Lést í kjölfar rútuslyssins

mbl.is/Sverrir

Kínverskur karlmaður, sem fluttur var af vettvangi rútuslyss í Eldhrauni  27. desember á gjörgæslu Landspítalans, er látinn. Foreldrar mannsins, sem fæddur var 1996, höfðu verið hjá honum undanfarna daga og notið aðstoðar starfsmanna kínverska sendiráðsins.

Enn munu einhverjir, þeirra á meðal ökumaður rútunnar, vera á almennum deildum spítala í kjölfar slyssins, að því fram kemur í frétt á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Áður hefur komið fram að kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu.

Alls voru 44 ferðamenn í rút­unni sem valt vest­an við Kirkju­bæj­arklaust­ur og slösuðust marg­ir illa. All­ar þrjár þyrl­ur Land­helg­is­gæslu Íslands sinntu sjúkra­flutn­ing­um af slysstað og tólf voru flutt­ir á Land­spít­al­ann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert