Skýrsla Hannesar í yfirlestri

Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson. mbl.is/Eggert

Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði, um erlenda áhrifaþætti bankrahrunsins er í yfirlestri. Ekki er ljóst sem stendur hvenær hún kemur út en ólíklegt er að það verði í þessari viku.

Þetta segir Hannes Hólmsteinn í samtali við mbl.is.

Í nóvember síðastliðnum sagðist Hannes í bloggfærslu sinni miða við að gefa skýrsluna út 16. janúar, sem er á morgun, en ljóst er að það næst ekki.

Hann ákvað að fresta skil­um skýrslunnar og vænt­an­legri birt­ingu þar sem hann taldi sann­gjarnt að gefa þeim sem minnst er á í skýrsl­unni kost á að skýra mál sitt, leiðrétta og gera at­huga­semd­ir. 

Skýrslan er í kring­um 315 blaðsíður að lengd og er á ensku.

Hann­es Hólm­steinn hef­ur unnið að henni í þrjú ár en vinnsla henn­ar hef­ur dreg­ist á lang­inn. Hún átti upp­haf­lega að koma út árið 2015 sam­kvæmt samn­ingi Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands og fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins.

„Ég leiði rök að því að það hafi verið al­veg ónauðsyn­legt af Bret­um að beita hryðju­verka­lög­um á Íslend­inga og reyni að skýra hvers vegna þeir gerðu það. Ég reyni líka að skýra hvers vegna Banda­ríkja­menn sátu hjá og hjálpuðu okk­ur ekki þegar á reyndi,“ sagði Hannes um skýrsluna í nóvember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert