Engin vísbending um E-coli

AFP

Engin vísbending er um að E-coli-baktería hafi fundist í sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók í gær úr dreifikerfi fyrir neysluvatn Reykvíkinga, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum sem fengust í hádeginu í dag.

„Það er ekkert að ræktast, sem er jákvætt,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Endanleg niðurstaða er væntanleg á morgun.

Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur í gær kom fram að 1 E-coli / 100 ml hafi mælst í neysluvatnssýnum úr borholum í rekstri á vatnsverndarsvæðinu. Þetta frávik hafi orðið vegna mikils vatnsveðurs 9. janúar. Vatn úr þeirri borholu barst aldrei í dreifikerfið og því var aldrei um E-coli-mengun að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert