Versta veðrið yfirstaðið fyrir norðan

Öxnadalsheiði er enn lokuð fyrir umferð.
Öxnadalsheiði er enn lokuð fyrir umferð. mbl.is/RAX

Björgunarsveitir á Norðurlandi eru hættar störfum í bili enda virðist versta veðrið vera yfirstaðið. Samkvæmt upplýsingaafulltrúa Landsbjargar voru björgunarsveitir farnar heim um kl. 11:30.

Sveitirnar sinntu ýmsum verkefnum í morgun, svo sem lausamunum sem fuku og bíl sem lenti utan vegar vegna slæmrar færðar.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eimir enn eftir af þessari kröppu lægð sem gekk yfir landið norðanvert í morgun en talsvert sé farið að draga úr. Verst var veðrið við Ólafsfjörð og Siglufjörð, en við Ólafsfjarðarmúla mældist hviða 55 m/s.

Öxnadalsheiði er enn lokuð fyrir umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert