Vilja vera til fyrirmyndar í öllu

Superjeep.is er aðallega með Land Rover en á líka tvo …
Superjeep.is er aðallega með Land Rover en á líka tvo tíu manna Ford-bíla.

Orkumálastjóri fer villur vegar hvað varðar sérútbúna jeppa á hálendinu og umhverfisáhrif þeirra, að mati Ragnars Lövdal, eiganda ferðaþjónustunnar Superjeep.is.

Hann gerir út 12 breytta Land Rover jeppa og tvo stærri bíla. Þeir fara með ferðamenn, ekki síst á hálendið. Áætlað er að um 200-300 breyttir jeppar séu gerðir hér út í ferðaþjónustu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Dr. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri sagði m.a. í jólaerindi að á hverjum degi og þó sérstaklega um helgar væri stöðugur straumur kraftmikilla sérútbúinna jeppa, 300-400 kílóvatta dísilorkuvera á fjórum hjólum, inn á hálendið. Hver bíll ber með sér um 100 lítra af dísilolíu. Væru t.d. 300 jeppar sameiginlega 10 MW orkuver og með tankrými fyrir 30 rúmmetra af dísilolíu. Hann sagði að sótmengun frá þessum ökutækjum væri tiltölulega mikil og því til viðbótar kæmi mótorolía, bremsuglussi og gírolía sem læki frá jeppunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert