Gengur ágætlega að koma fólki af heiðinni

Björgunarsveitir hafa aðstoðað fólk á Mosfellsheiði í dag.
Björgunarsveitir hafa aðstoðað fólk á Mosfellsheiði í dag. Ljósmynd/Landsbjörg

Ágætlega hefur gengið að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla, sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dag, til hjálpar og er röð bíla á leiðinni niður af heiðinni í fylgd með bílum björgunarsveita.

Davíð már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nokkrir bílar verði skildir eftir uppi á heiðinni. Björgunarsveitarfólk frá  Reykja­vík, Sel­fossi, Laug­ar­vatni, Gríms­nesi og Eyr­ar­bakka hefur unnið að því að koma fólki niður af heiðinni.

Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði eru enn lokaðar og verða það þar til annað verður ákveðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert