Sr. Sunna Dóra valin prestur í Hjallasókn

Hjallakirkja í Kópavogi
Hjallakirkja í Kópavogi mbl.is/Jim Smart

Sunna Dóra Möller er nýr sóknarprestur við Hjallasókn í Kópvogi. Hún kemur þar til starfa á næstu dögum, en hún hefur þjónað við Akureyrarkirkju frá árinu 2012.

Eiginmaður hennar er sr. Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur í Laufási við Eyjafjörð, og þar búa þau með fjölskyldu sinni.

„Við ætlum ekki að vera í fjarbúð og stefnum á flutninga suður. Það eru því heilmiklar breytingar framundan hjá fjölskyldunni,“ segir sr. Sunna Dóra í Morgunblaðinu í dag.  Samkvæmt þessu má því gera ráð fyrir að Laufásprestakall verði auglýst laust til umsóknar innan tíðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert