Sáum strax að flugstöðin er sprungin

Boeing 737-800-vél frá Enter Air brunar fram hjá flughlaðinu á ...
Boeing 737-800-vél frá Enter Air brunar fram hjá flughlaðinu á Akureyrarflugvelli eftir að hún lenti í hádeginu á föstudaginn. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þegar 430 farþegar voru komnir í flugstöð Akureyrar á föstudaginn eftir jómfrúarflug Enter Air til Akureyrar til viðbótar við innanlandsflugfarþega kom strax í ljós að aðstaðan á vellinum var ekki nægjanleg fyrir allan þennan fjölda. „Við sáum strax að flugstöðin er sprungin.“ Þetta sagði Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofu Norðurlands, á fundi Isavia um framtíð innanlandsflugs.

Þegar farþegar komu úr fluginu þurfti meðal annars að fá strætisvagn fyrir utan flugstöðvarbygginguna til að halda hita á fólki meðan það beið eftir að komast í gegnum öryggisleit og vegabréfaskoðun.

Segir að blindflugsbúnaður hefði komið að notum

Arnheiður nefndi á fundinum að fagnaðarlæti norðanmanna vegna fyrstu flugferðarinnar hefðu varla verið þögnuð í gær þegar þeir hafi heyrt vél Enter Air sveima yfir vellinum, en að lokum tók flugmaðurinn ákvörðun um að fljúga til Keflavíkur og lenda þar.

Sagði hún að með þessu væru íbúar Norðurlands að missa viðskiptavini sem kæmu með beinu flugi að utan og sagði hún að blindflugsbúnaður á vellinum hefði getað komið í veg fyrir þetta atvik. Slíkur búnaður kosti um 70-100 milljónir, en meðan hann sé ekki til staðar sé erfitt að treysta á millilandaflugið.

Þá fór hún yfir hluta innanlandsflugs frá sjónarhorni notanda, en sjálf sagðist Arnheiður ferðast mikið suður og til baka vegna vinnunnar. Gagnrýndi hún núverandi kerfi og sagði það ekki gera neitt til að byggja upp flugið.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofu Norðurlands,
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsstofu Norðurlands, mbl.is

Sagði hún helstu notendur flugsins í dag vera stórnotendur sem oftast væru að fara vegna vinnu á milli staða. Þeir væru einnig oftast að fljúga á vegum ríkisins. Þá væri einnig erlendum ferðamönnum að fjölga mikið. Kom fram á fundinum að Air Iceland connect teldi erlenda ferðamenn helsta vaxtamöguleika flugsins hér.

Verðið fyrir almenna notendur of hátt

Verðið fyrir flug væri hins vegar það hátt að það væri ekki fyrir almenna notendur. Benti hún á að fullt verð fram og til baka frá Reykjavík út á land gæti verið á bilinu 43 þúsund upp í 54 þúsund ef ekki væri bókað með miklum fyrirvara. Reyndar væru til staðar alls konar afsláttarkjör fyrir stórnotendur, en fyrir almenna notendur væri verðið of hátt. „Það þarf að gera þetta þannig að hægt sé að fá betra verð,“ sagði hún á fundinum.

Arnheiður kallaði einnig eftir skýrari skilaboðum frá stjórnvöldum varðandi minni flugvelli á landsbyggðinni. Sagði hún að þegar horft væri til Norðurlands væri aðallega horft til Akureyrar, en flugvellirnir á Sauðárkróki og við Húsavík væru einnig í smá notkun. Þá virtust allir gleyma flugvöllunum á Þórshöfn, í Grímsey og á Siglufirði. „Ætlum við að leggja þessa flugvelli niður?“ spurði hún og bætti við að fyrir þá sem væru að markaðssetja landsbyggðina þyrfti að liggja fyrir hvaða þjónustu væri hægt að bjóða en ekki að standa alltaf frammi fyrir stefnuleysi.

Flugvöllurinn á Akureyri
Flugvöllurinn á Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Innlent »

Fengu erindi um mál Ágústs Ólafs

16:33 Erindi hefur borist til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að vísa skuli máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til siðanefndar Alþingis, rétt eins og máli þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember. Meira »

Mikilvægt að viðhalda árangrinum

16:31 Mikilvægt er að viðhalda árangrinum sem náðst hefur með þriggja ára meðferðarátaki heilbrigðisyfirvalda gegn lifrarbólgu C. Þetta sagði Svandís Svarsdóttir heilbrigðisráðherra í ávarpi sínu á læknadögum sem nú standa yfir í Hörpu. Meira »

Rúta fór út af við Reynisfjall

16:21 Rúta fór út af þjóðvegi 1 norðan við Reynisfjall síðdegis í dag. Engan sakaði.  Meira »

Umferðartafir vegna tveggja óhappa

16:17 Talsverðar umferðartafir hafa orðið vegna tveggja umferðarslysa á Kringlumýrabraut á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru samtals sex fluttir á slysadeild. Meira »

Kynna tillögur í húsnæðismálum á morgun

15:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hóf almennar stjórnmálaumræður á Alþingi þegar þingið kom aftur saman eftir jólafrí. Forystumenn stjórnamálaflokkanna taka þátt í umræðunum. Katrín fjallaði í ræðu sinni um stöðuna á vinnumarkaði og endurskoðun stjórnarskrár. Meira »

Blöskrar fjarlæging málverksins

15:39 Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Meira »

Ólafur og Karl fengu ekki ræðutíma

15:36 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, óháðir þingmenn sem vikið var úr þingflokki Flokks fólksins í kjölfar Klausturmálsins, gagnrýndu forseta Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Allir forystumenn flokka taka þátt í almennum stjórnmálaumræðum en óháðu þingmennirnir tveir fá ekki að taka þátt. Meira »

Flokka plast og pappa í verslunum

15:11 Flestir vilja minnka notkun og umstangið sem fylgir umbúðunum sem flestar vörur eru innpakkaðar í. Í tveimur verslunum Krónunnar er viðskiptavinum nú gefið færi á því að skilja plast og pappa eftir í verslununum sem sjá um að koma ruslinu í endurvinnslu. Meira »

Kæra útgáfu bráðabirgðaleyfisins

13:54 Útgáfa bráðabirgðarekstrarleyfis til fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm hefur verið kærð, en leyfið var gefið út í nóvember eftir að samþykkt voru á Alþingi lög til að koma í veg fyrir að starfsemi fyrirtækisins legðist af. Meira »

Meirihluti lækna vill Landspítalann á nýjan stað

13:01 Meirihluti lækna á Íslandi telur staðsetningu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík óheppilega og að þörf sé á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala samkvæmt niðurstöðum viðamikillar skoðanakönnunar, sem unnin var fyrir Læknafélag Íslands, eða rúmlega 60%. Meira »

Dró vélarvana skip til Hafnarfjarðar

12:12 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá fiskiskipinu Kristínu GK síðdegis í gær, en skipið var þá vélarvana um 30 sjómílur vest-norðvestur af Garðskaga. Varðskipið Týr var þá úti fyrir Keflavík og hélt þegar í átt að fiskiskipinu. Meira »

Nægur snjór í Bláfjöllum eftir helgina

12:05 „Þetta er allt að koma,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, en þar er stefnt að opnun skíðasvæða á miðvikudag eða fimmtudag. Meira »

Græn viðvörun á Suðurlandi

11:58 Veðurstofa Íslands hefur gefið út græna viðvörun fyrir Suðurland en þar er spáð suðvestanhríð. Þar sem spáin er óstöðug er um grænt ástand að ræða sem gildir til klukkan 16. Vegagerðin hefur afturkallað spá um hríð og skafrenning suðvestan- og og sunnanlands. Meira »

Mikil óvissa um afrán hvala

11:48 Ekki er hægt að fullyrða að verulega þurfi að auka veiðar á hvölum til að þær hafi áhrif á afrakstur annarra nytjastofna sjávar til lengri tíma litið. Meira »

Meðalhraði mældur í stað punkthraða

11:47 Hraðamyndavélar af nýrri kynslóð hafa verið settar upp við Norðfjarðargöng, en í stað þess að mæla hraða bifreiða á ákveðnum tímapunkti, svokallaðan punkthraða, líkt og hefðbundnar hraðamyndavélar reikna þær út meðalhraða á tiltekinni vegalengd. Meira »

„Undarleg tímaskekkja puritanisma“

10:52 Bandalag íslenskra listmanna furðar sig á þeirri ákvörðun Seðlabanka Íslands að fjarlægja verk Gunnlaugs Blöndal úr almenningsrými og koma því fyrir í geymslum bankans og segir það undarlega tímaskekkju „puritanisma“ að ritskoða list með þessum hætti. Meira »

Þýðir ekki að opna fyrr en það er öruggt

10:47 Vegagerðin gefur lítið fyrir þá gagnrýni að hún sé of lengi að kanna aðstæður eftir að vegum er lokað. Löng röð myndaðist við vegalokun á Þjóðvegi 1 við gatnamót Þingvallavegar í gær þegar veginum um Kjalarnes var lokað en tvær rútur fóru þar út af um kvöldmatarleytið. Meira »

Vilja hvalaskýrslu dregna til baka

10:44 Stjórn Landverndar skorar á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að draga til baka skýrslu sína um þjóðhags­leg áhrif hval­veiða sem unn­in var fyr­ir at­vinnu­vegaráðuneytið. Telur Landvernd rétt að vinna skýrsluna upp á nýtt í samráði við vistfræðinga. Meira »

Snjókomubakki með allhvössum vindi

09:38 Snjókomubakki með allhvössum vindi, skafrenningi og blindu nálgast suðvestanvert landið um klukkan 10 til 12. Veðrið lagast svo um tíma en skellur aftur á eftir klukkan 14. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...