Veginum lokað í fyrramálið vegna snjóflóðahættu

Vegna snjóflóðahættu verður veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað eigi …
Vegna snjóflóðahættu verður veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað eigi síðar en klukkan sex í fyrramálið. mbl.is/RAX

Vegna snjóflóðahættu verður veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað eigi síðar en klukkan sex í fyrramálið. Ákvörðunin er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og er tekin í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina. 

Óvissustig vegna snjóflóða er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Snjóflóðavakt Veður­stofu Íslands hefur fylgst með stöðu mála í Súðavík­ur­hlíð en til­kynn­ing um snjóflóð barst klukk­an 5.30 í morg­un.

Frétt mbl.is: Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðs

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni fer veður versnandi í fyrramálið með norðvestanhvassviðri eða stormi og snjókomu norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Í athugasemd veðurfræðings kemur fram að skyggni verður lélegt á köflum og er fólki ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast  vel með spám og færð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert