eru að vinna það og þá eru auðvitað eftir fleiri leyfi og annað slíkt, en það er ekkert sem snýr að þessu ráðuneyti hvað það varðar,“ segir Þórdís Kolbrún.

Hún bætir því við að henni þyki sjálfsagt að fólk ræði um kosti og galla allra framkvæmda, en Hvalárvirkjun sé í nýtingarflokki rammáætlunar, öðrum áfanga, sem afgreiddur hefur verið af þinginu.

Tryggja þarf raforkuöryggi Vestfjarða

Almennt séð segir Þórdís Kolbrún að nauðsynlegt sé að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Það sé nauðsynlegt til að tryggja samkeppnishæfni fjórðungsins.

„Ég hef verið mjög skýr með það að það er ekki hægt að segja við landsvæði að við viljum jöfn tækifæri fyrir alla og að við viljum byggð úti um allt land þegar að innviðir, eins og raforkuöryggi, samgöngur og annað, eru jafnvel áratugum á eftir á ákveðnum svæðum,“ segir Þórdís Kolbrún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónsson, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á Sósíalistaþingi í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitastjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar / annarlegs ástands. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austan storm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víðar um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Sundföt
...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...