Oyo sigraði með laginu Toppa þig

Oyo, lengst til vinstri, hneppti fyrsta sætið í Syrpurappi. Dagur …
Oyo, lengst til vinstri, hneppti fyrsta sætið í Syrpurappi. Dagur Guðnason, lengst til vinstri, varð í öðru sæti og Árný Lea við hlið hans varð í þriðja sæti. Fyrir aftan er dómnenfndin ásamt kynni keppninnar, Björgvini Franz Gíslasyni. mbl.is/Hallur Már

Rapparinn Oyo bar sigur úr býtum í Syrpurappi Andrésar Andar með lagið Toppa þig en úrslitin voru kunngerð í Smáralind fyrr í dag. Maðurinn á bak við Oyo heitir réttu nafni George Ari Tusiime Devos, gengur í Hlíðaskóla og verður 12 ára á árinu. Hann byrjaði að semja texta fyrir um tveimur árum.

„Vinir mínir fengu mig til að taka þátt í keppninni,“ segir Oyo í samtali við mbl. „Ég hef samið mörg önnur lög, en þau hafa verið á ensku,“ bætir hann við en hann er vanur enskunni þar sem samskipti hans við pabba hans fara fram á ensku.

Spurður hvort hann ætli að leggja rappið fyrir sig í framtíðinni svarar Oyo játandi. „Þegar ég byrjaði að semja texta fyrir sjálfan mig þótti mér það svo gaman svo ég ákvað að ég hefði gaman að því að gera þetta allt mitt líf.“

Efstu þrjú sætin í Syrpurappi hlutu í verðlaun stúdíótíma í Stúdíó Sýrlandi auk annarra vinninga, og fékk Oyo tíu stúdíótíma undir handleiðslu strákanna í Úlfi Úlfi „Ég talaði við þá áðan og þeir vildu fara í þetta sem fyrst,“ segir Oyo.

Keppn­in hófst í nóv­em­ber og voru loka­skil á textum 17. des. Tíu bestu text­arn­ir að mati dóm­nefnd­ar voru sett­ir á netið 27. des­em­ber þar sem al­menn­ing­ur gat kosið þann texta sem hon­um fannst best­ur. Kosn­ingu lauk 3. janú­ar. Mjög góð þátt­taka var í keppn­inni og fjöld­inn all­ur af mjög góðum textum barst og því var val dóm­nefnd­ar erfitt.

Hér að neðan má sjá myndband við lagið sem sigraði í keppninni:

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert