Sáum strax að flugstöðin er sprungin

Boeing 737-800-vél frá Enter Air brunar fram hjá flughlaðinu á ...
Boeing 737-800-vél frá Enter Air brunar fram hjá flughlaðinu á Akureyrarflugvelli eftir að hún lenti í hádeginu á föstudaginn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þegar 430 farþegar voru komnir í flugstöð Akureyrar á föstudaginn eftir jómfrúarflug Enter Air til Akureyrar til viðbótar við innanlandsflugfarþega kom strax í ljós að aðstaðan á vellinum var ekki nægjanleg fyrir allan þennan fjölda. „Við sáum strax að flugstöðin er sprungin.“ Þetta sagði Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofu Norðurlands, á fundi Isavia um framtíð innanlandsflugs.

Þegar farþegar komu úr fluginu þurfti meðal annars að fá strætisvagn fyrir utan flugstöðvarbygginguna til að halda hita á fólki meðan það beið eftir að komast í gegnum öryggisleit og vegabréfaskoðun.

Segir að blindflugsbúnaður hefði komið að notum

Arnheiður nefndi á fundinum að fagnaðarlæti norðanmanna vegna fyrstu flugferðarinnar hefðu varla verið þögnuð í gær þegar þeir hafi heyrt vél Enter Air sveima yfir vellinum, en að lokum tók flugmaðurinn ákvörðun um að fljúga til Keflavíkur og lenda þar.

Sagði hún að með þessu væru íbúar Norðurlands að missa viðskiptavini sem kæmu með beinu flugi að utan og sagði hún að blindflugsbúnaður á vellinum hefði getað komið í veg fyrir þetta atvik. Slíkur búnaður kosti um 70-100 milljónir, en meðan hann sé ekki til staðar sé erfitt að treysta á millilandaflugið.

Þá fór hún yfir hluta innanlandsflugs frá sjónarhorni notanda, en sjálf sagðist Arnheiður ferðast mikið suður og til baka vegna vinnunnar. Gagnrýndi hún núverandi kerfi og sagði það ekki gera neitt til að byggja upp flugið.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofu Norðurlands,
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofu Norðurlands, mbl.is

Sagði hún helstu notendur flugsins í dag vera stórnotendur sem oftast væru að fara vegna vinnu á milli staða. Þeir væru einnig oftast að fljúga á vegum ríkisins. Þá væri einnig erlendum ferðamönnum að fjölga mikið. Kom fram á fundinum að Air Iceland connect teldi erlenda ferðamenn helsta vaxtamöguleika flugsins hér.

Verðið fyrir almenna notendur of hátt

Verðið fyrir flug væri hins vegar það hátt að það væri ekki fyrir almenna notendur. Benti hún á að fullt verð fram og til baka frá Reykjavík út á land gæti verið á bilinu 43 þúsund upp í 54 þúsund ef ekki væri bókað með miklum fyrirvara. Reyndar væru til staðar alls konar afsláttarkjör fyrir stórnotendur, en fyrir almenna notendur væri verðið of hátt. „Það þarf að gera þetta þannig að hægt sé að fá betra verð,“ sagði hún á fundinum.

Arnheiður kallaði einnig eftir skýrari skilaboðum frá stjórnvöldum varðandi minni flugvelli á landsbyggðinni. Sagði hún að þegar horft væri til Norðurlands væri aðallega horft til Akureyrar, en flugvellirnir á Sauðárkróki og við Húsavík væru einnig í smá notkun. Þá virtust allir gleyma flugvöllunum á Þórshöfn, í Grímsey og á Siglufirði. „Ætlum við að leggja þessa flugvelli niður?“ spurði hún og bætti við að fyrir þá sem væru að markaðssetja landsbyggðina þyrfti að liggja fyrir hvaða þjónustu væri hægt að bjóða en ekki að standa alltaf frammi fyrir stefnuleysi.

Flugvöllurinn á Akureyri
Flugvöllurinn á Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Innlent »

Hafna vinnupíningu sem svari við vandamálum

21:11 Stjórn Eflingar – stéttarfélags tekur undir með Öryrkjabandalaginu að stjórnvöldum beri að efla núverandi kerfi örorkumats í stað þess að „efna til tilraunastarfsemi með líf og kjör öryrkja undir merkjum svokallaðs starfsgetumats“ sem sagt er hafa gefist afar illa í nágrannalöndunum. Meira »

Hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

20:58 Haukur Ingvarsson hlaut í dag 18. október Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2018 fyrir ljóðahandritið Vistarverur. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, staðgengill borgarstjóra, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. Meira »

Leita að nýju húsnæði fyrir Vínskólann

20:51 Aflýsa varð fyrirhugðum hausnámskeiðum Vínskólans um vín og mat eftir að Hótel Reykjavík Centrum, sem hefur hýst námskeiðin síðan 2005, greindi forsvarsmönnum frá að þeir hafi lokað veitingahúsinu Fjalakettinum. Meira »

