Nýr miðill með gamalt nafn

Mynd/Fréttatíminn

Fréttatíminn er nýr fréttamiðill á netinu sem hefur hafið göngu sína á vefslóðinni frettatiminn.is. Nafnið er það sama og var á vikublaði sem kom út um árabil en hætti rekstri á síðasta ári. Vikublaðið hélt einnig úti fréttasíðu undir sama léni.

Félagið G. Hermannsson ehf. rekur Fréttatímann en félagið er að fullu í eigu Guðlaugs Hermannssonar sem jafnframt er fyrirsvars- og ábyrgðarmaður miðilsins.

Fram kemur á vef fjölmiðlanefndar að ritstjórnarstefna hans sé: „Almennar fréttir og afþreyingarefni, eins og tíðkast hjá öðrum vefmiðlum á internetinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert