Strauja kortin mun minna

Ferðamenn virðast eyða minna meðan á dvöl þeirra í landinu …
Ferðamenn virðast eyða minna meðan á dvöl þeirra í landinu stendur. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ferðamenn eyddu að meðaltali 99.640 kr. með debet- og kreditkortum hér á landi í nóvember síðastliðnum. Það er mun minna en í nóvember 2016 þegar meðalneyslan með kortum nam 116.715 kr.

Meðalneyslan hafði reyndar aukist nokkuð frá árinu 2015 þegar meðaleyðslan á erlendum kortum nam 112.120 krónum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Ferðamönnum fjölgaði um 9,8% í nóvember 2017 frá því sem var í sama mánuði ári fyrr. Sú fjölgun dugði hins vegar ekki til þess að vega upp samdráttinn í erlendri kortanotkun. Heildarfjárhæðin sem straujuð var með kortum var 14,4 milljarðar í október en ári fyrr var veltan 15,4 milljarðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert