Virkjunin skipti sköpum fyrir raforkuöryggi

VesturVerk á Ísafirði segir fullyrðingar Landverndar um áhrif Hvalárvirkjunar rangar.
VesturVerk á Ísafirði segir fullyrðingar Landverndar um áhrif Hvalárvirkjunar rangar. mbl.is/Golli

VesturVerk ehf. á Ísafirði, sem undirbýr gerð Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum, segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að Hvalárvirkjun og ný flutningsmannvirki tengd henni muni skipta sköpum fyrir raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Forsvarsmenn VesturVerks segja það rangt sem kemur fram í fréttatilkynningu Landverndar um skýrslu kanadíska ráðgjafarfyrirtækisins METSCO, að Hvalárvirkjun geri ekkert til að auka raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Í yfirlýsingu VesturVerks segir að aukin orkuframleiðsla á svæðinu sé forsenda fyrir auknu raforkuöryggi í fjórðungnum og undir það taki Landsnet, Orkubú Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga fyrir hönd vestfirskra sveitarfélaga.

Þá segir að skýrsla METSCO leggi eingöngu mat á raforkuöryggi út frá tveimur ólíkum kostum í flutningi á raforku; loftlínum eða jarðstrengjum. Ekkert mat sé lagt á virkjanakosti á Vestfjörðum eða fyrirætlanir VesturVerks um flutning raforku frá Hvalárvirkjun, né hvernig virkjunin muni tengjast flutningskerfi Landsnets.

Skýrslan fjalli ekki um áhrif Hvalárvirkjunar

Í raun sé Hvalárvirkjun einungis nefnd í einni málsgrein í inngangi skýrslunnar og þar setji höfundur fram þá skoðun sína að með loftlínum muni Hvalárvirkjun litlu bæta við raforkuöryggi svæðisins.

„Þessi skoðun er ekki frekar rökstudd og ekkert efnislegt mat lagt á getu Hvalárvirkjunar til að tryggja raforku til Vestfirðinga,“ segir í yfirlýsingunni.

Í skýrslu METSCO kemur fram að skýrsluhöfundar séu á þeirri skoðun að Hvalárvirkjun muni hafa tiltölulega lítil áhrif á afhendingaröryggi á raforku á Vestfjörðum, þar sem aðalógnin við afhendingaröryggi séu loftlínutengingar, sem séu viðkvæmar fyrir veðri og vindum. Beinskeyttari nálgun til þess að auka áreiðanleika raforkuflutnings sé að skipta út loftlínum fyrir jarðstrengi. Með því megi minnka rafmagnsleysi vegna storma og ísingar tífalt.

Landsnet hefur bent á að það sé óraunhæft að leggja nema lítinn hluta raflína á Vestfjörðum í jörð, vegna tæknilegra hindrana.

Í yfirlýsingu VesturVerks segir að Hvalárvirkjun verði tengd með jarðstreng yfir Ófeigsfjarðarheiði yfir í tengimannvirki við Ísafjarðardjúp.

„Meðal valkosta er að flytja orkuna þaðan með sæstreng yfir Ísafjarðardjúp og leggur Fjórðungssamband Vestfirðinga áherslu á þá leið. Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa gert þá kröfu að Vestfirðir verði hringtengdir í gegnum nýjan afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi með tengingu til Kollafjarðar og til Ísafjarðar. Sú sviðsmynd er ekki skoðuð í skýrslunni,“ segir ennfremur.

Í skýrslu METSCO er kostnaður við lagningu tæplega 200 kílómetra rafstrengs í jörðu áætlaður um 20 milljarðar króna. VesturVerk bendir á að engar nýjar tekjur muni hljótast af þeirri aðgerð einni og sér. Því sé vandséð að sá kostnaður verði greiddur af öðrum en hinu opinbera.

mbl.is

Innlent »

Máli vegna kreditkortasvika vísað aftur í hérað

19:10 Hæstiréttur hefur vísað máli pars, sem var svik­ið um 1,4 millj­ón­ir króna á Teneri­fe árið 2015 og sak­ar Ari­on banka og Valitor um al­var­lega van­rækslu, aftur í hérað. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

18:55 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um farbann yfir Sigurði Kristinssyni sem grunaður um að vera viðriðinn smygl á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni til landsins. Sigurður var handtekinn í lok janúar þegar hann kom til landsins frá Spáni. Meira »

Hálkublettir á nokkrum fjallvegum

18:38 Vegir eru víðast hvar greiðfærir á láglendi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum.  Meira »

Mikil fjölgun skráðra umferðalagabrota

17:44 Alls voru 1.311 umferðalagabrot skráð í mars á höfuðborgarsvæðinu og fjölgar brotunum mikið milli mánaða. Í febrúar voru til að myndaskráð 907 brot og 790 brot í janúar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu um lykiltölur í afbrotafræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vinnuvél í ljósum logum í malarnámu

17:28 Eldur kom upp í vélarrými í hjólaskóflu á stórri vinnuvél í malarnámu við Hólabrú, rétt norðan við Hvalfjarðargöngin í morgun. Meira »

Reyndi að fá konu til að snerta hann

16:58 Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að brjótast inn á heimili konu að kvöldlagi fyrir tveimur árum síðan, afklæðast fyrir framan hana, hóta henni kynferðislegu ofbeldi og hafa af henni fimm þúsund krónur. Meira »

Gylfi nýr formaður bankaráðs

15:35 Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur kosið Gylfa Magnússon formann bankaráðs Seðlabanka Íslands. Jafnframt hefur ráðið kosið Þórunni Guðmundsdóttur varaformann ráðsins. Meira »

Beiðni um tvo matsmenn hafnað

16:36 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Valitors um dómkvaðningu tveggja matsmanna í máli fyrirtækjanna Datacell og Sunshine Press Prodictions gegn Valitor. Meira »

Langflestir vilja fella strompinn

15:26 Alls vildu 94,25 prósent þeirra sem tóku þátt í kosningu um framtíð stromps Sementsverksmiðju ríkisins láta fella hann.  Meira »

Hrepparígur tilheyrir fortíðinni

15:23 „Ef það kæmi þetta laxeldi, þá yrðum við orðnir nokkuð sáttir í bili. Við nennum alveg að vinna ef við fáum vinnu og við getum alveg bjargað okkur ef við fáum leyfi til þess,“ segir Kristján Jón Guðmundsson í Bolungarvík. Hann segir samvinnu Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar vera æ meiri. Meira »

Vill breyta kjörum æðstu embættismanna

15:04 Frumvarp um breytt fyrirkomulag á kjörum æðstu embættismanna ríkisins verður lagt fram á Alþingi í haust.  Meira »

„Gríðarlegur áfangasigur“

14:35 „Ég er mjög ánægð með þetta. Það er gleðidagur að hafa náð þessu loksins,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um samþykkt NPA-frumvarpsins svokallaða. Meira »

Alþingi samþykkti NPA-frumvarpið

14:03 Alþingi samþykkti í dag með 45 samhljóða atkvæðum lagafrumvarp félags- og jafnréttismálaráðherra um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Meira »

„Við erum bara komnar með nóg“

12:13 „Þetta fól í rauninni í sér að skerða þjónustuna, en við teljum að hún sé fullkomlega sniðin að þörfum skjólstæðinga eins og hún er í dag. Við vorum ekki tilbúnar að fórna því til að hækka launin okkar. Það var leiðin sem átti að fara. Skerða þjónustuna og nýta þann pening í að hækka launin.“ Meira »

Euro Market-rannsóknin á lokametrunum

11:50 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á svo nefndu Euro Market-máli er nú á lokametrunum að sögn Margeirs Sveinssonar yfirlögregluþjóns. „Það er verið að klára það,“ segir Margeir. Tekin verði ákvörðun um það á næstunni hvort að málið fari til héraðssaksóknara. Meira »

Umdeildu frumvarpi vísað til ríkisstjórnar

13:17 Umdeildu frumvarpi um bann við umskurði drengja verður væntanlega vísað til ríkisstjórnarinnar í næstu viku, en ekki til áframhaldandi þinglegrar meðferðar. Þetta herma heimildir mbl.is. Meira »

Tillaga um gervigras samþykkt

12:11 Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt formlega beiðni Breiðabliks um að lagt verði gervigras á Kópavogsvöll, uppbygging verði á keppnis- og æfingasvæði fyrir frjálsar íþróttir og að gervigras á Fagralundi verði endurnýjað. Meira »

Styrkja útgáfu 55 verka

11:38 Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 30 milljónum króna í útgáfustyrki til 55 verka og það er hækkun um 6,5 milljónir króna milli ára. Alls bárust 93 umsóknir og sótt var um ríflega 90 milljónir króna. Meira »
Villa í smíðum í El Campello á Costa Blanca
Glæsileg, vel staðsett 5 herbergja Villa, á þremur hæðum í El Campello. Húsið ve...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Kynlífsvörur titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkkur www.cupid.is
Unaðsvörur ss ódýrar kynlífsvörur titrarar, múffur, egg,gervilimir, kynlífsdúkku...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilboð - útboð
Tillaga að nýju deiliskipulagi í...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvina í kvöld 25. apríl...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...