Ég sá jörðina koma í boga

Fjallagarpurinn John Snorri sagði frá fjallapríli sínu og sýndi búnað …
Fjallagarpurinn John Snorri sagði frá fjallapríli sínu og sýndi búnað sinn sem vakti athygli krakkanna. mbl.is/​Hari

„Það er mikilvægt að eiga sér draum í lífinu og missa aldrei sjónar á takmarkinu. Stundum þarf maður að bíða lengi en viljinn nýtist alltaf. Þetta eru mín stóru skilaboð til krakkanna,“ segir fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson.

Í gær hélt John Snorri á vegum Ferðafélags Íslands fjölskyldufyrirlestur og var með myndafrásögn um göngu sína á K2, annað hæsta fjall heims, en þangað komst hann 28. júlí á síðasta ári. Leiðangurinn þótti mikið afrek, ekki síst með vísan til þess hve mikla ögun og einbeittan vilja þarf til að ná á toppinn.

Tindurinn K2 er í 8.611 m hæð, er á landamærum Kína og Pakistans og telst til Karakóram-fjallgarðsins. Þetta er fjall erfitt uppgöngu og er talið að þriðji hver maður sem leggur í brekkurnar skili sér ekki aftur til baka. Við undirbúninginn kleif John Snorri tvö fjöll í Himalaja-fjallgarðinum; Island Peak, 6.189 m, og Lhotse, 8.516 m á hæð og fjórða hæsta fjall heims. Hann varð fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim tindi.

Sjá viðtal við John Snorra í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert