Baráttan undirbúin í Valhöll

Vala Pálsdóttir
Vala Pálsdóttir Ljósmynd/Aðsend

„Með þessu erum við að byrja kosningabaráttuna, en við ætlum að fá til okkar allar þær sjálfstæðiskonur sem hyggja á framboð.“

Þetta segir Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, í Morgunblaðinu, en í dag fer fram fundur með kvenkynsframbjóðendum Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Fundurinn fer fram í Valhöll í Reykjavík og hefst dagskrá klukkan 10.

Meðal þeirra sem taka til máls á fundinum eru Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. „Sólveig mun m.a. greina frá reynslu sinni af stjórnmálaþátttöku og hvernig best sé að taka fyrstu skrefin í pólitík. Áslaug Arna mun síðan ræða um hvernig best sé að koma sér á framfæri, bæði innan flokks og utan,“ segir Vala, en sjálf mun hún taka fyrir ímynd stjórnmálamanna í ávarpi sínu á fundinum.  Þá verður einnig svonefnd bakvarðasveit sjálfstæðiskvenna kynnt til sögunar, að því er fram kemur í blaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert