Yngstu kjósendurnir taka við sér

Framhaldsskólanemar í Fjölbrautarskólanum í Ármúla hlýða á þingframbjóðendur.
Framhaldsskólanemar í Fjölbrautarskólanum í Ármúla hlýða á þingframbjóðendur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrátt fyrir að kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi hafi verið mun minni en eldri kjósenda á umliðnum árum og farið minnkandi með tíð og tíma, sýna tölur úr kosningum á allra seinustu árum að kjörsókn yngstu aldurshópanna hefur farið vaxandi.

Þannig var t.d. kjörsókn í yngstu hópunum nokkru meiri í þingkosningunum 2016 en hún var í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og greining Hagstofu Íslands á alþingiskosningunum 28. október síðastliðinn leiðir í ljós að kosningaþátttaka ungra kjósenda jókst frá árinu á undan. Kosningaþátttaka jókst í öllum aldurshópum en mest hjá yngstu kjósendunum, 18-19 ára, úr 68,7% árið 2016 í 75,2% í kosningunum sl. haust, eða um 9,5%, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Í greinargerð með frumvarpi 14 þingmanna úr öllum flokkum á Alþingi um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna úr 18 í 16 ár kemur fram að margir hafi verulegar áhyggjur af dvínandi kosningaþátttöku ungs fólks. Sýnt hafi verið fram á að þeir sem nýta sér kosningaréttinn þegar þeir eru ungir séu líklegri til þess að gera það alla ævi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert