Enginn „hvellur“ en frekar leiðinlegt veður

Það fer að snjóa á sunnanverðu landinu aðfaranótt sunnudags.
Það fer að snjóa á sunnanverðu landinu aðfaranótt sunnudags. mbl.is/Eggert

„Það er smá hamagangur í þessu núna,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Áður hafði verið send viðvörun vegna mik­ill­ar rign­ing­ar sunn­an- og suðaust­an­lands með hlý­ind­um fram á kvöldið.

Á Aust­fjörðum og Suðaust­ur­landi er viðvör­un­in app­el­sínu­gul en á Aust­ur­landi að Glett­ingi er viðvör­un­in gul en Þorsteinn segir að það muni hætta að rigna upp úr miðnætti. 

„Annað kvöld kemur annað veðurkerfi inn. Það verður rigning, slydda eða jafnvel snjókoma víða á sunnanverðu landinu,“ segir Þorsteinn. Ekki er von á öðrum „hvelli“ á höfuðborgarsvæðinu eins og í gær og á þriðjudag þó að veður gæti orðið nokkuð leiðinlegt aðfaranótt sunnudags.

„Það gæti snjóað í höfuðborginni um tíma annað kvöld. Á sunnudagsmorgun verður komin suðvestanátt og éljagangur og við gætum séð nokkra sentímetra af snjó í borginni.

Frá og með sunnudegi verður frost á öllu landinu og norðanátt og kuldi í kortunum fyrir næstu viku.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert