Völd og ábyrgð fara ekki saman

Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Þegar menn eru komnir niður á þetta plan er það í besta falli ekki trúverðugt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, í samtali við mbl.is spurður út í þau ummæli Jakobs Möllers, formanns dómnefndar, vegna skipunar fjögurra héraðsdómara, að hann teldi ráðherrann ekki hafa ritað bréf sem hann sendi dómsmálaráðherra og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem vinnubrögð dómnefndarinnar eru gagnrýnd og bent á það sem betur megi fara þegar komi að skipun dómara.

Guðlaugur segir engan þurfa að velkjast í vafa um það hver hafi ritað umrætt bréf. „Það fer ekkert bréf með minni undirskrift án þess að ég ákveði hvað sé í því. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ég starfa þannig, hvort sem það er sem utanríkisráðherra, settur dómsmálaráðherra eða ef ég væri í öðrum embættum, að ég leita að sjálfsögðu til bestu sérfræðinga sem völ er á á hverjum tíma.“ Einkennilegt sé að reynt sé að gera þetta að aðalatriði málsins í stað þeirra athugasemda sem fram komi í bréfinu.

Sérstakt að gögnum sé haldið frá ráðherra

„Það sem ég vonast til að verði rætt, ekki aðeins í fjölmiðlum heldur einnig á Alþingi og ég rita bréfið til dómsmálaráðherra til þess að vekja athygli á því, er það sem ég tel vera annmarkana á þessu ferli og sem snýr að umræddum lögum. Ég fer nákvæmlega yfir þá staðreynd að ég fæ ekki í hendur fullnægjandi upplýsingar til þess að ég get lagt mat á vinnu nefndarinnar í samræmi við lögin.“

Þannig sé ekki ljóst hvert vægi einstakra umsækjenda hafi verið innbyrðis út frá þeim upplýsingum sem veittar hafi verið af dómnefndinni. Sama sé að segja um vægi viðtala og hvernig umsækjendur hafi staðið sig í þeim. Upplýsingar um heildstætt mat nefndarinnar liggi heldur ekki enn fyrir og hann hafi ekki verið upplýstur um það. Síðan sé mjög sérstakt að hægt sé að halda frá ráðherra skorblaðinu sem dómnefndin hafi notað til þess að grófflokka umsækjendur en nefndin hefur neitað að afhenda það.

Sporna þurfi gegn hugsanlegri klíkumyndun

„Ég nefni þarna fjögur atriði sem ég tel að þurfi að skoða sérstaklega. Það er í fyrsta lagi þessi tveggja vikna frestur sem ráðherra fær til þess að leggja mat á tillögu nefndarinnar og ákveða hvort fallast eigi á hana eða ekki. Ef ekki þarf rannsókn ráðherra að fara fram innan þess tíma. Þessi tími er alltof skammur. Í öðru lagi tel ég að það eigi að taka af öll tvímæli um skyldu nefndarinnar til þess að upplýsa ráðherrann. Og í þriðja lagi þá tel ég ekki gott að það sé meginregla að dómnefndin eigi að leggja til einn tiltekinn einstakling í hvert embætti. Síðan í fjórða lagi tel ég að opna eigi nefndina og fá nefndarmenn víðar að til þess að sporna gegn einsleitni og hugsanlegri klíkumyndun í vali dómara.“

Stóra einstaka málið sé hins vegar það að raunveruleg völd og ábyrgð fari ekki saman eins og fyrirkomulagið sé í dag. Erfitt sé að sjá að slíkt fyrirkomulag sé í samræmi við grunnviðmið stjórnskipunarinnar í ljósi 14. greinar stjórnarskrárinnar um ráðherraábyrgð. Vísar hann þar til þess að ráðherra beri ábyrgð á skipun dómara en ekki dómnefndin.

mbl.is

Innlent »

Leiguverð í Seljahlíð mun hækka mjög mikið

07:57 Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hlutafélags um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar, segir að ekki liggi fyrir hvenær leiguverð þjónustuíbúða í Seljahlíð þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða muni hækka. Meira »

Nokkur dægursveifla í hita

07:47 Veðurstofa Íslands segir að það verði vestlægar áttir á landinu í dag með éljum á stöku stað um landið vestanvert, einkum fyrripart dags. Þurrt og bjart veður fyrir austan. Sólin er að hækka á lofti og því orðin nokkur dægursveifla í hita. Meira »

Engan skúr að fá fyrir karla

07:37 „Það hefur reynst erfitt að finna húsnæði. Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita og því höfum við reynt að þrýsta á bæjaryfirvöld um að útvega okkur húsnæði. Það hefur ekki gengið ennþá þótt þeim lítist vel á þetta verkefni.“ Meira »

Kosningalög óbreytt um sinn

05:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur mikilvægt að þingið hlusti á viðvörunarorð sérfróðra aðila áður en lög um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórnarkosninga verði samþykkt. Meira »

Skattbyrði lægstu launa þyngdist

05:30 Nýir og uppfærðir útreikningar hagdeildar ASÍ á þróun skattbyrði einstaklinga eftir tekjuhópum milli áranna 2016 og 2017 leiðir í ljós að skattbyrði lægstu launa hélt áfram að aukast í fyrra en þessu var öfugt farið hjá tekjuhæsta hópnum. Meira »

Óánægjuframboð í Eyjum?

05:30 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum í vor, segir að það sé erfitt fyrir sig að tjá sig um hvað hafi falist í fundi hóps óánægðra sjálfstæðismanna í Eyjum í fyrrakvöld. Meira »

Deiliskipulag Vesturlandsvegar tilbúið

05:30 Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg er tilbúið og á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt að auglýsa það. Nýtt deiliskipulag er forsenda þess að hægt verði að breikka veginn, eins og hávær krafa hefur verið um. Meira »

Dómstóll um endurupptöku

05:30 Endurupptökudómur kemur í stað endurupptökunefndar, nái nýtt frumvarp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra fram að ganga en frumvarpið lagði hún fram á Alþingi í gær og hyggst mæla fyrir því strax eftir páska. Meira »

Loksins var tekið tilboði í göngubrú

05:30 Vegagerðin hefur ákveðið að taka tilboði Skrauta ehf. í Hafnarfirði í gerð göngubrúar yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell í Reykjavík. Meira »

Arnarlax brást rétt við tjóni

05:30 Matvælastofnun telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir það tjón sem varð í sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði í síðasta mánuði og að viðbrögð hafi verið við hæfi, miðað við aðstæður. Meira »

Flestir hælisleitendur nú frá Írak

05:30 Hælisleitendum frá Makedóníu og Georgíu, löndum sem flestir voru frá sem óskuðu hælis á Íslandi í fyrra og hittifyrra, fækkar. Meira »

Hefur aldrei liðið jafn vel

Í gær, 23:17 „Í desember sagði ég við Gunnlaug: Við getum komist í úrslitin, við getum unnið þetta. Við þurfum bara að vinna og leggja ógeðslega mikið á okkur,“ segir Jóel Ísak Jóelsson úr FG sem vann Gettu betur í kvöld. Meira »

FG vann Gettu betur í fyrsta sinn

Í gær, 21:20 Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur sigrað í spurningakeppninni Gettu betur í fyrsta sinn. Keppnin fór fram í Háskólabíói og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. FG tryggði sér sigur gegn Kvennaskólanumí Reykjavík þegar enn átti eftir að spyrja tveggja spurninga. Meira »

Skýrt að málið njóti yfirburðastuðnings

Í gær, 20:53 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að hópur þingmanna taki sig saman um málþóf til þess að koma í veg fyrir að vilji þingsins fái að koma fram. Umræðu um lækkun kosn­inga­ald­urs til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga niður í 16 ár var í kvöld frestað til 9. apríl. Meira »

Sigurður í gullliði Dana

Í gær, 19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »

Engin afstaða til hönnunarsamkeppni

Í gær, 21:13 „Hlutirnir virka auðvitað ekki þannig að Reykjavíkurborg ákveði hvort og hvernig Kópavogur standi að fjölgun sundlauga í bænum. Það hefði verið eðlilegra að borgin óskaði formlega eftir samvinnu við Kópavogsbæ um hönnunarsamkeppnina,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Meira »

Norðmaður vann tvo milljarða

Í gær, 20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

Innheimtu veggjalds hætt í september

Í gær, 19:40 Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram í dag á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin. Meira »
Stúdíóíbúð
Litil stúdíóíbúð í kjallara nálægt miðbæ fyrir einstakling. Sameiginlegt bað, þv...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 2/4, 30/4, 28/5, 25/6; 23/7, 3/9, 1/...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
 
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...