Völd og ábyrgð fara ekki saman

Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Þegar menn eru komnir niður á þetta plan er það í besta falli ekki trúverðugt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, í samtali við mbl.is spurður út í þau ummæli Jakobs Möllers, formanns dómnefndar, vegna skipunar fjögurra héraðsdómara, að hann teldi ráðherrann ekki hafa ritað bréf sem hann sendi dómsmálaráðherra og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem vinnubrögð dómnefndarinnar eru gagnrýnd og bent á það sem betur megi fara þegar komi að skipun dómara.

Guðlaugur segir engan þurfa að velkjast í vafa um það hver hafi ritað umrætt bréf. „Það fer ekkert bréf með minni undirskrift án þess að ég ákveði hvað sé í því. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ég starfa þannig, hvort sem það er sem utanríkisráðherra, settur dómsmálaráðherra eða ef ég væri í öðrum embættum, að ég leita að sjálfsögðu til bestu sérfræðinga sem völ er á á hverjum tíma.“ Einkennilegt sé að reynt sé að gera þetta að aðalatriði málsins í stað þeirra athugasemda sem fram komi í bréfinu.

Sérstakt að gögnum sé haldið frá ráðherra

„Það sem ég vonast til að verði rætt, ekki aðeins í fjölmiðlum heldur einnig á Alþingi og ég rita bréfið til dómsmálaráðherra til þess að vekja athygli á því, er það sem ég tel vera annmarkana á þessu ferli og sem snýr að umræddum lögum. Ég fer nákvæmlega yfir þá staðreynd að ég fæ ekki í hendur fullnægjandi upplýsingar til þess að ég get lagt mat á vinnu nefndarinnar í samræmi við lögin.“

Þannig sé ekki ljóst hvert vægi einstakra umsækjenda hafi verið innbyrðis út frá þeim upplýsingum sem veittar hafi verið af dómnefndinni. Sama sé að segja um vægi viðtala og hvernig umsækjendur hafi staðið sig í þeim. Upplýsingar um heildstætt mat nefndarinnar liggi heldur ekki enn fyrir og hann hafi ekki verið upplýstur um það. Síðan sé mjög sérstakt að hægt sé að halda frá ráðherra skorblaðinu sem dómnefndin hafi notað til þess að grófflokka umsækjendur en nefndin hefur neitað að afhenda það.

Sporna þurfi gegn hugsanlegri klíkumyndun

„Ég nefni þarna fjögur atriði sem ég tel að þurfi að skoða sérstaklega. Það er í fyrsta lagi þessi tveggja vikna frestur sem ráðherra fær til þess að leggja mat á tillögu nefndarinnar og ákveða hvort fallast eigi á hana eða ekki. Ef ekki þarf rannsókn ráðherra að fara fram innan þess tíma. Þessi tími er alltof skammur. Í öðru lagi tel ég að það eigi að taka af öll tvímæli um skyldu nefndarinnar til þess að upplýsa ráðherrann. Og í þriðja lagi þá tel ég ekki gott að það sé meginregla að dómnefndin eigi að leggja til einn tiltekinn einstakling í hvert embætti. Síðan í fjórða lagi tel ég að opna eigi nefndina og fá nefndarmenn víðar að til þess að sporna gegn einsleitni og hugsanlegri klíkumyndun í vali dómara.“

Stóra einstaka málið sé hins vegar það að raunveruleg völd og ábyrgð fari ekki saman eins og fyrirkomulagið sé í dag. Erfitt sé að sjá að slíkt fyrirkomulag sé í samræmi við grunnviðmið stjórnskipunarinnar í ljósi 14. greinar stjórnarskrárinnar um ráðherraábyrgð. Vísar hann þar til þess að ráðherra beri ábyrgð á skipun dómara en ekki dómnefndin.

mbl.is

Innlent »

Rannsóknarlögregla ríkisins snúi aftur

16:46 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, lagði það til á Alþingi að embætti rannsóknarlögreglu ríkisins verði endurreist en það var lagt niður árið 1997 þegar embætti ríkislögreglustjóra var stofnað. Meira »

Tók konu hálstaki í bifreið

16:40 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir líkamsárásir með því að hafa 3. janúar 2017 veist með ofbeldi að konu. Annars vegar með því að taka hana hálstaki í kyrrstæðri bifreið, þar sem hún sat í ökumannssæti hennar en hann í aftursætinu, og hins vegar með því að kasta poka með tveimur vínflöskum úr gleri í konuna. Meira »

Umframkostnaður bragga óvenjulegt frávik

16:40 „Þessi frávik eru mjög óvenjuleg,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík sem hefur farið langt fram úr kostnaðaráætlun, eða um 257 milljónir. Framkvæmdirnar hafa kostað 415 milljónir en verkefninu var úthlutað 158 milljónir. Meira »

Landsmenn vilja strangari flugeldareglur

16:39 Meirihluti landsmanna vill strangari reglur um notkun á flugeldum og fjórðungur vill banna almenna notkun þeirra með öllu. Hæsta klukkustundargildi fíns svifryks um síðustu áramót mældist µg/m3 í Dalsmára í Kópavogi, sem talið er vera Evrópumet í mengun. Meira »

Minntist á málþing um dánaraðstoð

16:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi um dánaraðstoð á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins.  Meira »

Forgangsraða á bráðamóttöku vegna álags

16:11 Vegna mikils fjölda sjúklinga sem hafa leitað til Landspítalans, einkum bráðamóttöku, er sjúklingum nú forgangsraðað eftir bráðleika á bráðamóttöku spítalans. Meira »

Aldrei vör við óþarfa eyðslu

15:58 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segist aldrei hafa orðið vör við óþarfa eyðslu af hálfu þingsins í störfum sínum í Norðurlandaráði en hún er formaður Íslandsdeildar ráðsins og hefur einnig átt sæti í utanríkismálanefnd í fimm ár. Meira »

Leyfi frá störfum vegna gatnaframkvæmda

15:52 Forseti sveitarstjórnar Norðurþings og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örlygur Hnefill Örlygsson, hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá sveitarstjórn út október vegna gatnaframkvæmda við hótel sem hann rekur í sveitarfélaginu og hafa tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir. Segir hann hótelið hafa orðið fyrir fjárhagstjóni af þeim sökum. Meira »

„Ekkert jákvætt við heræfingar“

15:31 Steinunn Þóra Árnadóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmenn Vinstri grænna, gagnrýndu bæði á Alþingi þær heræfingar sem eru fyrirhugaðar hér á landi í október og nóvember. Meira »

Lífið verið einn rússíbani síðan

15:12 Fyrsti vinningur Lottósins síðasta laugardagskvöld féll í skaut ungra foreldra tveggja barna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að hafa komið börnunum sínum í svefn á föstudagskvöldið fór eiginmaðurinn út en konan kom sér fyrir með tölvuna og fór að vafra um netið. Meira »

Yngsti kærði einstaklingur 4 ára

15:10 Fjöldi grunaðra fyrir hegningarlagabrot árið 2017 voru 4.124 einstaklingar, eða 9% fleiri en meðalfjöldi grunaðra árin 2014 til 2016. Bæði árin 2016 og 2017 voru karlar rétt tæp 80 prósent grunaðra og er það sambærilegt við fyrri ár, þó að árið 2015 hafi hlutfallið verið aðeins lægra eða 77 prósent. Meira »

Fleiri vilja stöðugt verðlag

15:08 Fleiri eru hlynntir en andvígir kjarasamningum þar sem lögð er meiri áhersla á stöðugt verðlag en launahækkanir, að því er fram kemur í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins. Þar segir að helmingur svarenda sé hlynntur kjarasamningum þar sem meiri áhersla sé lögð á stöðugt verðlag og minni áhersla á launahækkanir. Meira »

Áfram í haldi fyrir meint brot gegn börnum

14:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um gróft kynferðisbrot sem getur varðað allt að 16 ára fangelsi hefur verið framlengt til 3. október. Meira »

Rýrt innlegg í kjaraviðræður

14:13 Miðstjórn ASÍ segir að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gefi ekki tilefni til mikillar bjartsýni í þeim kjaraviðræðum sem í hönd fara, þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda í samskiptum við verkalýðshreyfinguna um aukna áherslu á félagslegan stöðugleika. Meira »

„Getum ekki valið að mæta stundum“

13:43 „Þarna er um reglubundna þátttöku okkar að ræða í þessu norræna samstarfi. Við erum með litlar sendinefndir og fámennan hóp, 7 manns af 87, þannig að Ísland er ekki mjög stórt í þessu. Við bara mönnum að lágmarki það sem við tökum þátt í,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Meira »

Kirkjufellið varasamt

13:17 Mikill viðbúnaður var við Kirkjufellið í gær vegna björgunar þar sem ferðamaður féll í fjallinu og lést. Í ferðaþættinum Úti var farið með Baltasar Kormáki upp á Kirkjufell og mátti þar sjá óhugnanlegar og erfiðar aðstæður. Róbert Marshall ritstjóri Úti fór fyrir leiðangrinum í vetur. Meira »

Bendir á tengsl Fréttablaðsins og VSV

13:09 Stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og sömuleiðis varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Brims. Meira »

Deilt um bótakröfu hjúkrunarfræðings

12:00 Deilt var um það við aðalmeðferð á skaðabótamáli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings gegn íslenska ríkinu fyrir Landsrétti í morgun hvort hún hafi sjálf stuðlað að því að ákæra var gefin út á hendur henni um manndráp af gáleysi. Meira »

„Röð af klaufaskap og mistökum“

11:57 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, segir ferlið frá því að skóflu­stunga að bygg­ing­unni sem hýs­ir já­eindaskann­ann var tek­in í janú­ar árið 2016 og þar til hann var tekinn í notkun í síðustu viku vera röð af klaufaskap og mistökum. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eftir cirka 6-7 vikur ) annars 3290.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...
Masters (50+) námskeið í bogfimi.með þjálfara
Námskeiðið er á mánudögum og miðvikudögum 18:30-20:00 Haust önn Júlí til Desemb...