Framsókn stillir upp í borginni

mbl.is/Styrmir Kári

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hyggst stilla upp framboðslista vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Þetta var samþykkt á kjördæmisþingi sem fram fór í gærkvöldi að sögn Jóns Inga Gíslasonar, formanns kjördæmisráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík.

Tillaga uppstillingarnefndar verður lögð fyrir kjördæmisþing 22. febrúar til samþykktar eða synjunar. Þar geta framsóknarmenn í Reykjavík einnig gert tillögur að breytingum á listanum. Auglýst verður eftir áhugasömu fólki sem er reiðubúið að gefa kost á sér.

Spurður hvort aftur verði boðið fram undir merkjum Framsóknar og flugvallarvina segir Jón Ingi allt slíkt verða ákveðið á kjördæmisþinginu í febrúar. Hins vegar sé vörumerki Framsóknar það sterkt, eins og rúm aldarsaga sýni, að engin þörf sé að hans áliti á að skreyta það frekar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert