Huga mætti að sektarheimildum

Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sendu fjölda fólks SMS-skilaboð fyrir kosningarnar ...
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn sendu fjölda fólks SMS-skilaboð fyrir kosningarnar í fyrra. AFP

Huga mætti að sektarheimildum vegna endurtekinna brota stjórnmálaflokka varðandi fjöldaskilaboð fyrir kosningar.

Þetta segir Hafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.

Engar sektarheimildir fyrirfinnast í fjarskiptalögum.

Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu í desember að Flokkur fólksins og Miðflokkurinn hefðu brotið gegn fjarskiptalögum með því að senda SMS-skilaboð til fjölda farsímanotenda fyrir alþingiskosningarnar í haust.

Afla þarf sér­staks samþykk­is frá hverj­um viðtak­anda fyr­ir sig áður en hon­um eru send ra­f­ræn skila­boð sem inni­halda beina markaðssetn­ingu. Það telst ekki samþykki fyr­ir mót­töku slíkra skila­boða að hafa síma­núm­er sitt skráð í síma­skrá án bann­merk­ing­ar.

Endurtekin brot

„Ég hef ekki lagt áherslu á það hjá okkur að við fengjum sektarheimildir til að fylgja málum eftir. Við komumst ágætlega af án sektarheimilda,“ segir Hrafnkell, aðspurður.

„Hins vegar varðandi þennan málaflokk hefur það komið fyrir að við erum með endurtekin brot. Mér finnst í þeim tilfellum að það mætti alveg huga að sektarheimildum.“

Hann segir að fræðilega séð gæti lögreglan tekið mál sem þessi upp sem brotamál og rannsakað þau en það hafi aftur á móti aldrei gerst. Alvarlegri og ítrekuðum brotum hafi verið beint til lögreglu án þess að hún hafi ákveðið að rannsaka þau frekar.

Flestir segjast ekki hafa vitað betur

„Það er sem betur fer þannig að ef fjarskiptafyrirtæki brjóta fjarskiptalög taka þau tillit til okkar ávarðana og breyta til betri vegar því sem aflaga hefur farið en í þessum óumbeðnu fjarskiptum þá er þetta allur obbinn af fyrirtækjum sem er að senda út.“

Hrafnkell greinir frá því að flest fyrirtækin segjast ekki hafa vitað betur er þau brutu fjarskiptalög og taka ábendingum mjög vel. Einnig nefnir hann að mikið fræðslu- og upplýsingastarf hafi verið unnið af hálfu stofnunarinnar, þar á meðal með bæklingi bæði í prentuðu og rafrænu formi.

Hvað stjórnmálaflokkana varðar segir hann þá sem brjóta af sér ekkert endilega vera þá sömu. „Kannski þyrftum við að upplýsa þessa flokka betur um hverjar reglurnar eru fyrir kosningar. Ég held að það fari enginn viljandi í einhverja starfsemi sem leiðir til ákvörðunar sem kveður á um lögbrot. Þegar menn eru í þessum gír að ná í atkvæði ber kappið menn kannski svolítið áfram,“ segir Hrafnkell.

mbl.is

Innlent »

Ólík viðhorf eftir búsetu í borginni

08:00 Mismunandi fylgi framboðslistanna í Reykjavík eftir borgarhlutum er enn mjög áberandi í lokakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir borgarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Könnunin var birt hér í blaðinu í gær. mbl.is sýnir þennan mun á gagnvirku korti þar sem sjá má fylgið eftir mismunandi breytum. Meira »

Hækkun fasteignamats verði ógilt

07:57 Fyrirtæki innan raða Félags atvinnurekenda hefur stefnt Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings fasteignamats og álagningar fasteignagjalda. Meira »

Fyrsta gagnaverið rís á Blönduósi

07:37 „Við fáum aukna starfsemi inn í samfélagið. Reksturinn skapar umsvif og störf,“ segir Valgarður Hilmarsson, sveitarstjóri á Blönduósi. Meira »

Ákærður fyrir hatursorðræðu

07:01 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í athugasemdakerfi DV í nafni eiginkonu hans. Meira »

Samfelld úrkoma

06:55 Fremur hæg breytileg vindátt verður á landinu í dag. Samfelld úrkoma suðaustan- og austanlands og einnig um tíma fyrir norðan. Vestan til á landinu má búast við skúraleiðingum. Heldur vaxandi suðvestan- og vestanátt þegar líður á daginn. Meira »

Enn snjóflóðahætta til fjalla

06:51 Eftir lægðagang undanfarið er töluverður snjór til fjalla á jöklum og hálendinu. Sleðamenn komu af stað snjóflóði í Skriðutindum á mánudag og segja mikið vera af flóðum á því svæði. Á fimmtudag í síðustu viku lentu menn í snjóflóði á Grímsfjalli. Meira »

Eignaspjöll og líkamsárás í Garðabæ

06:34 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við eignaspjöll á bifreið í Garðabæ og hugsanlega líkamsárás þar í bæ. Meira »

Nýr formaður Heimilis og skóla

06:11 Sigrún Edda Eðvarðsdóttir var kjörin nýr formaður samtakanna Heimili og skóli í gær.   Meira »

Ók á 170 km hraða

05:54 Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann sem ók á 170 km hraða á hringveginum skömmu eftir miðnætti í nótt.  Meira »

Komið að ögurstund í Reykjavík

05:30 Hörð kosningabarátta hefur verið háð í höfuðborginni í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og á laugardaginn dregur til tíðinda. Stærstu valkostir kjósenda virðast snúast um það hvort núverandi meirihluti hafi verið á réttri leið eða hvort breytinga sé þörf. Meira »

Ekki mátti tæpara standa

05:30 Ungur maður á Akureyri, Helgi Freyr Sævarsson, komst naumlega út af heimili sínu ásamt þriggja ára dóttur þegar kviknaði þar í fyrir nokkrum dögum. Meira »

Stóðu einhuga að launahækkun

05:30 Bæjarfulltrúar Kópavogs eru ekki sáttir við launakjör bæjarstjóra þrátt fyrir að hafa samþykkt þau einróma á sínum tíma. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, segir að hækkun á launum bæjarstjóra og bæjarfulltrúa byggist á tveimur ákvörðunum. Meira »

Fágætur Kjarval á uppboði

05:30 „Þessi blómakörfumynd eftir Kjarval telst til lykilverka hans og er hreint fágæti. Það er afar sjaldgæft að svona mynd komi á uppboð enda eru þær í raun svo fáar.“ Þetta segir Tryggvi Páll Friðriksson hjá Gallerí Fold. Meira »

Tillaga um raflínu við Héraðsvötn

05:30 Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur fallið frá lagningu Blöndulínu 3 á svonefndri Efribyggðarleið og leggur í staðinn fram tillögu um að nýja byggðalínan fari um svonefnda Héraðsvatnaleið. Meira »

Salurinn tekinn í gegn

05:30 „Þetta er allt á áætlun, en fráfarandi borgarstjórn á eftir að halda þarna einn fund og verður það 5. júní næstkomandi. Þegar honum er lokið verður farið í framkvæmdir inni í borgarstjórnarsalnum og unnið hratt,“ segir Helga Björk Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Risaskip væntanlegt á laugardag

05:30 Stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, Meraviglia, er væntanlegt til Reykjavíkur á laugardaginn.  Meira »

Ljósleiðari GR kostað 30 milljarða

05:30 Gagnaveita Reykjavíkur, sem leggur ljósleiðarakerfi um land allt í samkeppni við Mílu, hefur fjárfest í fjarskiptum fyrir nálægt 30 milljarða króna að núvirði á síðustu 20 árum, þrátt fyrir að aldrei hafi verið jákvætt fjárflæði af starfseminni. Meira »

Leit við Ölfusá hætt í bili

Í gær, 21:21 Leit að manni sem talið er að hafi stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags hefur ekki borið árangur. Um 30 björgunarsveitarmenn leituðu meðfram ánni og í grennd við hana í dag. Meira »

Alltaf á hjólum í vinnunni

Í gær, 21:16 Gegnt Heilbrigðisstofnuninni við Merkigerði á Akranesi má sjá mörgum reiðhjólum, nýjum og notuðum, raðað upp framan við einbýlishús á góðviðrisdögum. Meira »
Stimplar
...
Ford Econoline E 350 CLUB WAGON 1996
Ekinn 160 þus Sjálfskiptur Bensín Afturhjóladrifinn Fluttur inn af Brimborg ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Fræðslufulltrúi 50%
Önnur störf
Fræðslufulltrúi - 50...
Ráðgjafi - þjónustufulltrúi
Skrifstofustörf
Ráðgjafi Helstu verkefni ráðgjafa o G...
Sumarstörf n1
Önnur störf
Vilt þú vinna á líflegum vinnustað í s...
Forstöðumaður hornbrekku
Stjórnunarstörf
Laus staða í Fjallabyggð STAÐA HJÚKRU...