Ábyrgðin felld niður því greiðslumat skorti

19:52 Hæstiréttur Íslands felldi í dag úr gildi sjálfskuldarábyrgð móður vegna námslána sem dóttir hennar tók hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Var það niðurstaða Hæstaréttar að ógilda ætti sjálfskuldarábyrgðina þar sem LÍN hafi ekki látið framkvæma fullnægjandi greiðslumat áður en lánið var veitt. Meira »

„Alveg á hreinu“ að Dagur vissi ekkert

19:40 Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, neitar því að hafa nokkurn tíma rætt framúrkeyrsluna við Nauthólsveg 100 við Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Meira »

Lyf og heilsa greiði 4,5 milljónir í bætur

19:38 Hæstiréttur hefur dæmt Lyf og heilsu til að greiða Apóteki Vesturlands fjórar og hálfa milljón í bætur vegna samkeppnisbrota. Tveir dómarar skiluðu sérákvæði og töldu ekki sannað að Apótek Vesturlands hefði orðið fyrir fjártjóna vegna samkeppnisbrotanna. Meira »

Ofbeldið hefur lítil áhrif á dóma

18:44 Ef annar aðilinn í sambandinu er beittur ofbeldi reynir hinn oft að draga lappirnar út í hið óendanlega í skilnaðarferli. Þetta sagði Sigríður Vilhjálmsdóttir lögmaður á ráðstefnunni „Gerum betur“. Yfirskrift erindis hennar var „Eru skilnaðar- og forsjármál nýr vettvangur fyrir ofbeldi maka?“ Meira »

Ástríða og mikil vinnusemi

18:37 Konurnar í verkum Picasso, listmálarans fræga, eru komnar til Reykjavíkur. Þær birtast nú nánast ljóslifandi í myndum Sigurðar Sævars Magnússonar myndlistarmanns sem í kvöld kl. 20 opnar sína 20. einkasýningu í listhúsinu Smiðjunni við Ármúla í Reykjavík. Meira »

Hreimur Örn gestasöngvari í Salnum

18:35 Annað kvöld klukkan 19:30 verða öll bestu lög Burt Bacharach flutt á tónleikum í Salnum, Kópavogi. Söngkonan Kristín Stefánsdóttir syngur en með henni verður stórskotalið tónlistarmanna. Meira »

Heræfing sama dag „óheppileg tilviljun“

18:27 Samtök hernaðarandstæðinga ætla í sögu- og menningarferð um Þjórsárdal á laugardaginn þar sem þeir hyggjast verja deginum í að skoða náttúru og söguminjar. „Mjög óheppileg tilviljun,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður samtakanna, um heræfingu Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í Þjórsárdal sama dag. Meira »

Fyrirhugaður samruni ógiltur

18:01 Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Meira »

Brotið gegn innkaupareglum

17:42 Brotið var gegn innkaupareglum Reykjavíkurborgar við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Þetta er mat borgarlögmanns, sem segir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hins vegar ekki hafa brotið lög með gjörningum sínum. Meira »

5 mánuðir fyrir árás á fyrrverandi

17:39 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni með því að hafa kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum hljóðhimnan rofnaði og vinstri vígtönn losnaði frá tannholdinu. Meira »

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

17:33 Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við Stekkjarbakka rétt fyrir klukkan fimm í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir fluttir á slysadeild en ekki er vitað um meiðsli þeirra að svo stöddu. Meira »

Syngur rokklög í blóðugu prestagervi 

16:46 Stefán Jakobsson eða Stebba Jak þarf varla að kynna fyrir þjóðinni en hann er einn aðalflytjenda á Halloween Horror Show í Háskólabíói 26. og 27.október og 3.nóvember í Hofi. Meira »

Tveir gefa kost á sér til formanns BSRB

16:05 Tveir hafa lýst yfir framboði til embættis formanns BSRB, en kosið verður til embættisins á þingi BSRB morgun. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, tilkynnti í byrjun sumars að hún muni ekki gefa kost á sér áfram. Meira »

Beðið svara ráðuneyta um ný leyfi

16:04 Laxeldisfyrirtækin hafa sótt um bráðabirgðaleyfi til viðkomandi ráðuneyta til að stunda áfram laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði, þrátt fyrir ógildingu úrskurðarnefndar á leyfunum. Meira »

Tók veski af manni í hjólastól

16:00 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi sl. föstudag karlmann í hálfsárs fangelsi fyrir ítrekuð brot sem m.a. voru framin er hann var enn á skilorði. Var manninum þá dæmt til refsiþyngingar að hafa stolið veski af manni í hjólastól. Meira »

Reyndi að bera út systur sína

15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann og konu í 30 daga fangelsi fyrir húsbrot, fyrir að hafa í júlí 2016 ruðst inn í húsnæði systur konunnar í heimildaleysi með því að kalla eftir aðstoð Neyðarþjónustunnar sem boraði upp lás á dyrum fasteignarinnar. Meira »
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri sími 659 5648...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...