Innviðir Vestfjarða jafnvel áratugum á eftir

Framkvæmdastjóri og starfandi formaður Landverndar afhentu í dag Þórdísi Kolbrúnu ...
Framkvæmdastjóri og starfandi formaður Landverndar afhentu í dag Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fyrsta eintak skýrslunnar. mbl.is/Hanna

„Ég almennt fagna því að fá fram upplýsingar. Skýrslugerð og almenn upplýsingaöflun og -vinna og þegar sérfræðingar kafa ofan í mál hlýtur almennt að vera af hinu góða. Ég mun bara fara yfir þessa skýrslu og kynna mér efni hennar,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem fyrir hádegi tók við skýrslu úr höndum fulltrúa Landverndar um leiðir til þess að styrkja raforkuflutningskerfið á Vestfjörðum og bæta raforkuöryggi í fjórðungnum.

Ráðherra segir í samtali við mbl.is að brýnt sé að tryggja samkeppnishæfni fjórðungsins með bættu raforkuöryggi og að innviðir ákveðinna svæða á Vestfjörðum séu jafnvel áratugum á eftir öðrum svæðum landsins hvað þróun innviða varðar.

Landvernd leitaði til kanadíska ráðgjafafyrirtækisins METSCO Energy Soluti­ons um vinnslu skýrslunnar, sem er á ensku. Á meðal niðurstaðna skýrsluhöfunda er það að tífalda megiraf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum með því að setja hluta Vest­ur­línu og fleiri lín­ur á sunn­an­verðum Vest­fjörðum í jörð. Hins veg­ar ger­i virkj­un Hvalár ekk­ert til að bæta raf­orku­ör­yggið þar.

Þórdís Kolbrún segir að tækniþróun í jarðstrengjalögnum sé hröð. „Kostnaðurinn er auðvitað töluvert mikið meiri, ég er ekki búin að lesa þetta en þau hjá Landvernd sögðu að það væri eitthvað komið inn á það, það verður áhugavert að sjá hversu mikið, því það er auðvitað einn þáttur í þessu.“

Hún segir að í ráðuneytinu sé verið að vinna að þingsályktun um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Það hafi verið sent til umsagnar í sumar og hafi nú borist til baka, með umsögnum, sem ráðuneytið muni vinna úr.

Í drögum að þingsályktuninni, sem finna má á vefsíðu stjórnarráðsins, eru sett fram markmið um heildarhlutfall jarðstrengja í landshluta- og meginflutningskerfi raforku á 11 kílóvolta spennustigi eða hærra fyrir árin 2020, 2025 og 2035. Markmiðið fyrir 2020 er þar 50% af lengd raflína, 65% árið 2025 og 80% árið 2035.

Ráðherrann segir að þessa dagana séu málefni fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar ekki á sínu borði. 

„Hún er auðvitað mikið í umræðunni en málið er áfram bara í ferli. Sveitarfélögin eru að vinna það og þá eru auðvitað eftir fleiri leyfi og annað slíkt, en það er ekkert sem snýr að þessu ráðuneyti hvað það varðar,“ segir Þórdís Kolbrún.

Hún bætir því við að henni þyki sjálfsagt að fólk ræði um kosti og galla allra framkvæmda, en Hvalárvirkjun sé í nýtingarflokki rammáætlunar, öðrum áfanga, sem afgreiddur hefur verið af þinginu.

Tryggja þarf raforkuöryggi Vestfjarða

Almennt séð segir Þórdís Kolbrún að nauðsynlegt sé að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Það sé nauðsynlegt til að tryggja samkeppnishæfni fjórðungsins.

„Ég hef verið mjög skýr með það að það er ekki hægt að segja við landsvæði að við viljum jöfn tækifæri fyrir alla og að við viljum byggð úti um allt land þegar að innviðir, eins og raforkuöryggi, samgöngur og annað, eru jafnvel áratugum á eftir á ákveðnum svæðum,“ segir Þórdís Kolbrún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »

Mikil samstaða með ljósmæðrum

21:05 Mikil samstaða var meðal fólks sem safnaðist saman á Austurvelli í dag til þess að vekja athygli á slæmri stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu ljósmæðra. Nokkur hundruð manns mættu á svæðið. Meira »

Kjærsgaard ávarpar Alþingi

20:56 Forseti danska þingsins, Pia Kjærsgaard, mun flytja ávarp á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á morgun. Kjærsgaard er fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins og stofnandi flokksins en flokkurinn hefur rekið harða stefnu í málefnum innflytjenda. Meira »

„Það er frost!“

20:01 Bóndinn Unnsteinn Hermannsson í Dalabyggð, rétt austan við Búðardal, birti síðastliðna nótt myndskeið þar sem sjá má hvar hann er við slátt á bænum Svarfhóli í Laxárdal í frosti. Meira »

Ammoníakleki í húsnæði Hvals

19:41 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna ammoníakleka í húsnæði Hvals hf. í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang ásamt bíl sem er sérstaklega útbúinn til þess að eiga við eiturefnaleka, segir Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Funda með MAST um heyútflutning

