Viðar Guðjohnsen í leiðtogakjörið

Viðar Guðjohnsen.
Viðar Guðjohnsen. Skjáskot af xd.is

Viðar Guðjohnsen, leigusali og athafnamaður, gefur kost á sér í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fram kemur í fréttatilkynningu að hann vilji gefa flokksmönnum færi á að kjósa sterkan og stefnufastan leiðtoga með skýrar áherslur. 

Viðar telur að opinber gjöld, skattar og regluverk séu farin að hamla nýbyggingu íbúðarhúsnæðis. „Mikilvægt er að taka til í þeirri óreiðu sem einkennir Reykjavíkurborg í dag. Fjármálin eru í ólestri á sama tíma og núverandi meirihluti eys fjármunum í gæluverkefni sem eru ekki til þess fallin að leysa þau miklu vandamál sem steðja að borginni. Nauðsynlegt er að bjóða upp á valkost sem er tilbúinn að taka til í rekstrinum og skera niður í því óhófi sem hefur verið stundað síðustu ár.“

Viðar telur að núverandi meirihluti hafi of lengi ausið miklu fjármagni í yfirbyggingu, nefndir og gæluverkefni „sem betur færu í grunnstoðir borgarinnar eða í hendur harðduglegra skattgreiðenda sem núverandi meirihluti vill reyna að mjólka um hverja krónu í gæluverkefni sín“. Þá séu samgöngumál borgarinnar einnig í algjörum ólestri. Viðar vill að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sama stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert