Svaf í ruslageymslu

Magdalena Sigurðardóttir hefur verið virk í starfi Fíladelfíukirkjunnar síðan hún ...
Magdalena Sigurðardóttir hefur verið virk í starfi Fíladelfíukirkjunnar síðan hún kom úr meðferð. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Magdalena Sigurðardóttir var búin að sofa í þrjár nætur í ruslageymslu með rottu og ungum hennar þegar hún áttaði sig á því að botninum var náð. Hún hafði verið í virkri vímuefna- og áfengisneyslu í fjórtán ár og búin að missa allt frá sér.

Hún komst í meðferð í Hlaðgerðarkoti þar sem hún dvaldi í rúmt hálft ár og hefur verið edrú upp frá því, síðan eru liðin fimm ár. Í dag starfar hún sem fíkniráðgjafi og hjálpar konum sem eru í sömu stöðu og hún var í.

Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir Magdalena ekki alltaf auðvelt að bjarga fólki úr þessum aðstæðum og ekki allir tilbúnir í það. „Þeir sem ég hef náð mestum árangri með eru þeir sem eru nógu mikið búnir á því og eiga ekkert eftir, eins og ég var sjálf.“

Það gefur Magdalenu mikið að sjá fólk komast á beinu brautina og verða að nýtum samfélagsþegnum. „Ég hef verið með konur sem hafa verið mjög langt leiddar og jafnvel inni í fangelsum og allir búnir að gefast upp á þeim. Ég hef líka verið með konur sem hafa verið með hættulegum glæpamönnum og nú eru þær lausar úr þeim hlekkjum, orðnar edrú og farnar að lifa lífinu sjálfar. Konur eru oft sjálfum sér verstar í þessum aðstæðum. Þær fara í gegnum allskonar niðurlægingar og brjóta sig svo niður fyrir það. Þær eiga erfitt með að fyrirgefa sjálfum sér. Konur eru að gera svo marga hluti til að lifa þetta af og eftir því sem þær lifa þetta meira af, því meiri skaði verður.“

Magdalena segir fíkniefnaheiminn mjög harðan, mikið um vændi og glæpi og verið að blanda saman efnum í miklum mæli. Neyslan á sér ekki bara stað í jaðarhópum því neysluhyggjan í dag hefur ýtt fólki í krefjandi störfum og námsmönnum undir miklu álagi út í neyslu örvandi efna. Það fólk missir líka tökin á endanum. Ekkert mál er að nálgast fíkniefni að sögn Magdalenu, þau streymi hér inn bæði landleiðina og loftleiðina.

„Ástandið á götunni er miklu harðara en það var fyrir nokkrum árum. Það er mikið af örvandi efnum og svo eru að koma ný efni sem drepa fólk. Svo ég tali nú ekki um kannabisið sem er búið að stökkbreyta og blanda svo mikið að ungir krakkar grilla í sér toppstykkið með nokkrum smókum. Ég fer mikið inn á geðdeild og að sjá krakkana þar; þau eru dottin inn í nánast varanlegt geðrof af kannabisreykingum. Þetta er hræðilegt efni og fólk lokar augunum fyrir skaðsemi kannabis því það er svo þægilegt að þurfa ekki að vita af unga fólkinu okkar í dag sem er alltaf svo stillt og rólegt í tölvunni, þar til allt springur,“ segir Magdalena og hún veit hvað hún er að tala um. „Það er svo mikill hraði og ráðaleysi í öllu og ég held að snjallsímar og samskipti í netheimum hafi þar áhrif. Það skortir á mannleg samskipti en það eru þau sem þroska okkur, við erum manneskjur, ekki tæki.“

Innlent »

Milljón fylgir Rúrik á Instagram

Í gær, 21:43 Rúrik Gíslason landsliðsmaður í knattspyrnu er kominn með milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Þessum áfanga náði Rúrik í kvöld, en þegar HM í Rússlandi byrjaði var knattspyrnukappinn einungis með um 30 þúsund fylgjendur. Meira »

Hugsuðu til hákarla á leiðinni

Í gær, 20:40 Þau Lilja Magnúsdóttir, Einar B. Árnason og Kristín Steinunnardóttir tóku í dag þátt í sundi frá fangelsiseyjunni Alcatraz og að landi í San Fransisco í Bandaríkjunum. Öll luku þau við sundið og fóru um 2,4 kílómetra í fjórtán gráðu heitum sjó á um það bil klukkustund. Meira »

Taka fréttum mjög alvarlega

Í gær, 20:25 Starfsfólk tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice á að fá alla hátíðargesti til að sýna skilríki til að sanna aldur sinn. Hafa tilmæli um þetta verið ítrekuð, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá aðstandendum hátíðarinnar. Meira »

Bakkabræður í hverju horni

Í gær, 19:19 Á Dalvík er að finna hið séríslenska kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi. Boðið er upp á dásamlega fiskisúpu og heimabakaðar tertur og eftir matinn er tilvalið að skoða gersemar hússins, sem allar tengjast þeim bræðrum úr Svarfaðardalnum. Meira »

Leikið í anda vináttu og ástar

Í gær, 17:25 „Fótbolti er vinátta,“ segir Håkan Juholt sendiherra Svía hér á landi í samtali við mbl.is. Sendiráð Svíþjóðar og Þýskalands mættust í knattspyrnuleik í Hljómskálagarðinum í dag í tilefni af því að þjóðirnar takast á í heimsmeistarakeppninni í Rússlandi í kvöld. Meira »

Grunur um ölvunarakstur í Kömbunum

Í gær, 17:12 Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um umferðarslys í Kömbunum rétt eftir hádegi í dag. Enginn slasaðist í árekstrinum en ökumaður annars bílsins er grunaður um ölvunarakstur og er í fangageymslu lögreglu. Meira »

Slá þrjár flugur í einu höggi

Í gær, 17:07 Þau Þorbjörg Sandra Bakke og Fannar Ásgrímsson halda þrefalda veislu í dag. Tilefnin eru öll af stærri gerðinni en bæði Þorbjörg og Fannar útskrifast úr Háskóla Íslands í dag en verða ekki viðstödd útskriftarathöfnina þar sem þau ætla einnig að ganga í það heilaga í dag. Meira »

Dæmt til að greiða 58 milljónir

Í gær, 16:26 Þrotabú Pressunnar hefur verið dæmt til að greiða Útverði tæpar 58 milljónir króna vegna kaupa á DV ehf. fyrir fjórum árum. Seljendur DV veittu Pressunni lán fyrir kaupum á félaginu en tókst ekki að fá skuldina greidda þrátt fyrir tilraunir til innheimtu. Meira »

Flugvélin var ofhlaðin

Í gær, 15:39 Flugvél, sem fljúga átti frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar en brotlenti innarlega í Barkárdal 9. ágúst 2015, með þeim afleiðingum að einn lést og annar slasaðist alvarlega, var ofhlaðin. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem gefið hefur út skýrslu um slysið. Meira »

Líkfundur í Ölfusá

Í gær, 13:12 Lík karlmanns sem leitað hefur verið í Ölfusá frá 20. maí fannst fyrir landi Arnarbælis í Ölfusi í morgun.   Meira »

Sótti mann sem féll af hestbaki

Í gær, 11:56 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á Snæfellsnes fyrr í dag vegna karlmanns sem slasaðist við fall af hestbaki. Vegna alvarleika áverka mannsins var talið öruggara að kalla út þyrluna en að flytja hann með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi. Meira »

Rigning, skúrir og væta

Í gær, 11:40 Rigning eða skúrir. Dálitlar skúrir. Rigning. Rigning. Væta. Þetta eru nokkur af þeim orðum sem Veðurstofan notar í textaspám sínum til að lýsa veðrinu á landinu næstu daga. Þá er líka von á hvassviðri. Meira »

Styðja þarf betur við íslenska námsmenn

Í gær, 11:23 Háskólarektor benti á ræðu sinni í dag að íslenskir háskólanemar vinni meira en samnemendur þeirra í Evrópu. „Þeir virðast líka leggja harðar að sér í náminu. Þá eru þeir almennt eldri, eiga fleiri börn og eru líklegri til að vera í sambúð.“ Meira »

Leita verðmæta í skipsflaki

Í gær, 09:46 Varðskipið Þór og TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker sem kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. Skipið mun næstu daga leita að verðmætum í flaki þýska skipsins SS Minden Meira »

Ásmundur Friðriks á sjó í viku

Í gær, 09:37 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt á sjó í hádeginu í gær en hann mun starfa í viku sem kokkur.  Meira »

Linda sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit

Í gær, 09:23 Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit. Linda sinnti áður starfi skrifstofustjóra sveitarfélagsins. Meira »

Um 2.000 kandídatar útskrifast frá HÍ

Í gær, 09:14 Háskóli Íslands brautskráir nærri 2.000 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi í dag í Laugardalshöll og líkt og undanfarin ár verða brautskráningarathafnirnar tvær. Meira »

Sveinspróf ekki talið sambærilegt stúdentsprófi

Í gær, 08:57 Sveinn Rúnar Gunnarsson, sem hefur starfað sem héraðslögreglumaður í fjögur ár og verið fastráðinn lögreglumaður síðan í vor hjá lögreglunni á Sauðárkróki, fékk nýverið synjun þegar hann sótti um að komast í lögreglunámið hjá Háskólanum á Akureyri (HA). Meira »

Víðförull hnúfubakur sýnir sig

Í gær, 08:18 Hnúfubakur sem merktur var með gervitunglasendi við Hrísey í Eyjafirði þann 10. nóvember 2014 og var 110 dögum síðar staddur í Karíbahafi, er nú aftur kominn á sumarstöðvarnar hér við land, var í fyrradag í miklu æti suður af Hauganesi ásamt nokkrum öðrum. Meira »
Stólar á pallinn
Erum að smíða stóla og borð í sumarbústaðinn eða á pallinn skoðið heimasíðuna ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...