Veitur leiðrétta lista yfir hverfi

Grafarvogur.
Grafarvogur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Veitur hafa sent frá sér tilkynningu þar sem birtur er leiðréttur listi yfir þau hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mælst hefur aukinn fjöldi jarðvegsgerla. 

Hverfin eru öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarness sem og Seltjarnarness.

Frétt mbl.is: Jarðvegsgerlar í neysluvatni í Reykjavík

Tilkynningu frá Veitum má lesa hér í heild sinni: 

Í fréttatilkynningu Veitna frá því fyrr í kvöld urðu þau mistök að listi yfir hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mældist aukinn fjöldi jarðvegsgerla var ekki kórréttur. Hér er réttur listi: Öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes[s] sem og Seltjarnarnes[s].

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út að engin hætta sé á ferðum. Þó er áfram, af varúðarástæðum, mælt með að íbúar ofantalinna hverfa sjóði vatn ef neytendur eru viðkvæmir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert