Í varðhald eftir smygl frá Barcelona

Maður og kona á þrítugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til að smygla fíkniefnum til landsins.

Parið, sem er erlent, var að koma frá Barcelona þann 7. janúar síðastliðinn. Fór lögreglan á Suðurnesjum um borð í vélina og færði fólkið á varðstofu í Leifsstöð. Þar framvísaði karlmaðurinn kókaíni.

Þá viðurkenndi fólkið að vera jafnframt með fíkniefni sem þau höfðu komið fyrir innvortis. Konan reyndist hafa komið um 200 grömmum af efninu MDMD fyrir í leggöngum og endaþarmi. Karlmaðurinn var með 50 grömm af kókaíni í endaþarminum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert