Hálkuslys voru víða á höfuðborgarsvæðinu: Yfir 70 manns fóru á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa

Yfir 70 manns fóru á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa
Yfir 70 manns fóru á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Yfir 70 manns höfðu leitað til bráðamóttökunnar á Landspítalanum um miðjan dag í gær vegna hálkuslysa.

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, segir að um hafi verið að ræða bæði lítil og stærri slys. „Í þessari tölu eru alvarleg brot sem kröfðust aðgerða, s.s. ökklabrot og mjaðmabrot,“ segir Jón í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn Jóns Halldórs Jónassonar, upplýsingafulltrúa hjá Reykjavíkurborg, ræsti vaktmaður út allan tiltækan mannskap til að hefja söltun og söndun á stofnleiðum í borginni í gærnótt. Spurður um mikla hálku hjá skólum í borginni segir hann að skólarnir hafi aðgang að salti og sandi til að dreifa um sitt nærumhverfi. „Við dreifum salti og sandi til skólanna og stofnana. Þannig að þar eru úrræði til staðar og fólk getur kastað á helstu gönguleiðir,“ segir Jón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert