Huga mætti að sektarheimildum

Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sendu fjölda fólks SMS-skilaboð fyrir kosningarnar ...
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sendu fjölda fólks SMS-skilaboð fyrir kosningarnar í fyrra. AFP

Huga mætti að sektarheimildum vegna endurtekinna brota stjórnmálaflokka varðandi fjöldaskilaboð fyrir kosningar.

Þetta segir Hafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.

Engar sektarheimildir fyrirfinnast í fjarskiptalögum.

Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu í desember að Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hefðu brotið gegn fjarskiptalögum með því að senda SMS-skilaboð til fjölda farsímanotenda fyrir alþingiskosningarnar í haust.

Afla þarf sér­staks samþykk­is frá hverj­um viðtak­anda fyr­ir sig áður en hon­um eru send ra­f­ræn skila­boð sem inni­halda beina markaðssetn­ingu. Það telst ekki samþykki fyr­ir mót­töku slíkra skila­boða að hafa síma­núm­er sitt skráð í síma­skrá án bann­merk­ing­ar.

Endurtekin brot

„Ég hef ekki lagt áherslu á það hjá okkur að við fengjum sektarheimildir til að fylgja málum eftir. Við komumst ágætlega af án sektarheimilda,“ segir Hrafnkell, aðspurður.

„Hins vegar varðandi þennan málaflokk hefur það komið fyrir að við erum með endurtekin brot. Mér finnst í þeim tilfellum að það mætti alveg huga að sektarheimildum.“

Hann segir að fræðilega séð gæti lögreglan tekið mál sem þessi upp sem brotamál og rannsakað þau en það hafi aftur á móti aldrei gerst. Alvarlegri og ítrekuðum brotum hafi verið beint til lögreglu án þess að hún hafi ákveðið að rannsaka þau frekar.

Flestir segjast ekki hafa vitað betur

„Það er sem betur fer þannig að ef fjarskiptafyrirtæki brjóta fjarskiptalög taka þau tillit til okkar ávarðana og breyta til betri vegar því sem aflaga hefur farið en í þessum óumbeðnu fjarskiptum þá er þetta allur obbinn af fyrirtækjum sem er að senda út.“

Hrafnkell greinir frá því að flest fyrirtækin segjast ekki hafa vitað betur er þau brutu fjarskiptalög og taka ábendingum mjög vel. Einnig nefnir hann að mikið fræðslu- og upplýsingastarf hafi verið unnið af hálfu stofnunarinnar, þar á meðal með bæklingi bæði í prentuðu og rafrænu formi.

Hvað stjórnmálaflokkana varðar segir hann þá sem brjóta af sér ekkert endilega vera þá sömu. „Kannski þyrftum við að upplýsa þessa flokka betur um hverjar reglurnar eru fyrir kosningar. Ég held að það fari enginn viljandi í einhverja starfsemi sem leiðir til ákvörðunar sem kveður á um lögbrot. Þegar menn eru í þessum gír að ná í atkvæði ber kappið menn kannski svolítið áfram,“ segir Hrafnkell.

mbl.is

Innlent »

Bátur á reki úti fyrir Austurlandi

16:55 Um klukkan eitt í dag var óskað eftir aðstoð björgunarskips á Austurlandi vegna báts sem var á reki níu sjómílum suður af Stokksnesi. Báturinn var við veiðar þegar hann misst samband við stýrið og rak því stjórnlaust frá landi. Meira »

Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé

16:40 Alls nam kostnaður vegna flutnings Fiskistofu til Akureyrar árið 2016 tæplega 180 milljónum króna. Stærstu einstöku liðirnir eru vegna starfslokakostnaðar upp á 45 milljónir og flugkostnaður innanlands, dagpeningar og annar ferða- og dvalarkostnaður nam samtals um 42 milljónum. Meira »

Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael

16:22 Selmu Björnsdóttur söngkonu var boðið að koma og syngja á skemmtun í Ísrael í Eurovision-vikunni í maí. Skemmtunin fer ekki fram á vegum sjálfrar hátíðarinnar heldur einkaaðila. Meira »

Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum

16:05 Engar sérstakar athugasemdir eru gerðar við það í skoðunarferli bíla hér á landi, þó að kílómetrastaða bílsins sé röng. Bíla, sem t.d. er búið að skipta um mælaborð í, er hægt að nota áfram sem bílaleigubíla, án þess að nokkrar athugasemdir séu við það gerðar af hálfu eftirlitsaðila. Meira »

Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni

15:10 Leit heldur áfram að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingi er hvarf í Dyflinnarborg fyrir viku. Fjölskylda hans er nú stödd þar eystra og leitar hans ásamt lögreglunni þar. Meira »

Höfðu beðið og leitað

13:49 Ævilangri leit Gunnars Smith að föður sínum lauk á síðasta ári en eftir að hafa reynt allt í leitinni kom sonur hans, Hlynur Smith, honum á sporið. Meira »

Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“

13:10 The Reykjavík Grapevine og Iceland Review, íslenskir fjölmiðlar sem skrifa á ensku, gera alvarlegar athugasemdir við ákvæði í frumvarpi að lögum um styrki til fjölmiðla, um að efnið verði að vera á íslensku. Meira »

Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna

11:11 Stefán Andrésson, sonur Þorbjargar Pálsdóttur myndhöggvara, auglýsir nú eftir afdrifum eins verka móður sinnar. Verkið sem um ræðir er Hrekkjusvín og var á útilistasýningu á Skólavörðuholtinu 1972. Eftir það fór verkið til Neskaupstaðar og Vestmannaeyja, en síðan hefur ekkert til þess spurst. Meira »

Úlfur úlfur

10:24 Það kemur að því að þú áttar þig á því að fréttin: „Svona getur þú unnið milljónir í lottóinu“ mun líklega ekki skila neinum peningum. Og það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að gera margar fréttir um fólk sem trúði ekki sínum eigin augum. Meira »

Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni

09:54 Flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli óskuðu nýverið eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna flugfarþega sem höfðu hreiðrað um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í flugstöðinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að öryggisgæslan á flugvellinum hafi reynt að koma þeim á æskilegri stað, en þau brugðist illa við þeim umleitunum. Meira »

Stefnir í góðan dag í brekkunum

09:54 Helstu skíðasvæði landsins opna núna klukkan tíu í dag og eru opin frameftir degi. Bláfjöll, Skálafell og Hlíðarfjall tala öll á vefsíðum sínum um smá frost en hér um bil logn víðast. Meira »

Sex skip voru við loðnuleit

09:30 Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Meira »

Grænmetismarkaðurinn jafnar sig

08:18 „Mér sýnist markaðurinn vera heldur að jafna sig á Costco-áhrifunum. Ég upplifi það líka sem viðskiptavinur að hægt er að fá körfu þótt komið sé þangað á föstudegi,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, um þróunina í sölu á grænmeti og berjum. Meira »

Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar

07:57 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa áhyggjur af tíðum umferðarslysum á þjóðvegunum, að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Hann benti á að auknum fjölda erlendra ferðamanna hefði fylgt fjölgun slysa. Meira »

Erlendir svikahrappar í símanum

07:37 Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík hefur orðið fyrir ónæði vegna hringinga í heimilissíma, þar sem hringjendur tala ensku, segjast vera frá tölvufyrirtæki og vilja laga tölvur viðkomandi með aðstoð eigendanna. Meira »

Réðst á gesti og starfsfólk

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvaðri konu við veitingahús í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Konan neitaði aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Handtekinn eftir umferðarslys

07:14 Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á Bústaðarvegi við Sprengisand, en þar höfðu tveir bílar skollið saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn grunaðar um ölvun við akstur og að hafa ekið án réttinda. Meira »

Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin

05:30 „Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Hansen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukkun frá Vaðlaheiðargöngum í vikunni, þegar hann opnaði heimabanka sinn í tölvunni. Meira »

Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón

05:30 Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: starting dates 2019: ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...