Gilitrutt snýr aftur í barnaóperu

Gilitrutt var frumsýnd 1957 í Bæjarbíói. Hér eru Ágústa Guðmundsdóttir …
Gilitrutt var frumsýnd 1957 í Bæjarbíói. Hér eru Ágústa Guðmundsdóttir og Martha Ingimarsdóttir í hlutverkum sínum.

Flestir á Íslandi þekkja þjóðsöguna um skessuna Gilitrutt sem tók að sér störf fyrir húsfreyju í mannheimum, en vildi að launum fá hana til að geta upp á nafni sínu. Ekki gerði hún ráð fyrir að konan gæti það og yrði hún þá hennar.

Nú er Gilitrutt komin í barnaóperu þar sem snapchat og aðrir samskiptamiðlar verða til þess að húsfreyja hefur lítinn tíma fyrir bústörfin og þiggur því hjálp skessunnar.

Ég set mig ekki í sérstakar stellingar þegar ég sem tónlist fyrir börn, tónlist á alltaf að vera fyrir fólk, óháð aldri. Gott barnaefni þarf að vera þannig að allir geti notið þess, rétt eins og gott fullorðinsefni. En auðvitað þarf það að vera aðgengilegt og má ekki vera of langt,“ segir Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld þegar hún er spurð að því hvernig tónskáld nálgist það verkefni að semja barnaóperu, en Hildigunnur er höfundur nýrrar barnaóperu um Gilitrutt, sem frumflutt verður á Myrkum músíkdögum nú í lok janúar sem tónleikar, en verður sett á svið á Barnamenningarhátíð í vor.
Sjá viðtal við Hildigunni Rúnarsdóttur í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert