Fitjar upp á handleggina og prjónar með höndunum

Situr hún við rokkinn. Erla Svava sérpantaði rokk frá Nýja-Sjálandi …
Situr hún við rokkinn. Erla Svava sérpantaði rokk frá Nýja-Sjálandi til að geta þæft og spunnið garnið í þeirri þykkt sem hún vildi. Ljósmynd/Sólborg Guðbrandsdóttir/Víkurfréttir

Nafnið á vörumerki og fyrirtæki Erlu Svövu Sigurðardóttur er alls ekki út í bláinn, þótt hvorki sé það að finna í íslenskum né erlendum orðabókum. Þvert á móti er Yarm útspekúlerað og táknar einfaldlega jarm. Me-me svo það sé alveg á hreinu.

„Mamma átti hugmyndina og var meiningin fyrst hafa nafnið á íslensku, Jarm. Síðan kom okkur og þeim sem höfðu eitthvað til málanna að leggja saman um að heppilegra væri að skrifa það með ypsiloni, enda framburðurinn sá sami. Eftir töluvert grúsk komst ég raunar að því að yarm þýðir kall eða grátur dýra samkvæmt fornri enskri orðabók,“ segir Erla Svava. „Ekki endilega sauðkindarinnar,“ bætir hún við og brosir.

Afurðir Yarm eru nefnilega unnar úr ull íslensku sauðkindarinnar, sem Erla Svava meðhöndlar með afar sérstökum hætti áður en hún handprjónar úr henni hnausþykk og grófgerð teppi og púða – og meira að segja kanínur. Hún handprjónar í orðsins fyllstu merkingu; fitjar upp á handleggina og prjónar með höndunum. Erla Svava notar ekki prjóna við vinnuna svo það sé líka á hreinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert