Völd og ábyrgð fara ekki saman

Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Þegar menn eru komnir niður á þetta plan er það í besta falli ekki trúverðugt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, í samtali við mbl.is spurður út í þau ummæli Jakobs Möllers, formanns dómnefndar, vegna skipunar fjögurra héraðsdómara, að hann teldi ráðherrann ekki hafa ritað bréf sem hann sendi dómsmálaráðherra og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem vinnubrögð dómnefndarinnar eru gagnrýnd og bent á það sem betur megi fara þegar komi að skipun dómara.

Guðlaugur segir engan þurfa að velkjast í vafa um það hver hafi ritað umrætt bréf. „Það fer ekkert bréf með minni undirskrift án þess að ég ákveði hvað sé í því. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ég starfa þannig, hvort sem það er sem utanríkisráðherra, settur dómsmálaráðherra eða ef ég væri í öðrum embættum, að ég leita að sjálfsögðu til bestu sérfræðinga sem völ er á á hverjum tíma.“ Einkennilegt sé að reynt sé að gera þetta að aðalatriði málsins í stað þeirra athugasemda sem fram komi í bréfinu.

Sérstakt að gögnum sé haldið frá ráðherra

„Það sem ég vonast til að verði rætt, ekki aðeins í fjölmiðlum heldur einnig á Alþingi og ég rita bréfið til dómsmálaráðherra til þess að vekja athygli á því, er það sem ég tel vera annmarkana á þessu ferli og sem snýr að umræddum lögum. Ég fer nákvæmlega yfir þá staðreynd að ég fæ ekki í hendur fullnægjandi upplýsingar til þess að ég get lagt mat á vinnu nefndarinnar í samræmi við lögin.“

Þannig sé ekki ljóst hvert vægi einstakra umsækjenda hafi verið innbyrðis út frá þeim upplýsingum sem veittar hafi verið af dómnefndinni. Sama sé að segja um vægi viðtala og hvernig umsækjendur hafi staðið sig í þeim. Upplýsingar um heildstætt mat nefndarinnar liggi heldur ekki enn fyrir og hann hafi ekki verið upplýstur um það. Síðan sé mjög sérstakt að hægt sé að halda frá ráðherra skorblaðinu sem dómnefndin hafi notað til þess að grófflokka umsækjendur en nefndin hefur neitað að afhenda það.

Sporna þurfi gegn hugsanlegri klíkumyndun

„Ég nefni þarna fjögur atriði sem ég tel að þurfi að skoða sérstaklega. Það er í fyrsta lagi þessi tveggja vikna frestur sem ráðherra fær til þess að leggja mat á tillögu nefndarinnar og ákveða hvort fallast eigi á hana eða ekki. Ef ekki þarf rannsókn ráðherra að fara fram innan þess tíma. Þessi tími er alltof skammur. Í öðru lagi tel ég að það eigi að taka af öll tvímæli um skyldu nefndarinnar til þess að upplýsa ráðherrann. Og í þriðja lagi þá tel ég ekki gott að það sé meginregla að dómnefndin eigi að leggja til einn tiltekinn einstakling í hvert embætti. Síðan í fjórða lagi tel ég að opna eigi nefndina og fá nefndarmenn víðar að til þess að sporna gegn einsleitni og hugsanlegri klíkumyndun í vali dómara.“

Stóra einstaka málið sé hins vegar það að raunveruleg völd og ábyrgð fari ekki saman eins og fyrirkomulagið sé í dag. Erfitt sé að sjá að slíkt fyrirkomulag sé í samræmi við grunnviðmið stjórnskipunarinnar í ljósi 14. greinar stjórnarskrárinnar um ráðherraábyrgð. Vísar hann þar til þess að ráðherra beri ábyrgð á skipun dómara en ekki dómnefndin.

mbl.is

Innlent »

Sala á gulum vestum hefur tekið kipp

07:37 Sala á gulum vestum í verslun Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi hefur tekið kipp, segir Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fagsölusviðs Húsasmiðjunnar. Meira »

Fer langleiðina í 50 metra á sekúndu

06:56 Spáð er miklu hvassviðri í dag og undir kvöld verður kominn austanstormur eða -rok allra syðst á landinu og gætu hviður farið langleiðina upp undir 50 m/s á þeim slóðum. Annars staðar verður þetta meira 15-23 og hviður að 35-40 m/s samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Nýtt netaverkstæði rís í Neskaupstað

06:00 Framkvæmdir standa yfir við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað. Er áætlað að það verði tilbúið í mars á næsta ári. Nýja verkstæðið verður mun stærra en það gamla og mun tilkoma þess leiða til algjörrar byltingar í starfsemi og þjónustumöguleikum Fjarðanets á Austurlandi. Þetta segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets. Meira »

Vara við grunsamlegum mannaferðum

05:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra varar fólk við grunsamlegum mannaferðum í þéttbýli sem dreifbýli en tilkynnt var um tvö innbrot á Akureyri um helgina og nokkuð um tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða við sveitarbæ í umdæminu. Meira »

Ferðaþjónusta í nýtt útboð

05:30 Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku var lagt fram erindi frá sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað var eftir heimild bæjarráðs til að mega leysa Efstahól ehf. undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra ásamt erindi Efstahóls vegna málsins. Meira »

Styðja við fjölmiðla

05:30 Samning frumvarps um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er langt komin og er stefnt að því að kynna frumvarpsdrögin í Samráðsgáttinni í janúar, að sögn Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Meira »

Ríkið mun ekki bæta miklu við

05:30 „Á næstu árum mun fólki á eftirlaunum fjölga meira en fólki á vinnumarkaði. Kostnaður ríkissjóðs vegna aldurstengdra sjúkdóma og þjónustu við aldraða mun að öllum líkindum aukast. Þeir sem hætta að vinna geta því ekki búist við að hið opinbera bæti miklu við eftirlaunin.“ Meira »

Heklugosin hafi fyrirvara

05:30 Fjölgun nákvæmra mælitækja við Heklu á að gera jarðvísindamönnum kleift að sjá óróleika í eldstöðinni fyrir með lengri fyrirvara en áður hefur verið mögulegt. Meira »

Alþingi setur áfram lögin

05:30 „Af minni hálfu stendur ekki til að styðja mál sem felur í sér framsal, hvorki á auðlindum né á meiri háttar ákvarðanatöku um lagaumgjörð fyrir okkur. Hins vegar er því haldið fram að málið mögulega standist ekki stjórnarskrá. Þetta eru atriði sem við viljum fara vandlega yfir. Meira »

Bára í skýrslutöku í héraðsdómi

05:30 Bára Halldórsdóttir, sem sagst hefur standa á bak við upptöku af ósæmilegu framferði þingmanna á barnum Klaustri, hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan korter yfir þrjú. Meira »

Viðbrögðin jafn vitlaus og ummælin

Í gær, 22:18 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir lítinn hóp vinstri manna virðast telja sig dómara um hvað sé siðferðilega rétt og virðist þar taka undir með pistli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birtir á vef sínum í dag. Meira »

„Allt að því vitlaust veður“ á morgun

Í gær, 21:52 „Það hvessir jafnt og þétt eftir því sem líður á morgundaginn. Eftir kl. 17–18 þá verður þetta orðið helvíti slæmt undir Eyjafjöllunum og allra syðst á landinu en þetta gengur nokkuð hratt yfir þannig að um tíu annað kvöld er strax farið að draga stórlega úr þessu allra syðst,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Snjóleysi hefur áhrif á sölu jólatrjáa

Í gær, 20:30 Sala á jólatrjám gengur nokkuð vel þrátt fyrir að landsmenn séu margir hverjir ekki enn komnir í jólaskap sökum snjóleysis og almennra leiðinda þegar kemur að veðri. Normannsþinur og íslensk fura í stærðinni 1,5 – 2 metrar eru vinsælustu tegundirnar. Forseti Íslands keypti sér danskt jólatré. Meira »

Gefa geitur, skólastofur og smokka

Í gær, 19:45 Um árabil hefur verið hægt að styrkja góð málefni um hátíðirnar með gjafabréfum. Sífellt bætist í flóruna og verkefnin sem hægt er að styrkja eru mörg. Salan er mikilvæg fjáröflun fyrir samtök og stofnanir á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, UNICEF á Íslandi og UNWomen. Meira »

Hálkan lúmsk á Norðurlandi

Í gær, 18:50 „Þetta er ekki að fólk sé illa búið eða glæfraakstur sem veldur. Þetta er aðallega hversu lúmsk hálkan er,“ segir Hilmar Hilmarsson, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is. Fimm umferðaróhöpp hafa átt sér stað í umdæminu um helgina og er aðallega um bílveltur að ræða. Engin alvarleg slys hafa orðið á fólki. Meira »

Eiga rétt á að velja hvar þeir búa

Í gær, 18:30 Það er klárt brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að þvinga einstakling til búsetu einhvers staðar, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. RÚV greindi í gær frá karlmanni með alvarlegan geðsjúkdóm sem var komið fyrir á sveitabæ á Austurlandi því ekki voru önnur úrræði í boði. Meira »

„Milljón væri stórsigur“

Í gær, 18:00 Söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði sem fer fram með vikulöngum róðri í verslun Under Armour í Kringlunni gengur gríðarlega vel og upphaflega markmiðinu hefur þegar verið náð. Talið er að ríflega sex hundruð þúsund krónur hafi safnast nú þegar og mórallinn er góður. Meira »

„Það er tundurdufl – skipið er að sökkva!“

Í gær, 17:02 Þrír hildarleikir á þremur árum eru umfjöllunarefni nýjustu bókar Óttars Sveinssonar. Með góðfúslegu leyfi Óttars er hér stuttlega gripið niður í einn þeirra atburða sem greint er frá. Meira »

Ekki áður í svo stórum verkefnum

Í gær, 16:02 Reykjavíkurborg og íslenska ríkið eru formlega búin að sækja um að fá að halda 33. verðlaunahátíð evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...
Vetrardekk
Til sölu 4 stk vetrardekk,hálfslitin.205/55R16.. Verð kr 12000...Sími 8986048.....
Múrverk
Múrverk...