Sáum strax að flugstöðin er sprungin

Boeing 737-800-vél frá Enter Air brunar fram hjá flughlaðinu á ...
Boeing 737-800-vél frá Enter Air brunar fram hjá flughlaðinu á Akureyrarflugvelli eftir að hún lenti í hádeginu á föstudaginn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þegar 430 farþegar voru komnir í flugstöð Akureyrar á föstudaginn eftir jómfrúarflug Enter Air til Akureyrar til viðbótar við innanlandsflugfarþega kom strax í ljós að aðstaðan á vellinum var ekki nægjanleg fyrir allan þennan fjölda. „Við sáum strax að flugstöðin er sprungin.“ Þetta sagði Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofu Norðurlands, á fundi Isavia um framtíð innanlandsflugs.

Þegar farþegar komu úr fluginu þurfti meðal annars að fá strætisvagn fyrir utan flugstöðvarbygginguna til að halda hita á fólki meðan það beið eftir að komast í gegnum öryggisleit og vegabréfaskoðun.

Segir að blindflugsbúnaður hefði komið að notum

Arnheiður nefndi á fundinum að fagnaðarlæti norðanmanna vegna fyrstu flugferðarinnar hefðu varla verið þögnuð í gær þegar þeir hafi heyrt vél Enter Air sveima yfir vellinum, en að lokum tók flugmaðurinn ákvörðun um að fljúga til Keflavíkur og lenda þar.

Sagði hún að með þessu væru íbúar Norðurlands að missa viðskiptavini sem kæmu með beinu flugi að utan og sagði hún að blindflugsbúnaður á vellinum hefði getað komið í veg fyrir þetta atvik. Slíkur búnaður kosti um 70-100 milljónir, en meðan hann sé ekki til staðar sé erfitt að treysta á millilandaflugið.

Þá fór hún yfir hluta innanlandsflugs frá sjónarhorni notanda, en sjálf sagðist Arnheiður ferðast mikið suður og til baka vegna vinnunnar. Gagnrýndi hún núverandi kerfi og sagði það ekki gera neitt til að byggja upp flugið.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofu Norðurlands,
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofu Norðurlands, mbl.is

Sagði hún helstu notendur flugsins í dag vera stórnotendur sem oftast væru að fara vegna vinnu á milli staða. Þeir væru einnig oftast að fljúga á vegum ríkisins. Þá væri einnig erlendum ferðamönnum að fjölga mikið. Kom fram á fundinum að Air Iceland connect teldi erlenda ferðamenn helsta vaxtamöguleika flugsins hér.

Verðið fyrir almenna notendur of hátt

Verðið fyrir flug væri hins vegar það hátt að það væri ekki fyrir almenna notendur. Benti hún á að fullt verð fram og til baka frá Reykjavík út á land gæti verið á bilinu 43 þúsund upp í 54 þúsund ef ekki væri bókað með miklum fyrirvara. Reyndar væru til staðar alls konar afsláttarkjör fyrir stórnotendur, en fyrir almenna notendur væri verðið of hátt. „Það þarf að gera þetta þannig að hægt sé að fá betra verð,“ sagði hún á fundinum.

Arnheiður kallaði einnig eftir skýrari skilaboðum frá stjórnvöldum varðandi minni flugvelli á landsbyggðinni. Sagði hún að þegar horft væri til Norðurlands væri aðallega horft til Akureyrar, en flugvellirnir á Sauðárkróki og við Húsavík væru einnig í smá notkun. Þá virtust allir gleyma flugvöllunum á Þórshöfn, í Grímsey og á Siglufirði. „Ætlum við að leggja þessa flugvelli niður?“ spurði hún og bætti við að fyrir þá sem væru að markaðssetja landsbyggðina þyrfti að liggja fyrir hvaða þjónustu væri hægt að bjóða en ekki að standa alltaf frammi fyrir stefnuleysi.

Flugvöllurinn á Akureyri
Flugvöllurinn á Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Innlent »

Lét öllum illum látum og endaði í klefa

05:53 Beiðni um aðstoð barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir miðnætti í gær vegna ferðamanns sem lét öllum illum látum á gistiheimili í miðborginni. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veitti harða mótspyrnu við handtöku. Meira »

Gætu tekið 300 milljarða högg

05:30 Bjarni Benediktsson telur raunhæft að skuldir hins opinbera verði komnar niður í 20% af vergri landsframleiðslu á næstu árum. Meira »

Ný göng yrðu lengri

05:30 Gangaleið með tvístefnuumferð er langhagkvæmasti kostur tvöföldunar Hvalfjarðarganga. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sérfræðinga Vegagerðarinnar og Mannvits. Meira »

Skipulagsmál í höfn

05:30 Skipulagsstofnun gerir aðeins minniháttar tæknilegar athugasemdir við drög að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun á Ströndum sem Árneshreppur gerir. Meira »

Færri umsóknir um alþjóðlega vernd

05:30 Þótt aðeins þrír íraskir flóttamenn hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi í júlímánuði eru Írakar fjölmennasti hópur flóttamanna það sem af er ári. Alls hefur 71 Íraki sótt um vernd hér á landi fyrstu sjö mánuði ársins. Meira »

Minna um biðlista á landsbyggðinni

05:30 Betur virðist ganga að finna starfsfólk á frístundaheimili landsbyggðarinnar en Reykjavíkur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að enn ætti eftir að manna stöður á frístundaheimilum í Reykjavík en vonast er til þess að vandamálið verði leyst bráðlega. . Meira »

Borgin semur við Borg um borðið

05:30 Trésmiðjan Borg ehf. á Sauðárkróki mun smíða nýtt borð í borgarstjórnarsal Ráðhússins. Gengið var frá samningum í fyrradag.   Meira »

Áhættumat ekki á vetur setjandi

05:30 Áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna slysasleppinga á eldislaxi sætir harðri gagnrýni í skýrslu Laxa fiskeldis ehf. um aukningu á heimildum til laxeldis í sjókvíum í Reyðarfirði. Meira »

Dálítil rigning í kortunum

Í gær, 23:33 Dálítil rigning eða súld verður í flestum landshlutum næsta sólarhringinn, en úrkomulítið á Suðvesturlandi. Gera má ráð fyrir norðaustanátt, 8-13 metrum á sekúndu á Vestfjörðum, en annars hægari vindi. Meira »

Góðir hlustendur og sálfræðingar

Í gær, 21:50 Rakarastofa Björns og Kjartans á Selfossi fagnar 70 ára afmæli í dag og verður boðið upp á kaffi og meðlæti í tilefni dagsins. Í haust verður svo afmælispartí. „Þá gerum við afa góð skil,“ segir Kjartan Björnsson hárskeri, einn fjögurra bræðra. Meira »

Nota stór orð til að „dreifa athyglinni“

Í gær, 20:58 Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það fjarri sannleikanum að fulltrúar flokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hafi sett á svið „eitthvert leikrit“ þegar þeir gengu af fundi ráðsins í morgun. Meira »

Íhuga nýja málsókn gegn veiðiþjófum

Í gær, 20:44 „Veiðifélagið íhugar það alvarlega að fara í einkamál við þessa þjófa. Sérstaklega á grundvelli þess að þeir hafa nú þegar verið sakfelldir fyrir þjófnað,“ segir formaður veiðifélags Þverár og Kjarrár. Veiðiþjófar sem játuðu sök fyrir dómi voru sýknaðir af skaðabótakröfum og þurftu einungis að greiða 50 þúsund króna sekt. Landssamband veiðifélaga vill að refsirammi slíkra brota verði hækkaður. Meira »

„Allir jafnstressaðir yfir þessu“

Í gær, 20:10 „Maður hefur lent í slæmum sumrum en engu eins og þessu,“ segir Ívar Þór Hilmarsson, framkvæmdastjóri Stjörnumálunar, sem hefur starfað í málningarbransanum í nítján ár. Allt sem tengist útivinnu er á eftir áætlun, að sögn Ívars Þórs, og óvíst er hvort það náist að klára allt á þessu ári. Meira »

Lækka laun bæjarstjóra Garðabæjar

Í gær, 19:25 Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gær að lækka laun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra. Eftir að Gunnar tók sæti sem bæjarfulltrúi í kjölfar sveitarstjórnarkosninga sagðist hann líklega ætla að afþakka laun sem fylgdu þeirri stöðu. Samkvæmt lögum er það óheimilt og voru bæjarstjóralaun hans því lækkuð. Heildarlaun Gunnars eru kr. 2.213.799 á mánuði auk bifreiðahlunninda. Meira »

Kambarnir lokaðir á morgun

Í gær, 19:05 Kambarnir á Hellisheiði verða lokaðir á morgun vegna malbikunarvinnu. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að stefnt er á að malbika um það bil tveggja kílómetra kafla á báðum akreinum í vestur upp Kamba. Meira »

Vann eina og hálfa milljón

Í gær, 18:46 Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út í Víkingalottóútdrætti kvöldsins. Einn heppinn miðaeigandi fékk hins vegar hinn alíslenska þriðja vinning og hlýtur hann 1.454.440 krónur. Miðinn var keyptur í Kúlunni, Réttarholtsvegi 1 í Reykjavík. Meira »

Stríð milli stjórnsýslu og kjörins fulltrúa

Í gær, 18:35 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segist ekki ætla að tjá sig efnislega um bréf sem Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri borgarstjóra, sendi forsætisnefnd. Helga fjallar þar um alvarleg og meiðandi ummæli borgarfulltrúa en umræddur borgarfulltrúi er ekki nefndur á nafn. Meira »

Hipphopphátíðin orðin fastur liður

Í gær, 18:30 Hipphopphátíð Menningarnætur í Reykjavík verður haldin í þriðja skiptið á laugardaginn á Ingólfstorgi og mætti þar með segja að hún sé orðin fastur liður. Hún hefur frá upphafi verið afar vel sótt og það sem kemur e.t.v. mest á óvart er að hún var hugarfóstur manns sem fæddist árið 2001. Meira »

„Yrði aldrei smíðuð í dag“

Í gær, 18:29 Þetta er mjög sérstakt mannvirki. Menn myndu aldrei byggja svona brú í dag sem treystir aðeins á eitt stag,“ segir forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar um Morandi-brúna í Genúa á Ítalíu sem hrundi í gærmorgun. Hann telur hrun brúarinnar ekki kalla á breytt verklag á Íslandi. Meira »
KTM 1090 Adventure R árg. 2018 á lager
"Farðu alla leið" frábært ferðahjól, aðeins 207 kg. 125 hp. 6 gíra. Mikið úrval ...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Ford F350 Platinium
Til sölu nánast nýr Ford 350 Platinium, skráður í lok árs 2017. Ekin 5000 km. Bí...