Lifir í glæðum á kjúklingabúi

Milljónum kjúklinga er slátrað á verksmiðjubúum hérlendis á hverju ári.
Milljónum kjúklinga er slátrað á verksmiðjubúum hérlendis á hverju ári. mbl.is/Árni Sæberg

Eldur kom upp að nýju í glæðum milli þilja á kjúklingabúi á Oddsmýri í Hvalfirði um sexleytið í kvöld og var slökkvilið kallað á vettvang í annað sinn í dag. Að sögn Þráins Ólafssonar, slökkviliðsstjóra hjá Slökkviliðinu á Akranesi, tók slökkvistarf einungis um tíu mínútur og tjón lítið.

Slökkviliðið var fyrst kallað að búinu um klukkan þrjú í dag vegna elds, sem talið er að hafi kviknað út frá hitablásara. Um 12.000 kjúklingar drápust í eldsvoðanum og segir Björn Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri, tjónið líklega nema um 10 milljónum króna.

Alls eru um 55.000 kjúklingar á búinu í fimm húsum. Kjúklingarnir sem drápust höfðu komið á búið fyrr um daginn, en til stóð að þeir yrðu þar í um fimm vikur áður en þeim yrði slátrað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert