Brot á löggjöf geta varðað háum sektum

Bæta þarf utanumhald og eftirlit með persónuupplýsingum með tilliti til …
Bæta þarf utanumhald og eftirlit með persónuupplýsingum með tilliti til nýrrar Evrópulöggjafar um persónuvernd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný Evrópureglugerð um persónuvernd tekur gildi hér á landi 25. maí næstkomandi.

Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp er snýr að þessari reglugerð síðar í þessum mánuði. Björg Thorarensen prófessor stýrir vinnu við gerð frumvarpsins.

Þessi nýja reglugerð snýr að öllum fyrirtækjum, stofnunum og öðrum sem vinna með persónuupplýsingar, hvort heldur sem er um eigið starfsfólk, viðskiptavini, notendur eða aðra. Skuldbindingar viðkomandi aðila eru fleiri og strangari en áður hefur þekkst og brot geta varðað himinháum sektum, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert