Veður versnar talsvert eftir miðnætti

Gul viðvörun tekur í gildi eftir klukkan 18 í dag.
Gul viðvörun tekur í gildi eftir klukkan 18 í dag. Mynd/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun tekur gildi eftir klukkan 18 í dag og gildir hún út allan sunnudag fyrir Suður- og Vesturland ásamt höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir veður munu versna talsvert eftir miðnætti.

Þá tekur að kólna eftir miðnætti og á morgun verður mun kaldara. Þá verður hvöss suðvestanátt á morgun, jafnvel stormur, með éljagangi og dimmum éljum.

Eftir helgi tekur við norðanátt og talsvert frost um allt land. Veður verður nokkuð bjart sunnantil en gengur á með éljagangi og snjókomu fyrir norðan alla næstu viku. „Það verður vetrarveður í vikunni,“ segir Þorsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert