Fræðslustarf innan HSÍ tekið til skoðunar

Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að sambandið muni bregðast ...
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að sambandið muni bregðast við kyn­bundnu of­beldi og mis­rétti innan greinarinnar með því að endurskoða fræðslustarf HSÍ. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands (HSÍ), er meðvitaður um hvers efnis frásagnir kvenna í íþróttum eru sem birtar voru í dag en hefur sjálfur ekki komist í að lesa þær. Umræða um yfirlýsingu kvenna í íþróttum, áður en hún var birt, hefur átt sér stað innan HSÍ að sögn Guðmundar, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig bregðast eigi við yfirlýsingunni og frásögnunum.

„Við þurfum að ræða allar framkvæmdir hjá okkur og fara yfir ferlana hjá félögunum um að hlutirnir séu í lagi,“ segir Guðmundur í sambandi við mbl.is.

Að minnsta kosti níu af frásögnunum 62 tengjast handbolta. Þar á meðal er frásögn 18 ára handboltakonu sem var nauðgað af handboltamanni árið 2016. „Þessi ein­stak­ling­ur er og hef­ur verið í yngri landsliðum upp sinn fer­il og núna er hann í af­reks­hópi A-landsliðsins (sem hann var líka þegar þetta gerðist),“ seg­ir í frá­sögn ­konunnar sem hef­ur einnig verið í yngri landsliðum.

Guðmundur hefur ekki heyrt af þessu tiltekna tilviki áður en segir að sambandið muni kynna sér það nánar. „Við munum að sjálfsögðu fara yfir það en það er samt svolítið erfitt að taka út svona eitt ef þetta er ekki tilgreint tilvik. Þetta er bara almennt séð og slæmt af því að það liggja þá náttúrulega allir undir grun. Við förum ekki beint í að rannsaka svona mál en ef viðkomandi þarfnast aðstoðar þá erum við boðin og búin að koma inn í það.“

Hlutverk HSÍ að skapa umræðu

Hann segir hlutverk HSÍ í þessu samhengi sé fyrst og fremst að skapa umræðu um kyn­bundið of­beldi og mis­rétti inn­an handknattleikshreyfingarinnar. „Og hvernig eigi að nálgast þetta og hvernig þjálfarar eiga að nálgast hlutina. Við þurfum líka að hafa í huga að í íþróttum er nándin mikil og það er miklu meira um snertingu og annað slíkt. En auðvitað verða menn að passa sig að það sé innan eðlilegra marka sem öll samskipti eiga sér stað, og innan marka hvers og eins,“ segir Guðmundur.  

Hann hyggst nýta tímann í fyrramálið til að lesa frásagnirnar og kynna sér málin betur þegar hann flýgur til Króatíu til að fylgjast með karlalandsliðinu í handbolta sem hefur leik á Evrópumótinu í handbolta á morgun.

„Ég set mig inn í málið og tek það ábyggilega til umræðu innan okkar raða um hvernig við getum brugðist við í okkar fræðslustarfi. Síðan einstök atvik ef eitthvað slíkt er, en við förum varlega í það, það þarf að einangra tilvikin til að geta tekið á því.“

mbl.is

Innlent »

Skýrt að málið njóti yfirburðastuðnings

Í gær, 20:53 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að hópur þingmanna taki sig saman um málþóf til þess að koma í veg fyrir að vilji þingsins fái að koma fram. Umræðu um lækkun kosn­inga­ald­urs til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga niður í 16 ár var í kvöld frestað til 9. apríl. Meira »

Norðmaður vann tvo milljarða

Í gær, 20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

Sigurður í gullliði Dana

Í gær, 19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »

Innheimtu veggjalds hætt í september

Í gær, 19:40 Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram í dag á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin. Meira »

Umræðu um kosningaaldur frestað fram í apríl

Í gær, 19:32 Umræðu á Alþingi um hvort lækka eigi kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga niður í 16 ár hefur verið frestað til 9. apríl. Meira »

Læknafélagið telur þróunina varasama

Í gær, 19:26 Læknafélag Íslands (LÍ) hefur lýst yfir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni.  Meira »

Sakar bílstjóra um ofbeldi

Í gær, 19:09 Farþegi ferðaþjónustu fatlaðra, Lilja Ragnhildur Oddsdóttir, segir bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra hafa beitt hana ofbeldi er hún var farþegi í bifreið hans. Meira »

„Katastrófa“ ef verktakalæknar hætta

Í gær, 19:18 Svokallaðir verktakalæknar frá greitt á bilinu 150 til 175 þúsund krónur á dag fyrir störf sín hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fer það eftir menntun læknisins hversu há laun hann fær. Meira »

Björt óhress með heilbrigðisnefndir

Í gær, 18:58 Björt Ólafsdóttir segir það vera mikil vonbrigði að heilbrigðiseftirlitið geri það ómögulegt fyrir veitingahúsarekendur að leyfa hunda eða ketti inni á sínum stöðum, en reglugerð sem hún innleiddi í fyrra átti að gera þeim það kleift. Meira »

Fjölbreytnin gerir hvern dag spennandi

Í gær, 18:37 Steinunn Eik Egilsdóttir er Skagastelpa í húð og hár, sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eftir að hafa lokið grunnnámi í arkitektúr við LHÍ, uppgerð gamalla húsa í Reykjavík og skrásetningu eyðibýla í íslenskum sveitum, lá leið hennar í framhaldsnám í arkitektúr í Oxford í Englandi. Meira »

Þrennt í varðhaldi vegna kókaíns

Í gær, 18:20 Tveir karlar og ein kona voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innflutningi á um 600 grömmum af kókaíni. Meira »

Þarf að hækka laun til að auka nýliðun

Í gær, 18:00 „Laun leikskólakennara þurfa og eiga að vera hærri ef takast á að auka nýliðun. Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í skriflegu svari til mbl.is, spurður um laun starfsstéttarinnar. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Í gær, 17:50 Héraðsdóm­ur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri, Þórð Juhasz, í fjögurra ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðgað stúlku árið 2016. Hann hef­ur einnig verið dæmd­ur til að greiða henni 1,6 milljónir króna í bætur. Komst hann í samband við stúlkuna í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Meira »

HÚ-inu hefur ekki verið hafnað

Í gær, 17:05 Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur ekki enn verið sótt um skráningu á vörumerkinu HÚ! Skráningu þess hefur því ekki verið hafnað. Orðið er hluti af samnefndri teikningu Hugleiks Dagssonar sem prentuð hefur verið á boli frá árinu 2016 og þeir seldir í vefversluninni Dagsson.com. Meira »

Vélinni snúið við eftir flugtak

Í gær, 16:57 Flugvél WOW air á leið frá París til Keflavíkur þurfti að snúa aftur til lendingar eftir að hafa tekið á loft vegna viðvörunar um opinn hlera eða hurð. Meira »

Icelandair sýknað í héraðsdómi

Í gær, 17:34 Icelandair hefur verið sýknað af kröfu konu um bætur og vangoldin laun upp á rúmar tvær milljónir króna vegna þess að hún fékk ekki starf hjá flugfélaginu sem flugliði vegna þess að hún er flogaveik. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

Í gær, 17:02 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Svæði á Skógaheiði lokað

Í gær, 16:54 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokunar svæðis á Skógaheiði vegna aurbleytu frá og með morgundeginum, 24. mars.  Meira »
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon
Video upptökuvél Glæný og ónotuð Canon EOS C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-le...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraram... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísala...
Vordagar
...
 
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...