Spítalinn í Fossvogi er metinn á um tíu milljarða króna

Spítalinn í Fossvogi. Áformað er að flytja starfsemina á Hringbraut.
Spítalinn í Fossvogi. Áformað er að flytja starfsemina á Hringbraut. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Með flutningi starfseminnar á Landspítalanum í Fossvogi yfir á Hringbraut losna um 28.500 fermetrar af húsnæði í eigu ríkisins.

Miðað við áætlun Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er núvirt verðmæti þeirra um 10 milljarðar, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Stofnunin lagði ekki mat á verðmæti byggingarréttar umhverfis spítalann. Skammt frá spítalanum seldi RÚV nýverið byggingarrétt í kringum Útvarpshúsið á um 2,2 milljarða, eða 6 milljónir á íbúð.

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gaf haustið 2014 út skýrsluna Kostnaður og ábati af smíði nýs Landspítala. Þar var verðmætið talið hlaupa á milljörðum. „Um leið og nýr spítali er byggður losnar annað húsnæði sem Landspítalinn notar nú. Mest munar um gamla Borgarspítalann í Fossvogi, en einnig á spítalinn verðmæta eign í Ármúla 1. Giskað er á að 7-10 milljarðar fáist fyrir þau hús sem losna, á verðlagi í desember 2012, 8-11 [milljarðar] á verðlagi vorsins 2014. Byggingarréttur á lóðum spítalans, sem seldar verða, hefur ekki verið metinn til fjár,“ sagði þar m.a. Vísitala neysluverðs hækkaði um 6,2% frá apríl 2014 til desember 2017. Samkvæmt því er áætlun Háskóla Íslands á verðmæti bygginganna núvirt 8,5 til 11,7 milljarðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert