Svaf í ruslageymslu

Magdalena Sigurðardóttir hefur verið virk í starfi Fíladelfíukirkjunnar síðan hún ...
Magdalena Sigurðardóttir hefur verið virk í starfi Fíladelfíukirkjunnar síðan hún kom úr meðferð. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Magdalena Sigurðardóttir var búin að sofa í þrjár nætur í ruslageymslu með rottu og ungum hennar þegar hún áttaði sig á því að botninum var náð. Hún hafði verið í virkri vímuefna- og áfengisneyslu í fjórtán ár og búin að missa allt frá sér.

Hún komst í meðferð í Hlaðgerðarkoti þar sem hún dvaldi í rúmt hálft ár og hefur verið edrú upp frá því, síðan eru liðin fimm ár. Í dag starfar hún sem fíkniráðgjafi og hjálpar konum sem eru í sömu stöðu og hún var í.

Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir Magdalena ekki alltaf auðvelt að bjarga fólki úr þessum aðstæðum og ekki allir tilbúnir í það. „Þeir sem ég hef náð mestum árangri með eru þeir sem eru nógu mikið búnir á því og eiga ekkert eftir, eins og ég var sjálf.“

Það gefur Magdalenu mikið að sjá fólk komast á beinu brautina og verða að nýtum samfélagsþegnum. „Ég hef verið með konur sem hafa verið mjög langt leiddar og jafnvel inni í fangelsum og allir búnir að gefast upp á þeim. Ég hef líka verið með konur sem hafa verið með hættulegum glæpamönnum og nú eru þær lausar úr þeim hlekkjum, orðnar edrú og farnar að lifa lífinu sjálfar. Konur eru oft sjálfum sér verstar í þessum aðstæðum. Þær fara í gegnum allskonar niðurlægingar og brjóta sig svo niður fyrir það. Þær eiga erfitt með að fyrirgefa sjálfum sér. Konur eru að gera svo marga hluti til að lifa þetta af og eftir því sem þær lifa þetta meira af, því meiri skaði verður.“

Magdalena segir fíkniefnaheiminn mjög harðan, mikið um vændi og glæpi og verið að blanda saman efnum í miklum mæli. Neyslan á sér ekki bara stað í jaðarhópum því neysluhyggjan í dag hefur ýtt fólki í krefjandi störfum og námsmönnum undir miklu álagi út í neyslu örvandi efna. Það fólk missir líka tökin á endanum. Ekkert mál er að nálgast fíkniefni að sögn Magdalenu, þau streymi hér inn bæði landleiðina og loftleiðina.

„Ástandið á götunni er miklu harðara en það var fyrir nokkrum árum. Það er mikið af örvandi efnum og svo eru að koma ný efni sem drepa fólk. Svo ég tali nú ekki um kannabisið sem er búið að stökkbreyta og blanda svo mikið að ungir krakkar grilla í sér toppstykkið með nokkrum smókum. Ég fer mikið inn á geðdeild og að sjá krakkana þar; þau eru dottin inn í nánast varanlegt geðrof af kannabisreykingum. Þetta er hræðilegt efni og fólk lokar augunum fyrir skaðsemi kannabis því það er svo þægilegt að þurfa ekki að vita af unga fólkinu okkar í dag sem er alltaf svo stillt og rólegt í tölvunni, þar til allt springur,“ segir Magdalena og hún veit hvað hún er að tala um. „Það er svo mikill hraði og ráðaleysi í öllu og ég held að snjallsímar og samskipti í netheimum hafi þar áhrif. Það skortir á mannleg samskipti en það eru þau sem þroska okkur, við erum manneskjur, ekki tæki.“

Innlent »

Ný stjórn Pírata í Reykjavík

11:44 Kjörin var ný stjórn Pírata í Reykjavík á aðalfundi félagsins á dögunum. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, garðyrkjufræðingur og formaður NPA-miðstöðvarinnar, var kjörinn formaður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Rannsaka lát fransks ferðamanns

11:42 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát fransks ferðamanns sem björgunarsveitarmenn fundu látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í gær. Ekki er talið að lát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Meira »

Verða ekki með varanlegt herlið

11:39 Þrátt fyrir að til standi að uppfæra aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli svo hægt verði að þjónusta kafbátaleitarflugvélar af gerðinni P-8 Poseidon vegna aukinnar áherslu á Norður-Atlantshafið eru engin áform af hálfu Bandaríkjahers að varanlegt herlið verði hér á landi. Meira »

Kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi

11:30 Hans Kristján Guðmundsson, svifvængjaflugmaður, kom fyrstur í mark á 5. keppnisdegi á heimsbikarmótinu í svifvængjaflugi í Kólumbíu. Alls taka 120 keppendur þátt og þeirra á meðal eru bæði Evrópu- og heimsmeistarar. Keppt er nokkra daga og hófst mótið 9. janúar og lýkur 20. janúar. Meira »

Frágangurinn ekki til fyrirmyndar

11:25 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gaf skýrslu við aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, síðastur sakborninga. Hann neitaði sem fyrr þeim sökum sem á hann eru bornar, en hann er ákærður í öllum þremur ákæruliðum málsins. Meira »

Hún er ein af 325 í heiminum

11:20 Fjóla Röfn Garðarsdóttir er sérlega félagslynd þriggja ára stelpa sem bókstaflega „elskar fólk“, að sögn Ásdísar Gunnarsdóttur, móður hennar. Meira »

Er þetta ekki bara frekja?

11:00 Urður Njarðvík, dósent við sálfræðideild HÍ, fjallar nú í hádeginu um birtingarmynd kvíða barna og unglinga og hvernig foreldrar geta tekist á við vandann. Streymt verður beint frá fundinum. Meira »

Varð úti á Sólheimasandi

11:00 Banda­ríski ferðamaður­inn sem fannst látinn á Sól­heimas­andi í lok október á síðasta ári, lést úr ofkælingu. Segir lögreglan á Selfossi í samtali við mbl.is að þetta hafi verið niðurstaða krufningar. Meira »

Bæta við borholum í Heiðmörk

10:40 Veitur vonast til að þrjár nýjar borholur í Vatnsendakrikum í Heiðmörk verði komnar í gagnið í vor. Svæðið stendur töluvert hærra í landinu en aðrar borholur. „Þetta er mjög góð viðbót,“ segir Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, og telur að minni líkur verði á auknu magni jarðvegsgerla þar. Meira »

Guðni í hestvagni konungs

10:32 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands brosti til ljósmyndara úr hestvagninum sem hann kom í til sænsku konungshallarinnar í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Í vagninum sat hann við hlið Karls Gústafs konungs. Meira »

LSH notar sjúkraflug til að losa pláss

10:04 Sjúkraflugum með sérútbúinni sjúkraflugvél á Akureyri hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2013. Aukningin nemur um 100 sjúklingum á milli ára. Skýringin liggur ekki í fjölgun erlendra ferðamanna heldur í flutningi sjúklinga sem hafa lokið rannsóknum eða meðferð á Landspítala á landsbyggðina. Meira »

18 milljónir til flóttakvenna

09:25 UN Women á Íslandi hefur fært griðastöðum UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu rúmar 18 milljónir króna, sem söfnuðust í neyðarsöfnun og jólagjafasölu landsnefndarinnar. Meira »

Tveir fluttir á bráðamóttöku

09:20 Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á bráðamóttöku í morgun eftir árekstur á Álftanesi um áttaleytið í morgun.  Meira »

42 kg af hörðum efnum

08:55 Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum lagði hald á rúmlega 42 kíló af hörðum fíkniefnum í 46 fíkniefnamálum í fyrra. Einn var með eitt kíló af kókaíni í 106 pakkningum innvortis. Meira »

Fjárveiting tryggð til ILS-aðflugsbúnaðar

07:57 Þörf er á fullkomnari aðflugsbúnaði á Akureyrarflugvelli ef hann á að geta þjónað reglulegu millilandaflugi eins og heimamenn vilja. Þá er þörf á því að stækka flugstöðina og flughlaðið. Meira »

„Skemmtilegi karlinn í sjónvarpinu“

08:59 Frá árinu 1985 hefur Örn Árnason leikið Davíð Oddsyni og er túlkun hans löngu orðin landsfræg. Fáir hafa eytt jafn miklum tíma í að stúdera Davíð og hans framkomu undanfarna áratugi. Meira »

Bieber-áhrif í Fjaðrárgljúfri

08:18 Ferðamönnum sem komu í Fjaðrárgljúfur sem er skammt vestur af Kirkjubæjarklaustri hefur fjölgað um 82 % milli áranna 2016 og 2017. Meira »

Tillaga sjálfstæðismanna felld

07:37 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem flutt var af Kjartani Magnússyni á fundi borgarstjórnar í fyrradag um að undanþiggja Hjálpræðisherinn frá því að greiða gatnagerðar- og byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74, var felld í borgarstjórn í fyrradag með níu atkvæðum gegn fimm. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...