19:34 Fulltrúar Matvælastofnunar funduðu með fulltrúum norskra yfirvalda í gær í þeim tilgangi að skoða fýsileika þess að flutt verði hey frá Íslandi til Noregs. Þetta segir framkvæmdastjóri markaðsstofu MAST. Útflutningnum er ætlað að mæta fóðurskorti sem orðið hefur í Noregi vegna mikilla þurrka. Meira »

738 leituðu sér aðstoðar vegna áverka eftir hund

18:59 Samtals 738 einstaklingar leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsum og heilsugæslum hér á landi á fimm ára tímabili frá 2013 til 2017 vegna áverka eftir hund. Að meðaltali gera það 147 skipti á ári. Fæst voru þau árið 2015 eða 123 talsins, en flest árið 2014 þegar tilvikin voru 163. Meira »

„Við erum að tala um fæðandi konur“

18:33 „Ástandið hefur verið erfitt, alveg frá mánaðamótum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti en næsti fundur í kjaradeilunni er eftir sex daga. Meira »

Isavia ósammála niðurstöðunni

18:29 „Isavia vill taka það fram að farið verður að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og gjaldtöku hætt strax í dag.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en fyrr í dag úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að Isa­via ohf. skyldi tíma­bundið hætta gjald­töku á ytri rútu­stæðum (fjar­stæðum) við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar meðan Sam­keppnis­eft­ir­litið skoðar kæru Gray Line. Meira »

Eini sumardagurinn í bili

18:19 Veður hefur verið með besta móti á höfuðborgarsvæðinu í dag og nýttu ferðamenn jafnt sem Íslendingar langþráð blíðviðrið til þess að spóka sig í miðborginni. Veðurfar hefur ekki verið upp á marga fiska og hefur grámi og væta sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið í sumar. Meira »

„Algjört virðingarleysi við konur“

17:36 „Mér finnst þetta algjört virðingarleysi við konur yfir höfuð. Þetta endar ekki vel ef þetta heldur svona áfram. Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir í samtali við mbl.is. Meira »

Komu heim á tryggingunni

17:34 Ferðaskrifstofa Austurlands fór í rekstrarstöðvun í apríl, en á sama tíma var hópur á vegum fyrirtækisins staddur í Alicante á Spáni. Virkja þurfti lögbundnar tryggingar Ferðamálastofu til þess að koma hluta hópsins heim til Íslands. Meira »

Fyllast von þegar sólin lætur sjá sig

17:06 Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa margir orðið varir við auknar vegaframkvæmdir á síðustu tveimur sólarhringum, svo sem í Ártúnsbrekku. Fyrirsvarsmenn malbikunarfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafa beðið óþreyjufullir að undanförnu eftir þurru og hlýju veðri svo unnt sé að klára þau stóru verk sem hafa hrannast upp í vætutíðinni. Meira »

Kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir

15:53 Áætlaður heildarlaunakostnaður ríkisins vegna aðstoðarmanna ráðherra og ríkisstjórnar er 427 milljónir á þessu ári, en ráðherrar og ríkisstjórnin eru með samtals 22 aðstoðarmenn. Meira »

Sólböð og ísát í veðurblíðunni

15:41 Víða er veðurblíða á landinu í dag en samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hæstu hitatölurnar að finna á Suðurlandi. Hitinn fór mest upp í 17,1 stig á Básum í Goðalandi. „Hér er alveg bongó,“ segir Freyja Ingadóttir, skálavörður í Básum, í samtali við mbl.is. Meira »

Meðalflutningstími sjúklinga 111 mínútur

15:35 Meðalflutningstími sjúklinga sem fóru með sjúkraflugi á síðasta ári var 111 mínútur, en þá er horft til heildarflutnings frá því þar sem sjúklingur er sóttur og fluttur í flug, svo með flugi og að lokum frá flugvelli að sjúkrastofnun. Lengri tími fór í að flytja sjúklinga að flugvél en flugið sjálft. Meira »

Mótmælin hafin á Austurvelli

15:23 Mótmælafundur er hafinn á Austurvelli þar sem nokkur hundruð eru saman komin til þess að vekja athygli ríkisstjórnarinnar á slæmri stöðu í kjaradeilu ljósmæðra. Meira »

Vilja fagna fullveldinu með nýjum frídegi

15:05 Undirbúningur hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum á morgun, vegna 100 ára fullveldis landsins, var efni þingfundar dagsins. Þingmenn lýstu yfir þakklæti vegna fullveldisins og þá sagði Miðflokkurinn að fagna ætti afmælisárinu með því að gera 1. desember, fullveldisdaginn, að almennum frídegi. Meira »

Rútufyrirtækin fagna í kvöld

14:10 „Við erum afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu en hún er alveg í takt við það sem við áttum von á,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður rútufyrirtækisins Gray Line. Hann segir ljóst að Gray Line og önnur rútufyrirtæki muni fagna í kvöld. Meira »
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Citroen C8 2006 Tilboð
Þessi er einstaklega vel með farinn og alla tíð vel viðhaldið. Þetta er frábær 7...