Skynsamlegra að fluglest komi við á Suðurnesjum

Óvíst er hvort fluglestin myndi stoppa á leiðinni til Keflavíkurflugvallar.
Óvíst er hvort fluglestin myndi stoppa á leiðinni til Keflavíkurflugvallar.

Guðmundur F. Jónasson, eigandi Hótels Voga, gagnrýnir fyrirhugaða legu fluglestar milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur. Það sé óráð að lestin eigi hvergi að stoppa á Suðurnesjum.

Máli sínu til stuðnings bendir Guðmundur á að fluglestin í Helsinki stoppi að jafnaði oftar en tíu sinnum á leiðinni á flugvöllinn. Þannig þjóni hún jafnframt borgarbúum.

„Lestin í Helsinki er um hálftíma á leiðinni. Nærri stoppistöðvum eru blokkahverfi í stuttu göngufæri. Lestin gerir því íbúunum kleift að ferðast til og frá miðborginni án þess að nota bíl. Miðað við núverandi hugmyndir á fluglestin á Íslandi að fara beint frá flugvellinum norður á BSÍ-reitinn,“ segir Guðmundur. Hugmyndir eru um biðstöðvar við Smáralind og Kringluna. Óvíst er hvort þær verða að veruleika, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert