Aðkoman að eldinum var rosaleg

Eld­ur kom upp í loftræsti­búnaði Hell­is­heiðar­virkj­un­ar laust fyr­ir há­degi í …
Eld­ur kom upp í loftræsti­búnaði Hell­is­heiðar­virkj­un­ar laust fyr­ir há­degi í dag. mbl.is/Hanna

Aðkoma slökkviliðs að eldinum í Hellisheiðarvirkjun í dag var rosaleg. Þetta segir Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við mbl.is. „Eins og er lítur út fyrir að við séum með stjórn á þessu.“

Passa að eldur taki sig ekki upp aftur

Haukur segir í raun enn unnið að slökkvistarfi, þótt búið sé að slökkva mestu logana. „Við fylgjumst með svona eldum í marga klukkutíma. Við verðum hér í alla nótt,“ segir Haukur og útskýrir að passa þurfi að eldurinn nái ekki að taka sig upp aftur.

„Í rauninni er það ekki fyrr en við yfirgefum vettvang og afhendum hann lögreglu sem við segjumst vera búin að slökkva.“ Hann bætir við að engar eldtungur séu sjáanlegur en þó geti leynst hiti á milli í klæðningum.

„Þetta er náttúrlega stórt og mikið hús og þótt þetta hafi verið á afmörkuðu svæði er mikið af loftstokkum og öðru sem þarf að fylgjast með.“

Mikill viðbúnaður á vettvangi.
Mikill viðbúnaður á vettvangi. mbl.is/Hanna

80-90 manns unnu að slökkvistarfi

Að sögn hefur slökkvistarf gengið mjög vel. Tilkynnt var um eldinn í kringum hálfellefu og er Haukur ánægður með viðbragðstíma slökkviliðs. Hann segir 80-90 manns hafa unnið að slökkvistörfum þegar mest lét og á tímabili hafi a.m.k. fimm slökkvibílar verið á vettvangi.

Þá hafi stór vatnstanksbíll, reykköfunargámur og mannskaparbílar, sem ferjuðu menn og búnað fram og til baka, einnig verið til taks. „Þarna ertu náttúrlega með helling af reykköfunartækjum. Það er heilmikið umstang í kringum svona.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert